@dori og @wicket.
Þessi "litli jaðarhópur" er þess valdandi að 3G net er nánast ónothæft undir eftirfarandi kringumstæðum:
a) á viðburðum þar sem margir koma saman, t.d:
Menningarnótt
17. júní
Þjóðhátíð
RIFF
og fl.
b) Á stærri sumarbústaðasvæðum á sumrin um helgar.
Nú er t.d. ekki óalgengt að sumarbústaðareigendur hafi komið fyrir 3G router í bústaðnum, og nú hef ég heyrt frá þeim notendum að sambandið sé fínt á veturna og á virkum sumardögum, en um helgar geti þeir oft gleymt því að reyna að nota þetta.
Þið megið heldur ekki festast í því að það séu bara snjallsímanotendur sem noti 3G.
(Sbr capacent commentið frá wicket.)
Snjallsímar og spjaltölvur eru jú að aukast töluvert, og þeir sem eru með spjaldtölvu sem er aðeins með wifi þá er ekki óalgengt að snjallsíminn sé notaður sem hotspot, sem er svo tengdur við 3G.
En þess fyrir utan þá ætti ekki að hafa farið framhjá neinum 3G-punga/3G-router herðferðir hjá sumum fjarskiptafyrirtækjum, og þar kemur inn stór hópur notenda sem vill komast í internetsamband á ferðavélinni sinni hér og þar.
Auk þess hefur það aukist að fyrirtæki hafa verið að setja upp 3G tengingar, bæði sem varaleiðir og fyrir "mobile" starfsstöðvar og í bíla.
Fjarskiptafélögin vita vel af þessum vandamálum og hafa reynt að koma til móts við notendur þar sem ástandið er hvað verst, en kostnaður við uppbyggingu 3G kerfis er alls ekki gefins.
Ég held því að þið séu verulega að vanmeta ástandið með því að tala um að 3G notendur séu "lítill jaðarhópur" sem sé ekki ört stækkandi.
Svo má minnast á að snjallsímar eru ýmist að nota 3G kerfið þó svo að notandinn sé ekkert að gera, t.d. við að ná í uppfærslur, athuga stöðuna á hinu og þessu, fá push-notification etc, það er því oft ótrúlega mikið "chat" í gangi þó að viðkmandi sé bara með símann í vasanum.
mikkidan97 skrifaði:Er ekki einhver að fara að koma með 4G?
Eins og vitað er þá er Nova í tilraunum með 4G, það væri því óskandi að hjólin séu e-ð að rúlla þar á bæ.