Síða 1 af 1

Boot Configuration Data for your PC is missing - Hjálp!

Sent: Mán 14. Jan 2013 14:09
af Xovius
Ég var að skella nýjum SSD í vélina og eftir að hafa "clónað" gamla SSDinn yfir á nýja með Macrium Reflect (gæti vel hafa gert eitthvað vitlaust) endurræsti ég tölvuna og setti nýja diskinn á undan þeim gamla í Boot Order.
Nú kemur bara blár skjár upp þar sem segir:
"Recovery
Your PC needs to be repaired
The Boot Configuration Data for your PC is missing or contains errors.
File:/EFI/Microsoft/boot/BCD
Error code 0xc000000f

You'll need to use the recovery tools on your installation media. If you don't have any installation media (like a disc or USB device), contact your system administrator or PC manufacurer."

Ég er búinn að reyna að setja gamla diskinn aftur sem fyrsta diskinn og þegar það virkaði ekki tók ég þann nýja úr sambandi en samt kemur bara sama villan upp.

Það er væntanlega verið að biðja mig um að setja windows diskinn í en ég fékk þetta Windows 8 á netinu (2500kr tilboðið) og installaði bara beint úr windows (án disks né usb lykils) svo ég á þetta hvergi nema á tölvunni sjálfri sem startar ekki.

Re: Boot Configuration Data for your PC is missing - Hjálp!

Sent: Mán 14. Jan 2013 14:12
af AntiTrust
Sækja þér OEM W8 image og skrifa á disk eða setja upp sem bootable image á USB og keyra automatic repair og ef það virkar ekki þá ætti bootrec að redda þér í CMD.

Re: Boot Configuration Data for your PC is missing - Hjálp!

Sent: Mán 14. Jan 2013 14:15
af Xovius
AntiTrust skrifaði:Sækja þér OEM W8 image og skrifa á disk eða setja upp sem bootable image á USB og keyra automatic repair og ef það virkar ekki þá ætti bootrec að redda þér í CMD.

Hvaðan getur maður fengið OEM W8 image?
Þarf maður bara að skella sér inná deildu.net?

Edit: Er byrjaður að downloada þessu http://deildu.net/details.php?id=59182 . Þetta er það sem ég þarf er það ekki?

Re: Boot Configuration Data for your PC is missing - Hjálp!

Sent: Mán 14. Jan 2013 14:22
af Nariur
Xovius skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Sækja þér OEM W8 image og skrifa á disk eða setja upp sem bootable image á USB og keyra automatic repair og ef það virkar ekki þá ætti bootrec að redda þér í CMD.

Hvaðan getur maður fengið OEM W8 image?
Þarf maður bara að skella sér inná deildu.net?


Frá Microsoft, þar sem þú downloadaðir henni síðast!

Re: Boot Configuration Data for your PC is missing - Hjálp!

Sent: Mán 14. Jan 2013 14:22
af AntiTrust
Eða fá að komast í vél hjá félaga sem er á W8 líka og búa til USB recovery disk:

http://techmell.com/how-to/create-recov ... windows-8/