Síða 1 af 1
Internet yfir rafmagn vesen.
Sent: Fös 18. Jan 2013 15:40
af Victordp
Sælir, keypti mér
svona græju fyrir jólin og hefur hún verið að virka vel, núna ákvað ég aðeins að taka til hjá mér því að ég var að nota alltof langa snúru fyrir svona stutta vegalnegd. Ég tek græjuna úr sambandi og skipti í minni snúru (sem að fylgdi með) en núna eftir að ég gerði þetta segir fæ ég alltof svona ->
<- merki yfir lan kassan. Ef að ég næ tengingu er netið alveg ógeðslega slow og segir forritið ekki hvað þetta eru mörg mbps. Ef að einhver þekkir til þessara græju þá eru öll ljósin skærgræn ekkert flökt á milli rauðs eða appelsínuguls sem að þetta er vanalega. Vonandi er einhver hérna sem að veit hvað er að og hvað er hægt að gera til að laga þetta.
Mbk, Victor.
Re: Internet yfir rafmagn vesen.
Sent: Fös 18. Jan 2013 15:49
af Viktor
Myndi prufa gömlu snúruna og ath. hvort þetta virki enn með henni.
Ef ekki, þá er nýja ónýt.
Annars bara prufa að taka tenglana út báðu megin og endurræsa allt.
Re: Internet yfir rafmagn vesen.
Sent: Fös 18. Jan 2013 16:04
af Victordp
Sallarólegur skrifaði:Myndi prufa gömlu snúruna og ath. hvort þetta virki enn með henni.
Ef ekki, þá er nýja ónýt.
Annars bara prufa að taka tenglana út báðu megin og endurræsa allt.
Setti gömlu snúruna aftur í ekkert gerðist. Unplöggaði svona báðu megin og ekkert gerist enn.
*EDIT*
- swagg.JPG (49.69 KiB) Skoðað 1639 sinnum
Restartaði tölvunni og ég kemst inná netið. En þetta segir ekki hvaða hraða ég er með.
*EDIT2*
Er þetta eðlilegur hraði (er ekki með ljós) ?
Re: Internet yfir rafmagn vesen.
Sent: Fös 18. Jan 2013 18:58
af roadwarrior
IP árekstur í kerfinu??
Re: Internet yfir rafmagn vesen.
Sent: Fös 18. Jan 2013 19:02
af Viktor
Eru einhver þung rafmagnstæki á sömu grein? Hefur eitthvað breyst?
Re: Internet yfir rafmagn vesen.
Sent: Fös 18. Jan 2013 20:44
af Kobbmeister
Búinn að prófa að para saman tækin aftur saman og prófa að láta þau heita það sama(breyta því undir privacy)?
Re: Internet yfir rafmagn vesen.
Sent: Fös 18. Jan 2013 20:53
af KermitTheFrog
Kobbmeister skrifaði:Búinn að prófa að para saman tækin aftur saman og prófa að láta þau heita það sama(breyta því undir privacy)?
this...
Re: Internet yfir rafmagn vesen.
Sent: Fös 18. Jan 2013 23:08
af Victordp
Þetta er leyst (for now) ég ákvað að unplögga báðum gaurunum á sama tíma og stinga þeim í á "sama" tíma og komst ég þá inná netið. Og kom þá upp hvað netið var mörg mbps, en svo allt í einu datt þetta út en þetta er búið að vera í gangi í nokkra tíma án þessa að stoppa núna. Takk fyrir hjálpina
.
Re: Internet yfir rafmagn vesen.
Sent: Lau 19. Jan 2013 12:48
af capteinninn
Þetta gerist reglulega með mína græju að netið verður svona hægt, ég tek allt úr sambandi og bíð aðeins og set svo aftur, stundum skipti ég líka um lan snúru en þetta virðist alltaf virka hjá mér, veit ekkert hver ástæðan fyrir þessu er samt
Re: Internet yfir rafmagn vesen.
Sent: Lau 19. Jan 2013 20:10
af tdog
Aukin straumnotkun á greininni eða tenging raftækja við greinina sem gætu nýtt sér þessa burðarbylgju. Helst dettur mér í hug einhversskonar furðuleg tegund spennubreytis sem gæti á einhvern hátt ruglað ethernetsamskiptin. Prófaðu að nota tengin á álagslausri grein, s.s bara þeir í sambandi og ekkert annað á greininni.
Re: Internet yfir rafmagn vesen.
Sent: Sun 20. Jan 2013 22:19
af Victordp
Finnst bara svo skrítið að þetta var ekki svona í uþb mánuð svo þegar að ég tók þetta úr sambandi þá "fokkast" allt upp.
*EDIT*
Núna er netið byrjað að detta út um 11 leytið, veit einhver hvað það gæti verið sem er að gera þetta ?