Síða 1 af 1
Að vera með fartölvu á hnjánum ráð
Sent: Lau 17. Nóv 2012 21:22
af jardel
Veit einhver hvar ég get fengið stall undir fartölvu sem hitinn frá fartölvunni nær ekki i gegn?
Er búinn að prufa einn frá rúmfatalernum en hann hitar.
Re: Að vera með fartölvu á hnjánum ráð
Sent: Lau 17. Nóv 2012 21:32
af PhilipJ
Mér finnst
þessi fínn. Fartölvan mín nær allavega ekki að hita í gegnum hann (allavega ekki svo ég finni sérstaklega fyrir því)
Re: Að vera með fartölvu á hnjánum ráð
Sent: Lau 17. Nóv 2012 21:36
af jardel
Ég er einmitt með nákvæmlega sama.
Re: Að vera með fartölvu á hnjánum ráð
Sent: Lau 17. Nóv 2012 21:38
af aggibeip
Er tölvan þá ekkert að hitna óeðlilega mikið? Kærastan mín á svona og ég nota það gjarnan, ég hef aldrei fundið hitann í gegn..
Re: Að vera með fartölvu á hnjánum ráð
Sent: Lau 17. Nóv 2012 21:41
af jardel
jú ættli það sé ekki kominn tími á að rykhreinsa hana.
Ég rykhreinsa mína vél 1x á árs fresti. hversu oft rykhreinsið þið ykkar vél?
Re: Að vera með fartölvu á hnjánum ráð
Sent: Lau 17. Nóv 2012 21:56
af GuðjónR
Ég hef aldrei skilið þessa hönnun á PC fartölvum, þ.e að vera með kæliviftuna undir tölvunni.
Er núna með gamla HP á löppunum og viftan gjörsamlega í botni eftir 10 mín vinnslu þar sem viftan er blockeruð (er undir tölvunni).
MBP tölvurnar eru með viftuna ofan á, þ.e. við hliðina á lyklaborðinu og þetta því aldrei vandamál þar.
Re: Að vera með fartölvu á hnjánum ráð
Sent: Lau 17. Nóv 2012 21:58
af jardel
já þessar fartölvur geta hitnað mjög mikið ég passa það að rykhreinsa mina einu sinni á ári.
Re: Að vera með fartölvu á hnjánum ráð
Sent: Lau 17. Nóv 2012 22:01
af DerrickM
Re: Að vera með fartölvu á hnjánum ráð
Sent: Lau 17. Nóv 2012 22:06
af capteinninn
PhilipJ skrifaði:Mér finnst
þessi fínn. Fartölvan mín nær allavega ekki að hita í gegnum hann (allavega ekki svo ég finni sérstaklega fyrir því)
Félagi minn á svona líka og líkar það vel, mér finnst það fínt
Re: Að vera með fartölvu á hnjánum ráð
Sent: Þri 20. Nóv 2012 17:31
af Halli25
Re: Að vera með fartölvu á hnjánum ráð
Sent: Þri 20. Nóv 2012 17:42
af gRIMwORLD
Það er líka til mjög einfalt ráð, þunn tréplata (td þessar hvítu og brúnu, notaðar í bak á skápum) með stórum gúmmitöppum ef tölvan liggur of lágt (hálfkúla - fengust einhvern tíman í Ikea) sem tölvan liggur á. Þannig eruð þið komnir með plötu sem þið getið sagað til akkúrat að stærð tölvunnar og tölvan liggur aðeins ofar en platan og því gott loftflæði.
Hef notað svona plötu í nokkur ár með góðum árangri.
Re: Að vera með fartölvu á hnjánum ráð
Sent: Þri 20. Nóv 2012 18:06
af Gislinn
GuðjónR skrifaði:Ég hef aldrei skilið þessa hönnun á PC fartölvum, þ.e að vera með kæliviftuna undir tölvunni.
Er núna með gamla HP á löppunum og viftan gjörsamlega í botni eftir 10 mín vinnslu þar sem viftan er blockeruð (er undir tölvunni).
MBP tölvurnar eru með viftuna ofan á, þ.e. við hliðina á lyklaborðinu og þetta því aldrei vandamál þar.
Ég hélt að MacBook Pro væri með inntak á hliðinni og blæsi svo út aftan á. Það er svoleiðis system á Lenovo tölvunni minn (þ.e.a.s. dregur inn loft að aftan og hendir því út á hliðinni).
Ég myndi halda að þetta kælikerfi eins og er í flestum fartölvum (sérstaklega ódýrum tölvum) þar sem loft er dregið undir og blásið út á hliðinni sé ódýrara sem veldur því að meiri hlutinn sé svoleiðis.
Re: Að vera með fartölvu á hnjánum ráð
Sent: Þri 20. Nóv 2012 18:36
af AntiTrust
GuðjónR skrifaði:Ég hef aldrei skilið þessa hönnun á PC fartölvum, þ.e að vera með kæliviftuna undir tölvunni.
Er núna með gamla HP á löppunum og viftan gjörsamlega í botni eftir 10 mín vinnslu þar sem viftan er blockeruð (er undir tölvunni).
MBP tölvurnar eru með viftuna ofan á, þ.e. við hliðina á lyklaborðinu og þetta því aldrei vandamál þar.
Tsk, einn sem hefur ekki átt ThinkPad?
Engar viftur undir, allt mjög subtle á hliðunum, einn af mörgum kostum TP's.
Re: Að vera með fartölvu á hnjánum ráð
Sent: Þri 20. Nóv 2012 20:27
af biturk
AntiTrust skrifaði:GuðjónR skrifaði:Ég hef aldrei skilið þessa hönnun á PC fartölvum, þ.e að vera með kæliviftuna undir tölvunni.
Er núna með gamla HP á löppunum og viftan gjörsamlega í botni eftir 10 mín vinnslu þar sem viftan er blockeruð (er undir tölvunni).
MBP tölvurnar eru með viftuna ofan á, þ.e. við hliðina á lyklaborðinu og þetta því aldrei vandamál þar.
Tsk, einn sem hefur ekki átt ThinkPad?
Engar viftur undir, allt mjög subtle á hliðunum, einn af mörgum kostum TP's.
það er þannig á samsung tölvunni sem ég er að skrifa á núna....með á hnjánum.....og var líka á thinkpadinum
það er gott að vera frábær!
Re: Að vera með fartölvu á hnjánum ráð
Sent: Þri 20. Nóv 2012 20:49
af Dagur
ég nota svona
Re: Að vera með fartölvu á hnjánum ráð
Sent: Þri 20. Nóv 2012 21:14
af Klemmi
GuðjónR skrifaði:Ég hef aldrei skilið þessa hönnun á PC fartölvum, þ.e að vera með kæliviftuna undir tölvunni.
Er núna með gamla HP á löppunum og viftan gjörsamlega í botni eftir 10 mín vinnslu þar sem viftan er blockeruð (er undir tölvunni).
MBP tölvurnar eru með viftuna ofan á, þ.e. við hliðina á lyklaborðinu og þetta því aldrei vandamál þar.
http://www.engadget.com/media/2006/05/macbook_film.jpgJá því þetta er svo sniðug hönnun. Ég er ekki að tala um filmuna sem gæjinn er að fjarlægja þarna, heldur að láta loftið blása þarna út, lendir beint á "vegg", þ.e. skjánum og minnkar því loftflæði sem og myndar mikinn hávaða.
Ég veit að þessi mynd er frá 2006, en held að þetta sé enn hönnunin á ca. 2009 vélunum, hef ekki fylgst með nýrri.
Re: Að vera með fartölvu á hnjánum ráð
Sent: Þri 20. Nóv 2012 21:26
af GuðjónR
Klemmi skrifaði:GuðjónR skrifaði:Ég hef aldrei skilið þessa hönnun á PC fartölvum, þ.e að vera með kæliviftuna undir tölvunni.
Er núna með gamla HP á löppunum og viftan gjörsamlega í botni eftir 10 mín vinnslu þar sem viftan er blockeruð (er undir tölvunni).
MBP tölvurnar eru með viftuna ofan á, þ.e. við hliðina á lyklaborðinu og þetta því aldrei vandamál þar.
http://www.engadget.com/media/2006/05/macbook_film.jpgJá því þetta er svo sniðug hönnun. Ég er ekki að tala um filmuna sem gæjinn er að fjarlægja þarna, heldur að láta loftið blása þarna út, lendir beint á "vegg", þ.e. skjánum og minnkar því loftflæði sem og myndar mikinn hávaða.
Ég veit að þessi mynd er frá 2006, en held að þetta sé enn hönnunin á ca. 2009 vélunum, hef ekki fylgst með nýrri.
Ég þekki ekki þessar gömlu Mac tölvur en 17" unibody er með heilu loki að neðan og vifturnar við hliðina lyklaborðinu sem er auðvitað TÆR snilld.
Re: Að vera með fartölvu á hnjánum ráð
Sent: Þri 20. Nóv 2012 21:36
af Gislinn
Klemmi skrifaði:Já því þetta er svo sniðug hönnun. Ég er ekki að tala um filmuna sem gæjinn er að fjarlægja þarna, heldur að láta loftið blása þarna út, lendir beint á "vegg", þ.e. skjánum og minnkar því loftflæði sem og myndar mikinn hávaða.
Ég veit að þessi mynd er frá 2006, en held að þetta sé enn hönnunin á ca. 2009 vélunum, hef ekki fylgst með nýrri.
2012 vélin er líka með útblæstri á þessum stað (sjá
þessa mynd) og inntakið er frekar neðarlega á hliðunum.