Síða 1 af 1

Forrit til að mæla Internet traffík?

Sent: Þri 11. Des 2012 22:57
af chaplin
Þar sem við félagarnir erum ekki alveg að skilja afhverju það koma allt í einu 80Gb á einu degi í erlent niðurhal hjá okkur ætlum við að setja upp forrit til að "mæla" umferðina hjá okkur, ég notaði Costaware í gamla daga en það virðist vera e-h vesen með það á W8 - er e-h annað sem þið mælið með.

Re: Forrit til að mæla Internet traffík?

Sent: Þri 11. Des 2012 23:10
af odduro
ég er að lenda í því sama með erlent niðurhal hjá mér, samt ekki 80gb á einum degi, frekar 20 til 30gb

Re: Forrit til að mæla Internet traffík?

Sent: Þri 11. Des 2012 23:13
af rango
Ertu með þráðlaust net? Ef svo er geturðu athugað hvort það eru nýjar ip tölur þeas í Dchp.

Ekki meiða mig klaufi, þetta er ekki offtopic :dead

Re: Forrit til að mæla Internet traffík?

Sent: Þri 11. Des 2012 23:36
af IL2
viewtopic.php?f=18&t=51861

Ég er að nota Networx 'og er sáttur.

Re: Forrit til að mæla Internet traffík?

Sent: Mið 12. Des 2012 14:05
af Plushy
Hjá hvaða netfyrirtæki eruð þið?

Re: Forrit til að mæla Internet traffík?

Sent: Mið 12. Des 2012 14:11
af Vaktari
Ef þið eruð hjá Tal þá er ekkert að marka erlenda niðurhalið eins og er á http://www.tal.is/Einstaklingar/INTERNE ... urhal.aspx

Eitthver bilun í gangi sem er verið að laga

Re: Forrit til að mæla Internet traffík?

Sent: Mið 12. Des 2012 14:15
af Plushy
Vaktari skrifaði:Ef þið eruð hjá Tal þá er ekkert að marka erlenda niðurhalið eins og er á http://www.tal.is/Einstaklingar/INTERNE ... urhal.aspx

Eitthver bilun í gangi sem er verið að laga


Var að fara koma með þetta ;)

Það er ekkert að marka þessar tölur eins og er, verðið eiginlega að hringja inn ef þið viljið vita rétta tölu.

Re: Forrit til að mæla Internet traffík?

Sent: Mið 12. Des 2012 16:15
af Frantic
chaplin skrifaði:Þar sem við félagarnir erum ekki alveg að skilja afhverju það koma allt í einu 80Gb á einu degi í erlent niðurhal hjá okkur ætlum við að setja upp forrit til að "mæla" umferðina hjá okkur, ég notaði Costaware í gamla daga en það virðist vera e-h vesen með það á W8 - er e-h annað sem þið mælið með.

Ég þarf alltaf að mínusa 76GB frá tölunni.
Frekar pirrandi...

Fékk shokk þegar ég tjekkaði á þessu um daginn og stóð 120GB.

Re: Forrit til að mæla Internet traffík?

Sent: Mið 12. Des 2012 20:16
af odduro
já ég er hjá Tal, þetta er eitthvað komið niður núna!

Re: Forrit til að mæla Internet traffík?

Sent: Mið 12. Des 2012 20:21
af Klemmi
Notaði NetLimiter í gamla daga, bæði til að mæla og til að skammta forritum bandvídd, hef þó ekki notað það í einhver ár.

Re: Forrit til að mæla Internet traffík?

Sent: Mán 31. Des 2012 01:47
af BernardBlack
IL2 skrifaði:http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=18&t=51861

Ég er að nota Networx 'og er sáttur.


Er hægt að nota Networx til að monitor-a allar tölvur tengdar routernum? Ég er að nota Networx en get bara mælt niðurhal á tölvunni minni.

Re: Forrit til að mæla Internet traffík?

Sent: Mán 31. Des 2012 02:33
af Moldvarpan
Ég hef notað sjálfur gadgetið sem að Doofuz bjó til og hefur verið til friðs og virkað vel. http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=7&t=42315

En ef þú ert hjá símanum, þá er gott að fara inná þjónustuvefinn og sjá þá kl.hvað gagnamagnið hefur verið sótt.


Mynd

Re: Forrit til að mæla Internet traffík?

Sent: Mán 31. Des 2012 03:04
af IL2
BernardBlack skrifaði:
IL2 skrifaði:http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=18&t=51861

Ég er að nota Networx 'og er sáttur.


Er hægt að nota Networx til að monitor-a allar tölvur tengdar routernum? Ég er að nota Networx en get bara mælt niðurhal á tölvunni minni.


Er bara með þetta á öllum og legg svo saman. Þarf ekkert flóknara.