Síða 1 af 1

Photoshop CS6 vantar smá hjálp.

Sent: Mið 26. Des 2012 01:33
af njordur
Spurning hvort einhver photoshop snillingur leynist hérna inni.

Þegar ég nota lasso tool eða eitthvað annað að selection tólunum þá hverfur myndinn þegar ég ýti á músar hnappinn til að velja og svo birtist hún aftur strax og ég sleppi. Frekar erfitt að velja það útúr sem ég vill þegar ég sé ekki hvað ég er að gera.

Einhver snillingur sem veit hvað gæti verið að plaga mig.

Er búinn að vera að google á fullu og held því áfram en ekki en fundið neitt um þetta vandamál.

Re: Photoshop CS6 vantar smá hjálp.

Sent: Mið 26. Des 2012 01:37
af Gúrú
Gerist þetta ef að þú ert með þetta í ó-fullscreen?

Re: Photoshop CS6 vantar smá hjálp.

Sent: Mið 26. Des 2012 01:53
af njordur
Já. Búinn að prufa full screen og í window, búinn að endurræsa ps og tölvuna. öruggur um að þetta sé ekki minnis vandamál, er búinn að prófa nokkrar misstórar myndir og er með 12GB ram. Búinn að prufa að breyta level á GPU performance boost og disable líka. Búinn að keyra repair á ps installið. Og margt fleirra sem mér hefur dottið í hug að prófa.

Er ekkert óvanur því að leysa úr fáranlegum vandamálum, vann við það í mörg ár :) En er búinn að eyða nægum tíma í þetta til að byrja leita á náðir reyndari manna.

Re: Photoshop CS6 vantar smá hjálp.

Sent: Mið 26. Des 2012 01:54
af worghal
löglegt eintak?
hef lennt í þessu og reinstall lagaði vandann.

Re: Photoshop CS6 vantar smá hjálp.

Sent: Mið 26. Des 2012 01:56
af Gúrú
Þetta hljómar einfaldlega eins og villa við uppsetningu á ólöglegu eintaki, þær eru algengar.

Ég fæ t.d. villu við mitt mislöglega PS að ef ég er í fullscreen þá "poppar" lasso um 1cm upp m.v. það sem myndin sýnir og músin mín "hverfur".

Reinstallaðu bara eða sæktu nothæfara eintak einhversstaðar.