Síða 1 af 1

Val á borðtölvu

Sent: Mið 09. Jan 2013 15:28
af Bouldie
Er að reyna að aðstoða foreldra mína við val á borðtölvu og datt í hug að leita ráða hér.

Þeim vantar einhverja mjög endingargóða borðtölvu sem getur leist allt það einfaldasta. Þau eru mjög einfaldir tölvunotendur svo það eru ekki nein heavy duty forrit sem þau þurfa að nota.
Tölvan má alveg kosta í hærri kantinum því þau eru að leita af einhverju sem endist mjög lengi. Þau eru búin að fara í gegnum nokkrar fartölvur, virðist alltaf faila á endanum.
Var jafnvel að spá í hvort sambyggðartölvur væri málið þar sem mamma hefur eitthvað á móti turnum, ekki spurja mig afhverju, ætli hún vilji ekki hafa þetta ekkert rosalega plássfrekt.

Einhverjir með góð ráð?

Re: Val á borðtölvu

Sent: Mið 09. Jan 2013 16:12
af Klemmi
Lítin og nettan Mini-ITX kassa með hljóðlátum aflgjafa
LGA1155 Mini-ITX móðurborð
i3-xxxx örgjörva
1x8GB eða 2x8GB af vinnsluminni
SSD disk og auka geymsludisk eftir þörfum
Geisladrif?
Stýrikerfi?

Hægt að púsla svona græju saman sem tekur lítið sem ekkert pláss, steinþegir og stendur vel fyrir sínu hvað kraft varðar.

Annars veistu að sjálfsögðu að það getur eitthvað bilað af öllu, ekki hægt að mæla með neinu og segja með vissu að það eigi ekkert eftir að klikka á næstu árum.