Að greina netnotkun á tölvur?
Sent: Lau 12. Jan 2013 13:13
Hvernig get ég séð hvaða tölvur og hversu mikið gagnamagn hver tölva er að hala niður? Er til eitthvað forrit sem greinir þetta? Er á ljóssleiðara (LINKSYS E4200) hjá Vodafone og er að lenda í þvi að gagnamagnið 40GB er að klárast óeðlilega hratt þessa dagana. 4 tölvur eru á heimilinu (2 Wireless) og enginn kannast við að vera að hala neitt niður af erlendum síðum þannig að mér er í mun að sjá það svart á hvitu hvar þessa mikla notkun á sér stað. Vonandi getur einhver á vaktinni bent mér á leiðir eða þá kannski að það sé einfaldlega ekki hægt að skoða þetta frá einni tölvu til annarrar.