Síða 1 af 1

Hraði á WiFi á Zyxel NBG420N

Sent: Mán 07. Jan 2013 22:35
af kjarrig
Sælir snillingar,
Er í vandræðum með hraðann á WiFi-inu hjá mér. Fæ aldrei meira en 54Mbps. Minnir að þegar ég fékk þennan router að þá hafi ég fengið 300 Mbps, en ekki lengur. Hef skoðað config-ið á router-num, og held að það sé rétt hjá mér. Ef einhverjir hefðu hugmyndir hvað gæti verið að, þá væri fínt að fá að njóta þeirra.

Re: Hraði á WiFi á Zyxel NBG420N

Sent: Mán 07. Jan 2013 23:26
af hagur
Ég var með þennan router í c.a 2 ár, fékk aldrei meira en 54Mbps (gæti reyndar verið að kortin í tölvunum hafi ekki stutt meira, man ekki). Þar fyrir utan, þá var eintómt bölvað vesen á WIFI-inu í honum. Dropouts og hægagangur og almenn leiðindi.

Re: Hraði á WiFi á Zyxel NBG420N

Sent: Mán 07. Jan 2013 23:35
af mind
Margir routerar (nema þeir sem eru með mörgum loftnetum) grípa yfirleitt til ráðs að lækka hraðinn niður í þann sem er á hægvirkasta tækinu sem tengjist við hann. Svo ef þú ert með 4 tölvur heima hjá þér, þrjár eru með þráðlaust N, ein er með þráðlaust G. Þá eru allar á G.

Re: Hraði á WiFi á Zyxel NBG420N

Sent: Þri 08. Jan 2013 01:24
af Pandemic
Routerinn verður að vera stilltur á WPA2-PSK AES til að fá 300mb og netkortið á tölvunni þinni verður að vera stillt auto í channel width.

Re: Hraði á WiFi á Zyxel NBG420N

Sent: Þri 08. Jan 2013 02:04
af GrimurD
Pandemic skrifaði:Routerinn verður að vera stilltur á WPA2-PSK AES til að fá 300mb og netkortið á tölvunni þinni verður að vera stillt auto í channel width.

Þarf það að vera á Auto? Er ekki bara nóg að stilla það í 40mhz fyrir 300 og 20mhz fyrir 144?

Re: Hraði á WiFi á Zyxel NBG420N

Sent: Þri 08. Jan 2013 02:27
af AntiTrust
GrimurD skrifaði:
Pandemic skrifaði:Routerinn verður að vera stilltur á WPA2-PSK AES til að fá 300mb og netkortið á tölvunni þinni verður að vera stillt auto í channel width.

Þarf það að vera á Auto? Er ekki bara nóg að stilla það í 40mhz fyrir 300 og 20mhz fyrir 144?


Ég hef yfirleitt skilið það þannig, auto sleppur væntanlega af og til en að velja 40Mhz neglir niður möguleikann á channel bonding. Hvað önnur 802.11x tæki varðar, ef það eru e-r b/g tæki á sama neti þá þarf routerinn að styðja Mixed mode til að hafa ekki áhrif á N tengd tæki.

Re: Hraði á WiFi á Zyxel NBG420N

Sent: Þri 08. Jan 2013 02:51
af Pandemic
Það þarf ekki að vera á Auto en þetta var bara sagt ef OP væri með þetta stillt á 20mhz eins og sum netkort keyra default. Leiðinlegt líka ef manual stilling á 40mhz veldur vandræðum þá taldi ég auto vera best case svo að hann missi ekki netið.


Edit: G client mun ekki setja einhvern 54mb baseline hraða á netið hjá þér við aðra N clienta. Hinsvegar ef þú ert með marga G clienta þá munu G-clientar þurfa meiri tíma til að senda sína ramma á milli og hægja á N-clientunum sem þurfa að komast að.

Re: Hraði á WiFi á Zyxel NBG420N

Sent: Þri 08. Jan 2013 13:22
af kjarrig
Takk fyrir þetta snillingar, prófa þetta, annars fer ég þá bara í það að kaupa TP-Link frá Start.

Re: Hraði á WiFi á Zyxel NBG420N

Sent: Þri 08. Jan 2013 14:13
af Hjaltiatla
Ég sótti mér wi-fi analyzer um daginn á android símann minn og sá hvaða channel nágrannanir mínir voru að nota , ég færði mig yfir á það channel sem enginn var að tengjast á (það munaði slatta fyrir mig)

Mynd

Ég var áður á channel 6 þar sem einn af nágrönnum mínum er einnig að tengjast (það var stillt auto stilling á access punktinum mínum en færði mig á channel 1 þar sem enginn var stilltur á það frequenzy)

Re: Hraði á WiFi á Zyxel NBG420N

Sent: Þri 08. Jan 2013 22:19
af kjarrig
Pandemic skrifaði:Routerinn verður að vera stilltur á WPA2-PSK AES til að fá 300mb og netkortið á tölvunni þinni verður að vera stillt auto í channel width.


Þetta svínvirkaði, fékk 300 Mbps á fartölvuna, en bara 65 Mbps á Galaxy Note 8010 spjaldtölvuna (úr 54 Mbps). Veit ekki hvort að Wifi-ið á spjaldtölvunni styður meiri hraða.