Síða 1 af 1

Horfa á video af netinu á PS3?

Sent: Mið 16. Jan 2013 13:39
af dedd10
Sælir

Ég var að spá, er einhver leið til að horfa á video af netinu, eins og t.d. af Vísi, Filma.is eða Netfrelsi Stöð 2. Er það hægt?

Ef svo er, hvernig?

Svo eitt annað sem ég var að velta fyrir mér, er ennþá hægt að setja upp Linux eða eitthvað annað stýrikerfi á PS3 vélina?

Re: Horfa á video af netinu á PS3?

Sent: Mið 16. Jan 2013 13:53
af worghal
það á að vera basic flash player í browsernum í ps3.
til dæmis þá hef ég horft á þætti á netinu og youtube í flash player.
mundi ætla að það sé það sama með þær síður sem þú ætlar þér að nota.

Re: Horfa á video af netinu á PS3?

Sent: Mið 16. Jan 2013 14:05
af DJOli
eftir því sem ég hef séð þá er bara hægt að horfa á youtube myndbönd í ps3 í 240p. sem sökkar.

Re: Horfa á video af netinu á PS3?

Sent: Mið 16. Jan 2013 14:14
af Viktor
Getur skipt í venjulegu YouTube síðuna.

Ég streamaði oft á PS3, þarft ekki að gera neitt ef það er FlashPlayer sem sér um streamið.

Horfði mikið á putlocker ofl. í PS3.

Re: Horfa á video af netinu á PS3?

Sent: Mið 16. Jan 2013 14:53
af Vignirorn13
Þú átt að gera horft á stream og svona í ps3. Allaveganna get ég það.

Re: Horfa á video af netinu á PS3?

Sent: Mið 16. Jan 2013 15:01
af dedd10
Ég var að prufa með venjulega browsernum að skoða video af Vísi.is en það bara kom svartur skjár og ekkert gerðist, þarf ég að gera eitthvað til að láta þetta virka?

Re: Horfa á video af netinu á PS3?

Sent: Mið 16. Jan 2013 15:43
af codec
DJOli skrifaði:eftir því sem ég hef séð þá er bara hægt að horfa á youtube myndbönd í ps3 í 240p. sem sökkar.

Reyndar er nú nýlega komið sérstakt youtube app sem er mikið betra en viðbjóðurinn sem var boðið upp á í ps3. Viðmótið svo sem ekki frábært en gæðin allt annað.
Í þessu nýja appi líka er hægt að "fjarstýra" með snjallsíma/tablet, það er gert með því að Pair-a símann við TV-ið (ps3) og þá er t.d. hægt að velja myndbönd í símanum/tabletinu og spila þau á youtube appinu í ps3.

Varðandi aðrar síður þá held ég að það sé happa og glappa hvort það virkar. Browserinn í ps3 er vægast sagt lélegur.
Held það væri skást að streama þeim í gegnum einhvern media server ps3 media server eða plex, en það þarf smá föndur til að fá slíkt til að virka.