Núna vantar mig pínu aðstoð. Málið er að undanfarna daga hef ég lent í töluverðu routerbasli og er að verða kominn með smá samsæriskenningu varðandi ISP hjá mér.
Svona liggur landið:
Á tengingunni sem um ræðir er linux tölva sem er beintengd netinu (enginn router) og er hún með iptöluna 89.160.172.82. Hún er með eitt opið port, 51413.
Málið er að ég er með aðra tengingu sem er hjá sama ISP og í gegnum sömu þjónustu sem þýðir að rútan á þar á milli er ofurstutt. Portið virðist opið ef sendur er pakki frá þeirri tengingu. Aftur á móti ef ég notast við einhverskonar hugbúnað sem kallar á pakka að utan (t.d. http://www.yougetsignal.com/tools/open-ports/ ), þá virðist portið lokað.
Það sem mig vantar aðstoð við er að kanna, frá hinum ýmsu tengingum og ISP, hvort umrætt port sé opið eða lokað og hvaða rúta er yfir á þessa iptölu. Mjög einfalt.
Skipanirnar í linux væru t.d.
Kóði: Velja allt
nmap 89.160.172.82 -p 51413
traceroute 89.160.172.82
Bið ykkur svo um að birta niðurstöðurnar ykkar hérna.
Ef ég hef rétt fyrir mér, þá ætti þetta að verða MJÖG fróðlegt.