Síða 1 af 1

Ný íbúð - spurningar

Sent: Mið 31. Okt 2012 08:45
af blitz
Þessu er aðallega beint af hagur/AntiTrust þar sem að ég sé fátt annað en sambærilega þræði frá þeim.

Var að kaupa mína fyrstu íbúð og er að hefja undirbúning á græju-setupinu.

Núverandi setup er frekar einfalt

TV + dedicated itx HTPC + 5.1
3tb Zyxel NSA325 sem deilir efni í allt heimilið
PS3
Gaming PC (sér herbergi)
Svo þetta venjulega bara (símar, ipad og fartölvur sem sækja efni á nas)

Það sem ég hafði hugsað mér hingað til:
Rífa loftnetssnúrur úr veggjum og setja netsnúrur í staðinn, hafa 1-2x tengi í hverju herbergi (cat6?),
Setja upp fljótandi vegg í stofuna þar sem sjónvarpið verður,
Græja einhverja lausn fyrir hátalaravíra - setja þá í veggi og svo bananaplug á enda?

Lengra var ég ekki kominn! Hvernig er best að setja þetta upp til þess að gera þetta svona þokkalega futureproof? Hvernig gengur maður frá netsnúrunum? gigabit switch á "upphafsstöð"?

Vonandi getur einhver chimað inn :happy

Re: Ný íbúð - spurningar

Sent: Mið 31. Okt 2012 09:26
af hagur
Hljómar vel :-)

Ég er reyndar í gamalli íbúð þar sem engar lágspennudósir voru til staðar (nema TV tenglar í stofu) og því erfitt að retrofitta CAT5/6 kapla svo vel sé. Ég lagði þetta því bara bakvið gólflista hjá mér og í kapalrennur þar sem gólflistar voru ekki option. Kemur ágætlega út og er mjög lítið áberandi.

Varðandi að terminate-a netköplum á upphafsstað, þá er ég bara með þá tengda beint í gigabit switch inn í kompu hjá mér (þar sem allar græjur og allt er staðsett). Til að gera þetta "almennilega" hefði ég viljað vera með patch panel sem allir kaplar færu í, svo myndi maður bara nota stutt CAT5/6 skott til að patcha úr patch-panelnum og í switch-inn. Ef ég væri að fara að gera þetta aftur í dag myndi ég reyna að hafa það þannig a.m.k.

Re: Ný íbúð - spurningar

Sent: Mið 31. Okt 2012 09:56
af MuGGz
Mæli með að nota bara cat5e í stað cat6 þar sem cat6 er mjög viðkæmur og stífur og þar að leiðandi leiðinlegt að draga

Re: Ný íbúð - spurningar

Sent: Mið 31. Okt 2012 10:15
af playman
Er einhver þörf á að nota cat6 í heimilis setup?
Er einimunurinn á cat6 og cat5 ekki bara að cat6 er með hlíf og jarðtengingu?

Re: Ný íbúð - spurningar

Sent: Mið 31. Okt 2012 13:40
af AntiTrust
Cat5e dugar þér örugglega fínt, styður GigE. Ég sá bara hvað Cat6 var orðinn ódýr og dró því Cat6 útum alla íbúð bara til þess að hafa þetta future-proof, það er minna crosstalk, hærri bandvídd og optimízað fyrir GigE hraða. Ég sé núna þó að ég hefði hreinlega átt að fara í Cat6a upp á 10Gbit option seinna meir - en ætli maður verði ekki kominn í einbýli þegar maður fer að finna fyrir þörf á því.

Ég fann þó alveg fyrir því að það er talsvert erfiðara að draga Cat6 vs Cat5e, mikið stífari og leiðinlegri á alla kanta.

Ég reif allar COAX snúrur úr því ég sá ekki tilganginn í að hafa þær, en spurningin er þá líka kemuru til með að nota IPTV? Þá þarftu að hugsa út í það þegar lagt er í að draga að hafa þá tvo kapla í hverja dós (nema þú ætlir í VLAN tagging búnað) og þá þarftu líka sömuleiðis að hafa annaðhvort tvo swissa, einn fyrir net í router og annar fyrir IPTV í router/telsey - eða þá að fara sömu leið og ég er að fara núna, skipta út Gbit svissinum sem tengir öll herbergi saman og fara í managable sviss sem styður VLAN, þá býrðu bara til virtual segments, eitt fyrir IPTV og eitt fyrir net.

Þótt IPTV sé ekki á dagskrá myndi ég samt mæla með að taka 2xCat í hvert herbergi, sleppur oft við að notast við svissa ef þörf er á fleiri tengjum.

Hátalaravírarnir hjá mér eru bara allir komnir á bakvið lista og una sér fínt þar, og ég er ennþá í pælingum hvað varðar TV vegginn hjá mér, tæpu ári seinna :p

Re: Ný íbúð - spurningar

Sent: Mið 31. Okt 2012 14:29
af vesley
Hefur líka verið lengi pæling hjá mér og pabba að skella einhverju eins og hvítri MDF plötu upp á vegginn og láta sjónvarpið falla inn, jafnvel hátalara líka.

lélegt dæmi en eina sem ég fann á stuttri google leit Mynd

Jafnvel fara alla leið ?

Mynd

Ætti ekki að vera flókið ef verið er að vinna með gifsveggi

Re: Ný íbúð - spurningar

Sent: Mið 31. Okt 2012 17:20
af SolidFeather
Passaðu þig bara að hafa ekki sjónvarpið of hátt uppi á vegnum, fátt meira pirrandi en að vera boðið á video kvöld eða eitthvað og maður þarf að halla hausnum 45 gráður upp til að sjá á tækið.