Síða 1 af 2

Tengja IP Cameru við internetið [komið í lag]

Sent: Þri 08. Jan 2013 11:57
af Steini B
Ég var að setja upp IP Cameru (http://www.tenvis.com/jpt3815w-hot-pant ... p-193.html)
fyrir yfirmann minn, hún virkar fínt á innra netinu en ég næ ekki að láta hana virka á ytra

Ég er búinn að skoða fullt af síðum sem segja að það eigi að vera nóg að tengjast External IP tölunni og portinu á vélinni (með portið opið)
En fæ það bara ekki til að virka, bæði búinn að prufa port 80 sem var default og port 10001
Eru þessi port kanski bæði blokkuð af símanum?

Re: Tengja IP Cameru við internetið

Sent: Þri 08. Jan 2013 11:59
af dori
Þú verður augljóslega að stilla eitthvað port forwarding ef vélin er fyrir aftan router.

Re: Tengja IP Cameru við internetið

Sent: Þri 08. Jan 2013 12:12
af GrimurD
Routerinn blokkar á nánast öll port sjálfkrafa, bara öryggisatriði. Verður að opna/forwarda port á honum til að geta séð þetta með því að nota external IP.

Re: Tengja IP Cameru við internetið

Sent: Þri 08. Jan 2013 13:22
af Hjaltiatla
Ertu ekki búinn að setja inn default gateway inní network settings á ip myndavélinni (tcp/ip gateway) ?

Re: Tengja IP Cameru við internetið

Sent: Þri 08. Jan 2013 15:24
af tdog
Þú þarf að stilla port triggering á routernum, þá þarf routerinn að forwarda portið t.d 8080 innkomandi á port 80 á ip-camerunni.

Re: Tengja IP Cameru við internetið

Sent: Fim 10. Jan 2013 02:42
af Steini B
og portinu á vélinni (með portið opið)
= Ég er búinn að opna/forwarda portið.....

Hjaltiatla skrifaði:Ertu ekki búinn að setja inn default gateway inní network settings á ip myndavélinni (tcp/ip gateway) ?

Jú, set IP töluna á routernum þar

tdog skrifaði:Þú þarf að stilla port triggering á routernum, þá þarf routerinn að forwarda portið t.d 8080 innkomandi á port 80 á ip-camerunni.

Ég prufaði að bæta við 8080 í port triggering en það breytti engu

Re: Tengja IP Cameru við internetið

Sent: Fim 10. Jan 2013 03:15
af intenz
Verður svo að assigna þessu á tæki (local IP).

Re: Tengja IP Cameru við internetið

Sent: Fim 10. Jan 2013 03:47
af Steini B
intenz skrifaði:Verður svo að assigna þessu á tæki (local IP).

Það er það, skýrði það Tenvis eins og sést á myndinni

Re: Tengja IP Cameru við internetið

Sent: Fim 10. Jan 2013 03:52
af intenz
Steini B skrifaði:
intenz skrifaði:Verður svo að assigna þessu á tæki (local IP).

Það er það, skýrði það Tenvis eins og sést á myndinni

Nei, þú verður að assigna Tenvis á eitthvað tæki (local IP tölu). Smelltu á "Assign a game or application to a local network device" þarna á myndinni og veldu tæki til að assigna þetta forwarding á. :)

Re: Tengja IP Cameru við internetið

Sent: Fim 10. Jan 2013 04:01
af Steini B
intenz skrifaði:
Steini B skrifaði:
intenz skrifaði:Verður svo að assigna þessu á tæki (local IP).

Það er það, skýrði það Tenvis eins og sést á myndinni

Nei, þú verður að assigna Tenvis á eitthvað tæki (local IP tölu). Smelltu á "Assign a game or application to a local network device" þarna á myndinni og veldu tæki til að assigna þetta forwarding á. :)

Æjj, ég skýrði bæði tenvis :)

Hérna er s.s. tækið með sína eigin ip tölu, með application "tensvis" assignaða

Re: Tengja IP Cameru við internetið

Sent: Fim 10. Jan 2013 04:50
af DJOli
Mér sýnist þetta vera router frá símanum. Þú verður að ég best veit, hringja í þjónustuverið hjá þeim, og fá þá til að segja upp porti 80 á routernum, nema þú kunnir að gera það sjálfur í gegnum telnet.

Re: Tengja IP Cameru við internetið

Sent: Fim 10. Jan 2013 10:27
af dori
DJOli skrifaði:Mér sýnist þetta vera router frá símanum. Þú verður að ég best veit, hringja í þjónustuverið hjá þeim, og fá þá til að segja upp porti 80 á routernum, nema þú kunnir að gera það sjálfur í gegnum telnet.

Hann er ekkert bara að reyna að nota port 80. Þarna síðast er hann að reyna að nota port 8080. Það er eitthvað sem ætti að vera hægt að gera.

Ertu að nota port forwarding fyrir eitthvað annað en þessa myndavél? Virkar t.d. að setja port forwarding fyrir borðtölvuna þína? Bara til að prufa eitthvað og útiloka allt. Hvað kemur svo upp þegar þú reynir að tengjast þessu? Bara "not found" eitthvað? Gæti verið að það sé stilling í myndavélinni sem droppar remote tengingum? S.s. allt sem er ekki á sama subnetti og hún.

Re: Tengja IP Cameru við internetið

Sent: Fim 10. Jan 2013 12:11
af DJOli
Bara svo það sé alveg á hreinu, þá varstu búinn að prufa ip töluna sem kemur á myip.is og semsagt i.p.ta.la:8080 í vafra?

Re: Tengja IP Cameru við internetið

Sent: Lau 12. Jan 2013 11:13
af Steini B
dori skrifaði:
DJOli skrifaði:Mér sýnist þetta vera router frá símanum. Þú verður að ég best veit, hringja í þjónustuverið hjá þeim, og fá þá til að segja upp porti 80 á routernum, nema þú kunnir að gera það sjálfur í gegnum telnet.

Hann er ekkert bara að reyna að nota port 80. Þarna síðast er hann að reyna að nota port 8080. Það er eitthvað sem ætti að vera hægt að gera.

Ertu að nota port forwarding fyrir eitthvað annað en þessa myndavél? Virkar t.d. að setja port forwarding fyrir borðtölvuna þína? Bara til að prufa eitthvað og útiloka allt. Hvað kemur svo upp þegar þú reynir að tengjast þessu? Bara "not found" eitthvað? Gæti verið að það sé stilling í myndavélinni sem droppar remote tengingum? S.s. allt sem er ekki á sama subnetti og hún.

Ég prufaði að assigna port 6881 á tölvuna og það virðist virka
það kemur "Sorry, error occurred: Bad Gateway"

Ég finn engar þannig stillingar
DJOli skrifaði:Bara svo það sé alveg á hreinu, þá varstu búinn að prufa ip töluna sem kemur á myip.is og semsagt i.p.ta.la:8080 í vafra?

Jamm

Re: Tengja IP Cameru við internetið

Sent: Lau 12. Jan 2013 12:15
af tdog
Port Range á að vera 8080 en Translate To 80.

Re: Tengja IP Cameru við internetið

Sent: Lau 12. Jan 2013 12:54
af DJOli
Reyndar er ég viss umm að port range og translate eigi að vera sömu tölur.
Svo þurfirðu að bæta við öðru fyrir 8080.

Re: Tengja IP Cameru við internetið

Sent: Lau 12. Jan 2013 13:30
af tdog
Það fer allt eftir því hvað við erum að gera, núna erum við að þýða eitt port á annað. Port range 8080 translates to 80

Re: Tengja IP Cameru við internetið

Sent: Lau 12. Jan 2013 15:31
af gardar
Steini B skrifaði:
DJOli skrifaði:Bara svo það sé alveg á hreinu, þá varstu búinn að prufa ip töluna sem kemur á myip.is og semsagt i.p.ta.la:8080 í vafra?

Jamm


Ertu að prófa það á tolvu sem er tengd sama router eða í gegnum aðra tengingu?
Oft sem þú nærð ekki að tengjast external ip tolunni þinni innan routers, ekki nema nat loopback sé virkt á router.

Re: Tengja IP Cameru við internetið

Sent: Lau 12. Jan 2013 16:11
af Steini B
gardar skrifaði:
Steini B skrifaði:
DJOli skrifaði:Bara svo það sé alveg á hreinu, þá varstu búinn að prufa ip töluna sem kemur á myip.is og semsagt i.p.ta.la:8080 í vafra?

Jamm


Ertu að prófa það á tolvu sem er tengd sama router eða í gegnum aðra tengingu?
Oft sem þú nærð ekki að tengjast external ip tolunni þinni innan routers, ekki nema nat loopback sé virkt á router.

Þessi vél er í vinnunni, og ég er búinn að reyna að tengjast henni heiman frá mér, úr símanum (3g)
er líka búinn að ná í PFPortChecker frá portforward.com og það segir "Your port is NOT OPEN or not reachable!"
(en segir að port 6881 sé opið (þetta sem ég assignaði á tölvuna sjálfa))

Re: Tengja IP Cameru við internetið

Sent: Lau 12. Jan 2013 16:39
af Steini B
Þetta er komið :D

Setti cameruna á port 6881 og þá virkar þetta
Síminn er greinilega þá að blokka á einhver port...

Re: Tengja IP Cameru við internetið [komið í lag]

Sent: Lau 12. Jan 2013 16:47
af tdog
Routerinn sjálfur er að nota port 80, þú hefur bara ekki forwardað þessu rétt.

Re: Tengja IP Cameru við internetið [komið í lag]

Sent: Lau 12. Jan 2013 21:37
af Steini B
tdog skrifaði:Routerinn sjálfur er að nota port 80, þú hefur bara ekki forwardað þessu rétt.

Eina sem ég breytti er portnúmerið, allt annað er NÁKVÆMLEGA eins og þegar þetta var í port 80

ps. ég er enginn 16 ára gutti sem veit ekkert hvað hann er að gera,
er bara ekki nógu fróður um netkerfið þar sem ég hef ekkert reynt mig áfram í því
(hefði aldrei þurft að biðja um hjálp hefði ég sett strax á port 6881)

Re: Tengja IP Cameru við internetið [komið í lag]

Sent: Lau 12. Jan 2013 21:41
af tdog
Steini B skrifaði:ps. ég er enginn 16 ára gutti sem veit ekkert hvað hann er að gera,
er bara ekki nógu fróður um netkerfið þar sem ég hef ekkert reynt mig áfram í því


Þessi setning er þversögn. Annars var ég bara að hjálpa þér, af textanum að ráða virtist þú ekki vita neitt hvað þú varst að gera :)

Re: Tengja IP Cameru við internetið [komið í lag]

Sent: Lau 12. Jan 2013 22:06
af Steini B
tdog skrifaði:
Steini B skrifaði:ps. ég er enginn 16 ára gutti sem veit ekkert hvað hann er að gera,
er bara ekki nógu fróður um netkerfið þar sem ég hef ekkert reynt mig áfram í því


Þessi setning er þversögn. Annars var ég bara að hjálpa þér, af textanum að ráða virtist þú ekki vita neitt hvað þú varst að gera :)

Þetta er ekkert þversögn, er að segja að ég viti alveg eitthvað, bara ekki nógu mikið...

En ég þakka kærlega fyrir hjálpina :D , mjög gott að vita að það séu alltaf einhverjir
til í að reyna að hjálpa manni í þessi fáu skipti sem maður strandar
Samanlögð reynsla og kunnátta manna inná þessum vef er rosaleg...

Re: Tengja IP Cameru við internetið [komið í lag]

Sent: Mán 18. Nóv 2013 05:01
af gretaro
Ég er að lenda í sama veseni nema að ég prófaði port 6881 en ekkert gerist. trigger port 8080 er algjorlega lost