Síða 1 af 1

Vandræði með AppStore

Sent: Fös 21. Des 2012 21:58
af GuðjónR
Er búinn að kaupa yfir 130 smáforrit (app's) frá því í fyrra og aldrei lent í veseni fyrr núna.
Fæ ítrekað villuboðin:
"Purchase of this item is not currently available.
This item is being modified. Please try again later."
Eru fleiri að lenda í þessu? Og veit einhver skýringuna?

Re: Vandræði með AppStore

Sent: Fös 21. Des 2012 22:48
af Gunnar
verið að breyta þessu og á meðan ekki hægt að kaupa kannski?

Re: Vandræði með AppStore

Sent: Fös 21. Des 2012 22:49
af GuðjónR
Búinn að lenda í þessu í þrjú síðustu skipti með forrit sem kosta $ en þetta gerist ekki með free apps.

Re: Vandræði með AppStore

Sent: Lau 22. Des 2012 02:34
af laruswelding
Ég er líka búinn að vera að lenda í þessu þegar ég reyni að sækja forrit sem kosta $.

Re: Vandræði með AppStore

Sent: Lau 22. Des 2012 02:47
af Squinchy
getur prófað að fara í app store>featured>alveg neðst og gera sign out>sign in

Re: Vandræði með AppStore

Sent: Lau 22. Des 2012 10:57
af GuðjónR
laruswelding skrifaði:Ég er líka búinn að vera að lenda í þessu þegar ég reyni að sækja forrit sem kosta $.


Nákvæmlega, það virkar alltaf að sækja ókeypis app's en ekki þau sem kosta. Búinn að prófa í nokkrum tækjum en án árangurs. Sá aðra umræðu um málið þar sem það leystist með US aðgangi. Finnst það ekki góð lausn. Þetta virðist þekkt vandamál en lítið um lausnir.


Sent from my iPad using Tapatalk HD

Re: Vandræði með AppStore

Sent: Lau 22. Des 2012 21:00
af GuðjónR
Fann leið til að komast framhjá þessu AppStore veseni, keypti app sem "gjöf" og gaf síðan sjálfum mér gjöfina, þ.e. notaði Redeem takkann á iTunes fyrir uppgefinn kóða og þá gat ég keypt forritið.

Re: Vandræði með AppStore

Sent: Lau 22. Des 2012 21:37
af rango
GuðjónR skrifaði:Fann leið til að komast framhjá þessu AppStore veseni, keypti app sem "gjöf" og gaf síðan sjálfum mér gjöfina, þ.e. notaði Redeem takkann á iTunes fyrir uppgefinn kóða og þá gat ég keypt forritið.


That´s apple for you. =D> :guy

Plís ekki gefa mér viðvörun nr. 2 fyrir offtopic.