Síða 1 af 1

Vandamál með uppsetningu á tölvu

Sent: Fim 11. Okt 2012 11:43
af capteinninn
Er með gamla Mac Mini tölvu hérna sem er búin að vera með mikla stæla við mig í svoldinn tíma en ég ákvað núna að ganga í málið.

Náði einhvernveginn að rugla upp boot loadernum eða því og þegar ég kveikti á tölvunni leyfði hún mér ekki að keyra nein stýrikerfi sem voru á tölvunni né að keyra USB kubb sem var með ubuntu installi á.
Ég reif tölvuna í sundur og tók harða diskinn úr Mac mini tölvunni og núna er ég að spá hvort ég geti ekki bara sett harða diskinn úr tölvunni í borðtölvuna mína og installað Windows 7 inná, tekið svo diskinn aftur úr borðtölvunni og skellt í makkann, ég myndi bíða með að activate-a því mér skilst að það megi ekki gera en yrði eitthvað vandamál að gera þetta svona?

Einnig er ég að spá hvort ég þurfi kannski að gera Full Write Zeroes með WD forriti sem ég náði í um daginn til að laga USB kubb sem ég var með. Er vont að gera það við diskinn áður en ég set stýrikerfið á tölvuna?

Þakka alla aðstoð