Síða 1 af 1
Að koma wifi í bílskúrinn - Networking pælingar
Sent: Mán 14. Jan 2013 19:24
af Sultukrukka
Sælanú
Ég er að velta fyrir mér hvernig er hægt að gera þetta..
Eins og málið er núna er þráðlausi routerinn í húsi við sjónvarpið og allt klabbið. Vandamálið er þannig að ég er með Cat5 kapal sem liggur út í bílskúr en er of langt frá sjónvarpsherbergi til að hægt sé að tengja hann við routerinn.
Ég var því að hugsa hvaða lausn væri besta leiðin til að taka á móti wifi frá router í einhvern móttökubúnað, sem sendir það svo yfir cat5 í skúrinn og sendir wifi í skúrnum.
Er búinn að vera að skoða möguleikann á því að vera með bridge sem tekur wifi frá router, sendir svo yfir cat5 og svo access point í skúrnum....
Hljómar þetta eins og eitthvað sem gæti virkað eða er ég algjörlega úti á túni með þetta?
Re: Að koma wifi í bílskúrinn - Networking pælingar
Sent: Mán 14. Jan 2013 20:52
af hagur
Þarftu ekki bara að fá þér svona "game adapter", sem tekur WIFI signal og "breytir" því í wired ethernet, sem þú tengir bílskúrskapalinn í. Svo bara sviss á hinn endan í skúrnum, eða WIFI access point ef þú þarft WIFI í skúrinn?
M.ö.o, þá virka þessir "game adapters" sem n.k. bridge frá WIFI yfir í wired.
Re: Að koma wifi í bílskúrinn - Networking pælingar
Sent: Þri 15. Jan 2013 09:59
af KermitTheFrog
http://www.tolvutek.is/vara/trendnet-te ... e-extenderÞessi tekur þráðlaust merki og varpar því áfram þráðlaust og með snúru.
Re: Að koma wifi í bílskúrinn - Networking pælingar
Sent: Þri 15. Jan 2013 10:02
af einarth
Þekki nú ekki "game adapters" - en wifi access point (AP) eru brýr milli wifi og ethernet.
Þú getur stillt þá bæði sem AP (þar sem þú tengir tölvu við þá þráðlaust) og líka stillt þá sem wifi-client (s.s. látið þá tengja sig inná wifi net sem er þegar til staðar).
Ertu búinn að skoða Powerline búnað í þetta?
Kv, Einar.
Re: Að koma wifi í bílskúrinn - Networking pælingar
Sent: Þri 15. Jan 2013 11:11
af gardar
einarth skrifaði:Þekki nú ekki "game adapters" - en wifi access point (AP) eru brýr milli wifi og ethernet.
Þú getur stillt þá bæði sem AP (þar sem þú tengir tölvu við þá þráðlaust) og líka stillt þá sem wifi-client (s.s. látið þá tengja sig inná wifi net sem er þegar til staðar).
Ertu búinn að skoða Powerline búnað í þetta?
Kv, Einar.
Powerline er drasl sem enginn ætti að mæla með.
Þú getur sett upp 2x access punkta og sent merkið þannig þráðlaust en ég myndi persónulega draga í / leggja cat5e kapal
Re: Að koma wifi í bílskúrinn - Networking pælingar
Sent: Þri 15. Jan 2013 11:22
af hagur
einarth skrifaði:Þekki nú ekki "game adapters" - en wifi access point (AP) eru brýr milli wifi og ethernet.
Þú getur stillt þá bæði sem AP (þar sem þú tengir tölvu við þá þráðlaust) og líka stillt þá sem wifi-client (s.s. látið þá tengja sig inná wifi net sem er þegar til staðar).
Ertu búinn að skoða Powerline búnað í þetta?
Kv, Einar.
Ef ég skil þessa game adaptera rétt, þá eru þeir í raun öfugir access punktar. Venjulegur AP tekur wired ethernet og býr til WIFI, á meðan "Game adapter" tekur WIFI net og "convertar" yfir í wired ethernet. Kannski er hægt að configura venjulegan AP til að gera slíkt hið sama, þekki það bara ekki. Ástæðan fyrir að þetta kallast venjulega "game adapter" er sú að þetta er oftast hugsað fyrir leikjatölvur sem eru með RJ45 tengi og þurfa að komast á net þar sem aðeins WIFI er í boði.
Re: Að koma wifi í bílskúrinn - Networking pælingar
Sent: Þri 15. Jan 2013 12:44
af einarth
Já það er hægt að stilla venjulega AP'a til að gera þetta (alla sem ég hef notað allavegana).
gardar skrifaði:Powerline er drasl sem enginn ætti að mæla með.
Tja - mín skoðun er að það sé álíka unreliable og wifi - sérstaklega ef verið er að tala um wifi gegnum nokkra veggi.
Oftast virkar þetta ágætlega en er bæði viðkvæmt fyrir breytingum í umhverfinu.
Er sammála því að ég myndi í öllu falli reyna að leggja streng að þessu ef það er hægt.
Kv, Einar.
Re: Að koma wifi í bílskúrinn - Networking pælingar
Sent: Þri 15. Jan 2013 15:28
af BugsyB
cat5 alla leið
[b]Vandamálið er þannig að ég er með Cat5 kapal sem liggur út í bílskúr en er of langt frá sjónvarpsherbergi til að hægt sé að tengja hann við routerinn.[b] Er semsagt cat5 til staðar - er hann yfir 100m ef ekki þá getur hann flutt sjónvarpsmerkið nema þetta sé ekki cat5, hvað eru margir vírar í þessum streng
Re: Að koma wifi í bílskúrinn - Networking pælingar
Sent: Þri 15. Jan 2013 15:32
af CendenZ
Það er alveg í lagi að fara yfir 100 metrana, svona 120-130 skiptir voða litlu máli fyrir þennan venjulega notanda.
Ég var með 120 metra í blokk sem ég bjó í, dró í gegnum svalaniðurfall ethernetkapal frá efstu hæð niður í kjallarageymslu.
Re: Að koma wifi í bílskúrinn - Networking pælingar
Sent: Þri 15. Jan 2013 17:20
af Sultukrukka
Powerline virkar ekki þar sem mismunandi rafmagnstöflur eru í skúrnum og í húsinu.
Cat5 virkar ekki því að þá myndi annaðhvort þurfa að brjóta upp úr floti og ekki hægt að leggja snúru að router.
Það sem að þarf er s.s eitthvað sem pikkar upp wifi signal frá router, pípar það svo í gegnum cat5, tengist cat5 snúruni í bílskúrnum og hægt að tengjast wifi þar.
Re: Að koma wifi í bílskúrinn - Networking pælingar
Sent: Þri 15. Jan 2013 21:28
af hagur
IceDeV skrifaði:Powerline virkar ekki þar sem mismunandi rafmagnstöflur eru í skúrnum og í húsinu.
Cat5 virkar ekki því að þá myndi annaðhvort þurfa að brjóta upp úr floti og ekki hægt að leggja snúru að router.
Það sem að þarf er s.s eitthvað sem pikkar upp wifi signal frá router, pípar það svo í gegnum cat5, tengist cat5 snúruni í bílskúrnum og hægt að tengjast wifi þar.
http://www.amazon.com/Cisco-Linksys-WGA ... B00009X6DTSvona apparat gerir nákvæmlega þetta.
Re: Að koma wifi í bílskúrinn - Networking pælingar
Sent: Þri 15. Jan 2013 21:36
af KermitTheFrog
hagur skrifaði:IceDeV skrifaði:Powerline virkar ekki þar sem mismunandi rafmagnstöflur eru í skúrnum og í húsinu.
Cat5 virkar ekki því að þá myndi annaðhvort þurfa að brjóta upp úr floti og ekki hægt að leggja snúru að router.
Það sem að þarf er s.s eitthvað sem pikkar upp wifi signal frá router, pípar það svo í gegnum cat5, tengist cat5 snúruni í bílskúrnum og hægt að tengjast wifi þar.
http://www.amazon.com/Cisco-Linksys-WGA ... B00009X6DTSvona apparat gerir nákvæmlega þetta.
http://www.tolvutek.is/vara/trendnet-te ... e-extenderÞetta apparat gerir það sama fyrir minni pening og er til á landinu.