Síða 1 af 1

Tölvur og afruglari á sama netkerfi

Sent: Mið 28. Nóv 2012 23:36
af dadik
Jæja drengir og stúlkur, ég er í smá vandræðum með netkerfið á heimilinu.

Forsagan er sú að ég flutti í nýtt húsnæði um daginn, þar sem lagt hafði verið coax loftnetskerfi. Þetta er 25 ára hús og á þeim tíma voru loftnetskerfin dregin í hálfgerða lykkju en ekki stakar greinar eins og menn leggja tp-snúrur í dag.

Ég hafði hugsað mér að skipta út þessum coax-lögnum fyrir cat5e og setja tvær greinar í hvern tengil - einn fyrir net og annan fyrir sjónvarp (ég verð með fleiri en einn afruglara í húsinu). En núna sýnist okkur að þetta gangi varla upp einfaldlega vegna þess hvernig rörin eru lögð.

Það sem okkur datt í hug að gæti virkað væri að vera bara með eina lögn í hverjum tengli og tengja svo afruglarana og tölvurnar inn á sama netið. Þetta net myndi svo enda í sviss sem væri með tvö tengi í ljósleiðaraboxið - eitt fyrir gagnatraffík og annað fyrir sjónvarp.

Ég prófaði að stilla þessu upp svona í gærkvöldi. Fann einfaldan unmanaged sviss sem tók inn á sig fruglara og ráðlausan router. Úttakið úr honum voru svo tvær greinar, ein í sjónvarpstengið á ljósleiðaraboxinu og annað í nettengið. Þetta virkaði í gærkvöldi en núna í dag náði tölvan ekki sambandið við internetið gegnum þessa uppsetningu (sjónvarpið virkaði fínt).

Ég hefði haldið að þetta hefði aldrei átt að virka, en félagi minn sannfærði mig um að prófa þetta. Ég hefði haldið að eina leiðin til að þetta myndi ganga upp væri að hafa router þar sem ég gæti skilgreint hvaða traffík færi á hvaða port - þannig væri einfalt að aðskilja sjónvarpstraffíkina frá venjulegri netumferð.

Mig langar að spyrja hvort það hafi einhver reynt svona uppsetningu og hvort þetta hafi virkað, eða er þetta vonlaust from the get-go.

Re: Tölvur og afruglari á sama netkerfi

Sent: Mið 28. Nóv 2012 23:46
af einarth
Sæll.

Það má segja að þetta sé vonlaust.

Það er alveg fræðilegur að þetta virki svona í einhvern tíma - en er dæmt til að verða til vandræða.

Það er bannað að tengja saman gegnum sviss TV og Internet portin á ljósleiðara netaðgangstæki því það veldur truflunum.

Í vægum tilfellum lendirðu í að ljósleiðarasambandið rofnar reglulega og opnast síðan sjálfkrafa aftur - en ef þetta gerist nokkrum sinnum lokast portið endanlega og við (GR) opnum ekki aftur fyrr en þjónustuveita hefur haft samband við viðkomandi og látið laga þetta.

Það er hægt að nota splittera á endan á einum cat5 kapli til að nota hann sem tvo aðskilda kapla - en þá er 100Mb max.

Önnur lausn er að nota svissa sem kunna vlan (manageble) - en það krefst ákveðinnar kunnáttu.

Kv, Einar.

Re: Tölvur og afruglari á sama netkerfi

Sent: Mið 28. Nóv 2012 23:47
af AntiTrust
Þú ert að hugsa þetta rétt, á bara að vera hægt að gera þetta með L2 manageble sviss sem getur skipt portum upp í mengi/VLANs.

Re: Tölvur og afruglari á sama netkerfi

Sent: Fim 29. Nóv 2012 01:25
af Fridvin
Oft pæli ég hvað ég er að gera á þessu spjall borði :oops:

Re: Tölvur og afruglari á sama netkerfi

Sent: Fim 29. Nóv 2012 02:29
af gardar
Splittar cat strengnum upp. Tengir vír 1,2,3 og 6. Hvítur appelsínugulur, appelsínugulur, hvítur grænn, autt, autt, grænn.
Með þessu færðu reyndar bara 100mb/s hraða.

Re: Tölvur og afruglari á sama netkerfi

Sent: Fim 29. Nóv 2012 02:32
af tdog
Meeehhh... nokkrir litlir 5 porta managed swissar með vlan möguleika. Getur keðjað þá saman og trunkað Netvlani og TVvlani á þá alla... En þetta kostar náttúrulega sitt.

Re: Tölvur og afruglari á sama netkerfi

Sent: Fim 29. Nóv 2012 02:40
af AntiTrust
tdog skrifaði:Meeehhh... nokkrir litlir 5 porta managed swissar með vlan möguleika. Getur keðjað þá saman og trunkað Netvlani og TVvlani á þá alla... En þetta kostar náttúrulega sitt.


Er ekki frekar óalgengt að consumer grade managed svissar styðji 802.1Q?

Re: Tölvur og afruglari á sama netkerfi

Sent: Fim 29. Nóv 2012 02:56
af tdog
Jú, og alveg sérstaklega consumer grade 5 porta...

Re: Tölvur og afruglari á sama netkerfi

Sent: Fim 29. Nóv 2012 12:36
af dadik
Spurningin er hvaða fídusa þarf maður að horfa á þegar velja á svona swiss? Ég geri ráð fyrir að lykilatriði séu L2 - en hvað annað þarf að skoða?

Eru einvherjar svona græjur til sölu hérna heima á < 100K?

Re: Tölvur og afruglari á sama netkerfi

Sent: Fim 29. Nóv 2012 13:06
af einarth
Sæll.

Fann þessa í fljótu bragði sem mér sýnist styðja vlan tagging:

http://tolvulistinn.is/product/planet-2 ... -gb-19-swi
http://tolvulistinn.is/product/zyxel-es ... -19-switch

Kv, Einar.

Re: Tölvur og afruglari á sama netkerfi

Sent: Fim 29. Nóv 2012 13:08
af tlord
einarth skrifaði:Sæll.

Það má segja að þetta sé vonlaust.

Það er alveg fræðilegur að þetta virki svona í einhvern tíma - en er dæmt til að verða til vandræða.

Það er bannað að tengja saman gegnum sviss TV og Internet portin á ljósleiðara netaðgangstæki því það veldur truflunum.

Í vægum tilfellum lendirðu í að ljósleiðarasambandið rofnar reglulega og opnast síðan sjálfkrafa aftur - en ef þetta gerist nokkrum sinnum lokast portið endanlega og við (GR) opnum ekki aftur fyrr en þjónustuveita hefur haft samband við viðkomandi og látið laga þetta.

Það er hægt að nota splittera á endan á einum cat5 kapli til að nota hann sem tvo aðskilda kapla - en þá er 100Mb max.

Önnur lausn er að nota svissa sem kunna vlan (manageble) - en það krefst ákveðinnar kunnáttu.

Kv, Einar.



af hverju virkar þetta ekki?

það á að vera mögulegt að vera með 2 net í sama sviss, svissinn horfir bara á MAC tölur ekki satt?

Re: Tölvur og afruglari á sama netkerfi

Sent: Fim 29. Nóv 2012 13:17
af einarth
tlord skrifaði:
einarth skrifaði:Sæll.

Það má segja að þetta sé vonlaust.

Það er alveg fræðilegur að þetta virki svona í einhvern tíma - en er dæmt til að verða til vandræða.

Það er bannað að tengja saman gegnum sviss TV og Internet portin á ljósleiðara netaðgangstæki því það veldur truflunum.

Í vægum tilfellum lendirðu í að ljósleiðarasambandið rofnar reglulega og opnast síðan sjálfkrafa aftur - en ef þetta gerist nokkrum sinnum lokast portið endanlega og við (GR) opnum ekki aftur fyrr en þjónustuveita hefur haft samband við viðkomandi og látið laga þetta.

Það er hægt að nota splittera á endan á einum cat5 kapli til að nota hann sem tvo aðskilda kapla - en þá er 100Mb max.

Önnur lausn er að nota svissa sem kunna vlan (manageble) - en það krefst ákveðinnar kunnáttu.

Kv, Einar.



af hverju virkar þetta ekki?

það á að vera mögulegt að vera með 2 net í sama sviss, svissinn horfir bara á MAC tölur ekki satt?


Sæll.

Jú þú getur alveg verið með 2 ip net á einum sviss - en þá ertu í raun með 2x IP (L3) net á einu L2 neti.

Á Ljósleiðaranum er sjónvarpið og internetið á sitthvoru L2 netinu og á netskiptum sem tengja viðskiptavini eru öryggisfídusar sem virka m.v. það.
Ef viðskiptavinur tekur síðan þessi 2x L2 net sem hann fær til sýn og tengir þau saman í 1 þá getur það haft truflandi áhrif á aðra viðskiptavini og þessvegna geta þessir öryggisfídusar lokað á tengingu viðkomandi.

Þessi aðskilnaður í 2x L2 net fyrir TV og Internet er gert til að tryggja gæði sjónvarpsþjónustu og verja hana frá internet þjónustunni.

Kv, Einar.

Re: Tölvur og afruglari á sama netkerfi

Sent: Fim 29. Nóv 2012 13:26
af tlord
fara þá (broadcast) pakkar sem koma inn á tv lanið til annara kúnna?

Re: Tölvur og afruglari á sama netkerfi

Sent: Fim 29. Nóv 2012 13:33
af einarth
tlord skrifaði:fara þá (broadcast) pakkar sem koma inn á tv lanið til annara kúnna?



Nú þarftu að vera aðeins nákvæmari til að fá rétt svar..

Ertu að meina ef þú ert búinn að slá saman internet og tv í einn sviss og ert með tölvu sem sendir broadcast hvort það berist inná tv lanið hjá öðrum vv?

Re: Tölvur og afruglari á sama netkerfi

Sent: Fim 29. Nóv 2012 13:52
af tlord
jamm, ég var akkúrat að meina það.

þú sagðir 'truflandi áhrif á aðra viðskiptavini' . hvað gerist? ég er að tala um þegar þessi óheimila tenging er til staðar, þe internet lan tengt við tv lan um sviss.

Re: Tölvur og afruglari á sama netkerfi

Sent: Fim 29. Nóv 2012 14:20
af einarth
tlord skrifaði:jamm, ég var akkúrat að meina það.

þú sagðir 'truflandi áhrif á aðra viðskiptavini' . hvað gerist? ég er að tala um þegar þessi óheimila tenging er til staðar, þe internet lan tengt við tv lan um sviss.


Já ef engir öryggisfídusar væru til staðar þá myndi t.d. broadcast frá einu neti rata yfir á hitt - hinsvegar þegar þetta gerist þá er þetta stoppað í netskiptinum sem viðskiptavinur tengist í og veldur þ.a.l. ekki truflunum fyrir aðra viðskiptavini.
Það veldur hinsvegar truflun fyrir viðkomandi aðila og getur tekið tenginguna hans alveg út (slökkt er á ljós portinu).

Kv, Einar.

Re: Tölvur og afruglari á sama netkerfi

Sent: Fim 29. Nóv 2012 15:25
af tlord

Re: Tölvur og afruglari á sama netkerfi

Sent: Fim 29. Nóv 2012 15:29
af einarth
Akkúrat - mjög vont ástand fyrir netbúnað..

Re: Tölvur og afruglari á sama netkerfi

Sent: Fim 29. Nóv 2012 16:42
af tlord
ef portin eru saman á L2 er þá ekki hægt að nota sama portið fyrir tv og internet?

Re: Tölvur og afruglari á sama netkerfi

Sent: Fös 30. Nóv 2012 09:30
af einarth
Geturðu útskýrt þessa spurningu aðeins nánar?

Re: Tölvur og afruglari á sama netkerfi

Sent: Fös 30. Nóv 2012 17:24
af tlord
Hvað er það í spurningunni sem þú skilur ekki?

Re: Tölvur og afruglari á sama netkerfi

Sent: Lau 01. Des 2012 01:00
af einarth
Allt.

Profaðu að umorða hana og komdu með einhver dæmi um það setup sem þu ert að visa til.

Kv, Einar.

Re: Tölvur og afruglari á sama netkerfi

Sent: Lau 01. Des 2012 03:20
af Pandemic
tlord skrifaði:ef portin eru saman á L2 er þá ekki hægt að nota sama portið fyrir tv og internet?


Myndi halda að þar sem switchar eru á data link laginu og þeir skoða bara MAC addressur að þú myndir skapa switching loop á milli GR og þín, ef þú myndir reyna að tengja bæði NET og IPTV saman á switch. Hinsvegar myndi ég halda að IPTV væri á öðru subneti svo það væri ekki hægt að nota sama portið fyrir bæði TV og Internet nema búnaðurinn styðji VLAN.