Síða 1 af 1

Neitar að enablea UDMA

Sent: Mán 31. Mar 2003 10:05
af Tiger
Ég er með smá vandamál, Stýrikerfið hjá mér neitar að viðurkenna hörðudiskana mína (IBM 80 & 30 GB) sem UDMA og þvíngar þeim alltaf í PIO mode. Ég er með ASUS A7N8X Deluxe móðurborð, og XP. Ég er búinn að leita útum allt en er ekki að finna neina lausn á þessu. Og í sisoft sandra benchmark testi er ég að fá 2913 kB/s í staðinn fyrir 29,000 fyrir sambærilega diska, semsagt 10% afköst.... Er einhver þarna úti sem kannast við þetta eða getur hjálpað mér????

Ps. Ég er með UDMA kapla og hef prófað tvenna þannig og diskarnir eru báðir UDMA líka

Sent: Mán 31. Mar 2003 11:16
af halanegri
Ertu viss um að þeir séu stilltir á UDMA í bios?

Sent: Mán 31. Mar 2003 12:36
af kiddi
Gæti verið líka að þig vanti móbó-chipset drivera, SiS þarf SiS-IDE driverana, Intel þarf Intel Chipset config. installerað, VIA þarf VIA-4-in-1 o.s.frv =)

Sent: Mán 31. Mar 2003 12:52
af Tiger
Já biosin er rétt stiltur, og ég hef uppfært driverana bæði frá Asus og Nvidia en ekkert gerist!!!!

Sent: Mán 31. Mar 2003 13:40
af halanegri
Já, en ekki VIA, eins og kiddi sagði, nema móðurborðið þitt sé ekki með VIA kubbasetti.

Sent: Mán 31. Mar 2003 13:48
af Tiger
Nei það er ekki með VIA kubba setti, heldur Nvidia Nforce2 kubbasetti

Sent: Mán 31. Mar 2003 15:37
af galldur
stundum dettur diskur niður á pio mode hjá mér vegna álags ? , gerist þegar diskurinn eða cd drifið fær og margar crc error.

ég laga það með því að fara í device manager og uninstalla annað primary ide channel (eða secondary eftir því sem á við ) og restarta svo.
þá hleður windows upp ide reklinum aftur og núll stillir crc villurnar og diskurinn fer aftur á udma100 ...

Sent: Mán 31. Mar 2003 16:22
af gumol
Já þetta er rétti andinn. Áfram Shummi

Sent: Þri 01. Apr 2003 15:19
af Tiger
Nei það er ekki að virka heldur!!!! :(

Ps. skítt með Ferrari, þeir eru það sem þeir eru vegna Schumma. Go Schummi :wink:

Sent: Þri 01. Apr 2003 22:42
af gumol
Já ég er svosem sammála, ferrari eru bara bestir afþví að shumaker er þar :)