Síða 1 af 1

Smá vandamál með zyxel netkort..

Sent: Fös 07. Des 2012 19:39
af pulsar
Ég var að fjárfesta í þráðlaustu netkorti í dag (zyxel nwb2105) og það var ekkert mál að setja það upp og allt það, og ég er að tengjast router með WPA2-PSK öryggi, ég næ að tengjast routernum, en ég kemst ekki á netið

Ef ég lít á statusinn, þá tekur hann á móti en sendir ekki frá sér packets

Það er önnur tölva á heimilinu sem nær að tengjast án nokkura vandamála á win7.. en ég er á XP sp3

öll hjálp velþegin :)

Re: Smá vandamál með zyxel netkort..

Sent: Fös 07. Des 2012 20:59
af mind
XP á í smá vandamálum með WPA2

Virkar það ekki örugglega þegar þú ert bara með WEP?

Ef svo uninstallaðu ÖLLUM wireless reklum sem þú ert með, hvort sem þeir eru fyrir þetta kort eða annað.

Láttu svo þetta netkort í aftur og reklana inn í gegnum device manager, þá ætti þetta ganga í gegnum default wireless programmið á XP.

Re: Smá vandamál með zyxel netkort..

Sent: Lau 08. Des 2012 16:35
af pulsar
Ég hef ekki prófað að skipta yfir í wep, en ég ætla að vona að þessi aðferð virki sem þú ert að benda mér á :)

Re: Smá vandamál með zyxel netkort..

Sent: Lau 08. Des 2012 23:05
af pulsar
Pabbi vill víst vera eitthvað erfiður og neitar að skipta yfir í wep, svo ég býst við að ég þurfi að setja inn win7 :thumbsd

svo sáttur með xp, heheh

Re: Smá vandamál með zyxel netkort..

Sent: Lau 08. Des 2012 23:11
af mind
Getur samt alveg prufað hin atriðin og gæti vel virkað, XP á mjög erfitt ef það er meira en einn þráðlaus driver inni, að skipta tímabundið yfir í WEP hefði bara staðfest vandamálið væri XP + WPA2.

Re: Smá vandamál með zyxel netkort..

Sent: Lau 08. Des 2012 23:13
af AntiTrust
Sæktu og installaðu uppfærslupakka KB893357 frá Microsoft. Án hans getur XP ekki auðkennt WPA/WPA2.

Re: Smá vandamál með zyxel netkort..

Sent: Sun 09. Des 2012 02:09
af pulsar
Það á ekki að vera þörf á því ef ég er með SP3, eða miðað við það sem ég er búinn að vera lesa undanfarið, patchinn er líka eldri en þjónustu pakkinn sjálfur, heh

en ég náði samt í þetta og ætlaði að setja hann upp en þá kom þetta.. "Setup has detected that the service pack version of this system is newer than the update you are applying, there is no need to install this update."

En ég er búinn að vera að eyða þvílíkum tíma í að reyna að finna þetta út, svo vandamálið er greinilega bundið við XP eins og mind sagði þarna fyrir ofan, það eru allavega fleiri að lenda í þessu, svo..

spurning að uppfæra bara í win7

Re: Smá vandamál með zyxel netkort..

Sent: Sun 09. Des 2012 02:19
af AntiTrust
Ah, sorry - sá ekki að þú minntist á SP3, þá hefði ég sleppt því að minnast á þennan KB pakka.

Er það annars virkilega kvöð að uppfæra í W7? XP orðið alveg hrottalega úrelt stýrikerfi.

Re: Smá vandamál með zyxel netkort..

Sent: Sun 09. Des 2012 03:55
af pulsar
hehe, það er bara svo andskoti einfalt og þægilegt :)

því verður sárt saknað þegar það endanlega deyr