Síða 1 af 1

Forrita án <> takkans við hliðina á Z?

Sent: Fim 10. Jan 2013 16:16
af Viktor
Sælir.
Er að byrja í tölvunarfræði næsta haust og er að spá í fartölvukaupum.

Hef rekist á það að allar flottustu vélarnar sem mér líst best á eru oftar en ekki ekki með <>| takkanum á milli L-Shift og Z.

Hvernig er að forrita á slíkt lyklaborð? Hefur einhver reynslu af því?
Er það óstjórnlega pirrandi eða er þetta ekki eins big'a deal eins og ég ýminda mér að það sé?

Takk.

>
< |

Re: Forrita án <> takkans við hliðina á Z?

Sent: Fim 10. Jan 2013 16:17
af ZiRiuS
Stilla það á ensku?

Re: Forrita án <> takkans við hliðina á Z?

Sent: Fim 10. Jan 2013 16:21
af Olli
ZiRiuS skrifaði:Stilla það á ensku?


Hef verið í sama veseni og hafði ekkert upp úr því að stilla á ensku, þá er enn ekkert til að ýta á!
Mig minnir að lausnin hafi falið í sér að kóða bara ekkert á þá vél :/

Re: Forrita án <> takkans við hliðina á Z?

Sent: Fim 10. Jan 2013 16:24
af intenz
Ég á einmitt lappa (Lenovo ThinkPad E520) sem er ekki með |<> tökkunum. Ég endaði bara með því að mappa lyklaborðið upp á nýtt með þessu.

Ég er í tölvunarfræði og forrita allt á ensku, en ég er vanur að commenta á íslensku þannig að til að sleppa við að þurfa endalaust að svissa á milli íslensku og ensku ákvað ég bara að mappa lyklaborðið upp á nýtt.

Re: Forrita án <> takkans við hliðina á Z?

Sent: Fim 10. Jan 2013 16:25
af KermitTheFrog
Stillir á US layout og þá færðu oddklofana með því að ýta á Shift + , og Shift + .

Ég er búinn að vera að forrita á US layout síðustu önn, einmitt út af þessu, og það er bara miklu þægilegra að forrita þannig.

Svo bara Alt + Shift í pre-win8 vélum og Win + Space í Windows 8 til að svissa á milli.

Re: Forrita án <> takkans við hliðina á Z?

Sent: Fim 10. Jan 2013 16:29
af Viktor
intenz skrifaði:Ég á einmitt lappa (Lenovo ThinkPad E520) sem er ekki með |<> tökkunum. Ég endaði bara með því að mappa lyklaborðið upp á nýtt með þessu.

Ég er í tölvunarfræði og forrita allt á ensku, en ég er vanur að commenta á íslensku þannig að til að sleppa við að þurfa endalaust að svissa á milli íslensku og ensku ákvað ég bara að mappa lyklaborðið upp á nýtt.

Hljómar vel, hvert settirðu þessa hnappa í staðin? Er hægt að senda þessa skrá sem þú mappaðir?

Re: Forrita án <> takkans við hliðina á Z?

Sent: Fim 10. Jan 2013 16:43
af SolidFeather
Færð þér nottla vél með USA layout-i, það er bara allt annað líf. Allir nauðsynlegu takkarnir á sama svæðinu.

Mynd

Re: Forrita án <> takkans við hliðina á Z?

Sent: Fim 10. Jan 2013 18:18
af intenz
Sallarólegur skrifaði:
intenz skrifaði:Ég á einmitt lappa (Lenovo ThinkPad E520) sem er ekki með |<> tökkunum. Ég endaði bara með því að mappa lyklaborðið upp á nýtt með þessu.

Ég er í tölvunarfræði og forrita allt á ensku, en ég er vanur að commenta á íslensku þannig að til að sleppa við að þurfa endalaust að svissa á milli íslensku og ensku ákvað ég bara að mappa lyklaborðið upp á nýtt.

Hljómar vel, hvert settirðu þessa hnappa í staðin? Er hægt að senda þessa skrá sem þú mappaðir?

Hérna: https://www.dropbox.com/s/5v9fpwfyttj7fke/is_tp520.zip

Allir hnappar eru nákvæmlega eins, þetta er eina breytingin (horft á, á ensku lyklaborði):

ALT + , = <
ALT + . = >
ALT + ?/ = |

Mynd