Síða 1 af 1

Dual WAN setup - How To?

Sent: Mið 24. Okt 2012 16:26
af AntiTrust
Eru e-rjir hér að keyra/sjá um dual WAN router setup?

Ég er með 50mbit ljósnet og 100Mbit GR tengingu heima, báðar actívar og er að reyna að útiloka flesta 'single point of failure' staði á networkinu heima þar sem að aðgangslistinn að þjónustum á netþjónunum heima fer hratt vaxandi.

Hvernig væri best að útfæra þetta? Nota OEM dual WAN router? Er það á annað borð hægt þegar línurnar koma frá sitthvorum ISP? Gæti ég gert þetta með því að routa báðum tengingum inn á Smooth/m0n0wall vél? Hvernig væri best að haga DNS málum? Ég vill væntanlega láta báðar tengingar benda á sömu DNS þjóna? Væri ég betur settur með að nota Google/Open DNS þjóna fremur en ISP þjóna?

Svo það sé á hreinu, ég hef engan áhuga á að samnýta tengingarnar (NLB) heldur er þetta eingöngu hugsað sem redundancy.

Re: Dual WAN setup - How To?

Sent: Mið 24. Okt 2012 16:30
af Kristján Gerhard
Það er multi-WAN möguleiki í pfsense. A ennþá eftir að skoða hann sjálfur, en hef notað pfsense með goðum árangri.


Sent from my GT-N7000 using Tapatalk 2

Re: Dual WAN setup - How To?

Sent: Mið 24. Okt 2012 16:45
af ponzer
Ég var að keyra dual wan á milli adsl frá Tali og Símanum en ég var í raun ekki með þetta í active/standby heldur rútaði ég öllum íslenskum netum (sem voru uppgefin hjá RIX) yfir Tal linkinn og restini var svo beint út á Síma linkinn.

Ég var að vísu að keyra þetta á Smoothwall fyrir Tal tenginguna og tengdi það inn á 887 cisco router sem var með Síma tenginguni og svo henti í upp öðrum Cisco 2651xm gæja sem sá um dhcp og var GW fyrir innanhúsnetið og tengdi hann svo í 887 gæjan.

Var að reyndar bara með þetta í rúman mánuð þegar ég var að læra fyrir ccna en þetta svínvirkaði svona :)


Notaði alltaf 8.8.8.8 / 8.8.4.4 dnsana.

Re: Dual WAN setup - How To?

Sent: Mið 24. Okt 2012 16:58
af einarth
Til að hafa failover fyrir aðila sem tengjast netþjónum heima hjá þér þarftu annaðhvort að notast við tvö dns nöfn (fólk þarf þá að tengjast öðru nafni/tölu ef hin bilar) eða nota dynamic dns til að breyta dns skráningu eftir að vara-nettenging tekur við.

Það eru síðan margar leiðir til að tengja tvær nettengingar sem skiptist sjálfkrafa á milli - misjafnlega flókið eftir því hvort það megi vera einhver "single point of failure".

Einar.

Re: Dual WAN setup - How To?

Sent: Mið 24. Okt 2012 17:12
af AntiTrust
einarth skrifaði:Til að hafa failover fyrir aðila sem tengjast netþjónum heima hjá þér þarftu annaðhvort að notast við tvö dns nöfn (fólk þarf þá að tengjast öðru nafni/tölu ef hin bilar) eða nota dynamic dns til að breyta dns skráningu eftir að vara-nettenging tekur við.


Þetta er e-ð sem ég hafði ekki einu sinni pælt í, þarf að skoða þetta.

einarth skrifaði:Það eru síðan margar leiðir til að tengja tvær nettengingar sem skiptist sjálfkrafa á milli - misjafnlega flókið eftir því hvort það megi vera einhver "single point of failure".


Það verður líklega alltaf e-r SPOF hjá mér, og þær þjónustur sem eru aðgengilegar eru ekki fyrir fyrirtæki, þeas, þótt allt myndi hrynja mér þá er ég ekki ábyrgur eða skaðabótaskyldur gagnvart neinum. Líklega verður aðal svissinn hjá mér eini/stærsti SPOFinn, að öðru leyti eru allar vélar með 2xNIC setupi, redundant PSU's/HDD lausnum, UPSar - etc.

Þú mátt endilega gefa mér dæmi um leiðir til þess að setja upp aðra WAN línuna sem backup tengingu. Vill helst ekki Cisco leiðir þar sem ég er hreinlega mjög illa að mér í þeim fræðum, en maður er svosem alltaf tilbúinn að læra nýja hluti. Ætla að skoða pfsense, sjá hversu auðvelt þetta er þar.

Takk annars fyrir svörin strákar.

Re: Dual WAN setup - How To?

Sent: Mið 24. Okt 2012 17:25
af hagur
Bara smá forvitni, hvað ertu að keyra heima hjá þér sem krefst svona öflugrar uppsetningar? Þetta setup er talsvert mikið meira en drool-worthy :-)

Re: Dual WAN setup - How To?

Sent: Mið 24. Okt 2012 18:15
af AntiTrust
hagur skrifaði:Bara smá forvitni, hvað ertu að keyra heima hjá þér sem krefst svona öflugrar uppsetningar? Þetta setup er talsvert mikið meira en drool-worthy :-)


Mér líður hálf silly við að segja frá því, þar sem ég veit fullvel sjálfur hversu mikið overkill þetta er. Þetta er bara orðið að fíkn hjá manni, svipað og með suma hérna og GPU's og benchmarks O:)

Ég er í rauninni ekki að fara að gera/þjónusta neitt 'meira' en ég er að gera núna, en mér finnst þetta whitebox server setup sem ég er með núna bara ekki nægilega hughreystandi. Dæmi um þjónustur sem ég er að/verð að keyra fyrir utanaðkomandi aðila:

- VPN tengingar fyrir örfáa VIP's sem fá streymisaðgang að fileservernum hjá mér fyrir Plex setupin hjá sér.
- FTP tengingar fyrir stóran hóp vina og vandamanna sem hafa aðgang að skráarsafninu mínu.
- Streymisplatform fyrir vini og samstarfsfélaga sem streyma efni í gegnum ýmis WAN aðgengileg platform (Plex 3G streymi, SubSonic..)
- Afritunartaka yfir FTP hjá nánustu aðstandendum
- RDP aðgangur að nokkrum virtual vélum sem ég keyri fyrir vini/einyrkja og hafa ekki aðstöðu eða búnað fyrir dedicated vélar

Svo er ég með endalaust af þjónustum í gangi á mismunandi virtual vélum til að gera lífið skemmtilegra fyrir okkur heima.

Ákvað fyrir löngu síðan að fara bara all-in í rack setup og er byrjaður að pikka út hentuga þjóna á ebay, verð örugglega með 4-5 physical þjóna í heildina. Er að berjast við hvort ég eigi að fara í IBM xSeries, HP Proliant eða Dell PowerEdge línur. Finnst HP serverarnir vera öllu ódýrari í fljótu bragð m.v. spekka, er þó ekki búinn að negla neitt niður (mönnum er fullfrjálst að kommenta á val þarna á milli).

Re: Dual WAN setup - How To?

Sent: Mið 24. Okt 2012 18:54
af emmi
Hvað er rafmagnsreikningurinn hár hjá þér?

Re: Dual WAN setup - How To?

Sent: Mið 24. Okt 2012 19:02
af AntiTrust
emmi skrifaði:Hvað er rafmagnsreikningurinn hár hjá þér?


Ekki hugmynd, síðasta viðmiðun var í kringum 10-11þús á mán.

Re: Dual WAN setup - How To?

Sent: Mið 24. Okt 2012 19:07
af hagur
Crazy setup og örugglega algjört overkill, but I like it :happy

Re: Dual WAN setup - How To?

Sent: Mið 24. Okt 2012 19:10
af hagur
AntiTrust skrifaði:
emmi skrifaði:Hvað er rafmagnsreikningurinn hár hjá þér?


Ekki hugmynd, síðasta viðmiðun var í kringum 10-11þús á mán.


Ég læt það nú vera, var að fá álestur og áætlun fyrir næsta ár, tæplega 9k á mánuði hjá mér. Er reyndar sjálfur með slatta af tölvum sem eru í gangi 24/7.

Re: Dual WAN setup - How To?

Sent: Mið 24. Okt 2012 19:31
af emmi
Meinar, hiti og raf er í kringum 20k hjá mér, bara með eina tölvu í gangi 24/7. Veit þó ekki hvað rafmagnið eitt og sér er hátt.

Re: Dual WAN setup - How To?

Sent: Mið 24. Okt 2012 19:39
af Gúrú
AntiTrust skrifaði:Mér líður hálf silly við að segja frá því,


Ert nú að sinna vel fleiru en þarf til þess að svona fjárfestingar séu ekki lengur silly. :)

Re: Dual WAN setup - How To?

Sent: Mið 24. Okt 2012 23:22
af einarth
AntiTrust skrifaði:
Þú mátt endilega gefa mér dæmi um leiðir til þess að setja upp aðra WAN línuna sem backup tengingu. Vill helst ekki Cisco leiðir þar sem ég er hreinlega mjög illa að mér í þeim fræðum, en maður er svosem alltaf tilbúinn að læra nýja hluti. Ætla að skoða pfsense, sjá hversu auðvelt þetta er þar.

Takk annars fyrir svörin strákar.


Tja - fyrst þú ert með dual-nic í þjónunum þá myndi ég tengja þau í sitthvoran svissinn - þar með er hann ekki SPOF.
Síðan myndi ég tengja Ljósleiðara-router í annan svissinn og VDSL2 router í hinn svissinn.

Þarna ertu komin með sæmilega redundant setup..nema hvað það er ekki sjálfvirkt failover (þyrftir að breyta def.gw á vélunum milli router A og router B).

Að gera þetta sjálfvirkt kostar aðeins flottari búnað...t.d. Cisco :)

Til að hafa virtual def.gw sem flakkar frá einum búnaði til annars ef bilun verður þarft þú að notast við HSRP, VSRP, GLBP eða álíka protocola. Eftir að þú ert komin inná fyrsta hopp gætir þú notað IP-SLA eða álíka þjónustu til að fylgjast með stöðunni á báðum internet tengingum og skipta yfir á varatengingu ef þörf er á.

Vafalaust hægt að útfæra þetta með linux "routerum"..en hef bara reynslu af útfærslu á þessu með cisco búnaði.

Kv, Einar.

Re: Dual WAN setup - How To?

Sent: Fim 25. Okt 2012 11:49
af dori
PFSense er algjörlega það sem þú ættir að skoða. Þetta er router byggður á FreeBSD og er alveg solid og mjög léttur í keyrslu. Þú getur configgað hann yfir eitthvað CLI dót en svo er líka nokkuð fullkomið vefviðmót sem þú getur gert svona í.

Multi WAN er svo mikið gert í þessu að þeir eru með sér forum á spjallinu hjá sér um það sem er m.a.s. nokkuð virkt: http://forum.pfsense.org/index.php?board=21.0