Microsoft SQL 2012 Express
Sent: Fim 29. Nóv 2012 15:16
Sælir
Hef aldrei sett upp Microsoft SQL server fyrr en núna. Hef forritað í ýmsum gagnagrunnum en þarf núna að forrita fyrir þennan grunn.
Setti upp allan express pakkann (3.xGB) Allt virkar í Server Management Studio, búinn að búa til grunn og töflu. En þegar ég ætla að tengjast honum á annan hátt, þá gengur ekkert né rekur. Einfaldasta leiðin sem á að vera til er að búa til tóma UDL skrá sem ég skýrði, Providers.udl og þegar ég klikka á hana, þá hún að búa til þá strengi sem ég get síðan notað inní forritum. En þessi linkur gerir sig ekki.
Data Link Properties kemur jú upp ég vel Provider (Microsoft OLE DB for SQL eða SQL Server Native Client) og á næsta flipa hef ég prófað allt sem mér dettur í hug, mitt aðgangs og lykilorð, default sem user og blank lykilorð en þegar ég reyni að tengast þá fæ ég alltaf upp einhverja villu, eins og að SQL serverinn finnist ekki eða ekki aðgengilegur:
Einhver með einhverja hugmynd.. er þetta Firewall eða router-forwarding problem? Er að keyra 127.0.0.1 á MySQL eins og ekkert sé..
Hef aldrei sett upp Microsoft SQL server fyrr en núna. Hef forritað í ýmsum gagnagrunnum en þarf núna að forrita fyrir þennan grunn.
Setti upp allan express pakkann (3.xGB) Allt virkar í Server Management Studio, búinn að búa til grunn og töflu. En þegar ég ætla að tengjast honum á annan hátt, þá gengur ekkert né rekur. Einfaldasta leiðin sem á að vera til er að búa til tóma UDL skrá sem ég skýrði, Providers.udl og þegar ég klikka á hana, þá hún að búa til þá strengi sem ég get síðan notað inní forritum. En þessi linkur gerir sig ekki.
Data Link Properties kemur jú upp ég vel Provider (Microsoft OLE DB for SQL eða SQL Server Native Client) og á næsta flipa hef ég prófað allt sem mér dettur í hug, mitt aðgangs og lykilorð, default sem user og blank lykilorð en þegar ég reyni að tengast þá fæ ég alltaf upp einhverja villu, eins og að SQL serverinn finnist ekki eða ekki aðgengilegur:
Einhver með einhverja hugmynd.. er þetta Firewall eða router-forwarding problem? Er að keyra 127.0.0.1 á MySQL eins og ekkert sé..