Síða 1 af 1
Áframsenda WI-Fi merki
Sent: Mið 28. Nóv 2012 10:52
af tveirmetrar
Var að flytja í nýtt húsnæði og allt tilbúið snúrulega séð, bara beint úr veggnum.
En ég næ ekki þráðlausu sambandi hingað upp úr bílskúrnum þar sem routerinn er.
Hef gert það áður að tengja annan router á efri hæðinni og láta hann senda út auka wireless merki en það var bölvað vesen og ég nenni varla að standa í því aftur.
Er ekki til eitthvað apparat sem tengist með lan snúru og sendir út wireless merkið á einfaldan hátt?
Er einhver sem kannst við slíkt eða hvernig er hægt að gera þetta á einfaldan hátt.
Eða eru einhverstaðar góðar leiðbeiningar hvernig ég fæ auka routerinn minn til að gera þetta, er með Thomson TG789vn og Technicolor TG589vn sem ég get sett í verkið.
Thx
Re: Áframsenda WI-Fi merki
Sent: Mið 28. Nóv 2012 10:58
af einarth
Sæll.
Jú þetta er að sjálfsögðu til - og kallast þráðlaus punktur/sendir (access point). Til í flestum tölvubúðum.
Þetta er þá bara tengt við netið með snúru..tækið fær sér ip tölu sem þú ferð síðan inná til að stilla wifi stillingar (ssid-security etc).
Kv, Einar.
Re: Áframsenda WI-Fi merki
Sent: Mið 28. Nóv 2012 11:09
af gRIMwORLD
Ef þú átt stykki gamlan router þá getur þú gert það sama en auðvitað finnur þú þér bara fínan N access point og kemur honum fyrir þar sem signalið nær til flestra staða í íbúðinni.
Re: Áframsenda WI-Fi merki
Sent: Mið 28. Nóv 2012 11:28
af tveirmetrar
Ok frábært.
Er eitthvað betra i þessum bransa en annað.
Er
Þessi ekki bara fínn?
- var verið að bjóða mér þennnan
hér. Ég þekki ekki staðlana nógu vel í þessu, á maður að skoða það frekar?
Re: Áframsenda WI-Fi merki
Sent: Mið 28. Nóv 2012 11:38
af playman
Hugsa að það sé ekkert minna bras að setja upp sér access point heldur en að setja up gamlan router sem access point/repeater.
Auðvitað mismunandi eftir routerum, en routerin sem ég setti up sem repeater, það var jafn "erfitt" að stilla hann eins og flest access points.
Re: Áframsenda WI-Fi merki
Sent: Mið 28. Nóv 2012 12:13
af tveirmetrar
Ok, ég er að reyna stilla TG789vn routerinn.
Veit varla hvar ég á að byrja hérna í Menuinu.
Einhver sem kann og nennir að fara í gegnum þetta skref fyrir skref?
Re: Áframsenda WI-Fi merki
Sent: Mið 28. Nóv 2012 12:33
af playman
Ég veit ekki hverninn þú gerir þetta á Thomson routerum, hérna var ég að breyta cisco router í AP
viewtopic.php?f=18&t=48526&hilit=+routergetur prófað að skoða það, hugsanlega gæti það hjálpað eitthvað.
Svo er spurning ef að það er ekki hægt að breyta þessum thomson í AP, þá er kanski hægt að setja upp custom firmware, sem að myndi
gera hann í raun "betri"
EDIT:
prófaðu að skoða þetta líka
http://www.smallnetbuilder.com/wireless ... cess-point
Re: Áframsenda WI-Fi merki
Sent: Mið 28. Nóv 2012 13:23
af tveirmetrar
Tókst
takk fyrir hjálpina
Re: Áframsenda WI-Fi merki
Sent: Mið 28. Nóv 2012 20:14
af playman
Flott að heyra.
Re: Áframsenda WI-Fi merki
Sent: Mið 28. Nóv 2012 20:26
af Stuffz
tveirmetrar skrifaði:Tókst
takk fyrir hjálpina
já vá nú komumst við allir inná hann, þetta er sko betra
Re: Áframsenda WI-Fi merki
Sent: Fim 29. Nóv 2012 09:33
af playman
Stuffz skrifaði:tveirmetrar skrifaði:Tókst
takk fyrir hjálpina
já vá nú komumst við allir inná hann, þetta er sko betra
Hvað ertu að bulla?