Tvær tengingar inn í sama hús og routerspurning?
Sent: Fim 20. Des 2012 18:26
Þannig er mál með vexti að ég flutti um daginn og þeir sem eiga húsið eru með ADSL tengingu frá Vodafone í húsinu og vilja ekki rifta samningnum sínum nema við borgum. Við erum búin að biðja símann um að flytja ljósnetstenginguna okkar í húsið en spurningin er hvort það á eftir að virka/hvernig ég tengist því í staðinn fyrir Vodafone tenginguna.
Svo er líka það að routerinn sem ég er með frá símanum er með dsl tengi (það sem fór úr veggnum og í routerinn) fyrir símasnúru (lítið tengi) en á nýja staðnum er Vodafone routerinn með LAN DSL tengi úr veggnum (stærra tengi). Hvernig á ég að tengja þetta á síma routernum? Þarf ég millistykki?
Svo er líka það að routerinn sem ég er með frá símanum er með dsl tengi (það sem fór úr veggnum og í routerinn) fyrir símasnúru (lítið tengi) en á nýja staðnum er Vodafone routerinn með LAN DSL tengi úr veggnum (stærra tengi). Hvernig á ég að tengja þetta á síma routernum? Þarf ég millistykki?