Síða 1 af 2

Eru fleiri að nota Raspberry Pi í XBMC?

Sent: Mið 10. Okt 2012 07:53
af Snorrmund
Ég er búinn að vera fikta mig áfram með XBMC setup í RPi tölvunni minni og þetta hefur gengið ágætlega hingað til, en síðan eftir að ég hlaðaði bíómyndasafninu inn þá er viðmótið orðið svo hægt og leiðinlegt að maður nennir varla að standa í þessu tekur bara heillangan tíma að fletta í gegnum myndirnar. Eru fleiri hérna með reynslu af því að keyra RPi með XBMC ? Og hvaða distró hafa þá verið að koma best út ?

Re: Eru fleiri að nota Raspberry Pi í XBMC?

Sent: Mið 10. Okt 2012 08:38
af Televisionary
Ég er að nota Xbian uppsetningu á einu boxi þetta virkar ljómandi vel hjá mér. Ég er einnig að keyra annað eintak bara með Debian uppsetningu og engu GUI. Ég var í einhverjum vandræðum með uppsetningu á innrauðum móttakara en leysti það tímabundið með því að nota "app" í iPhone.

Þriðja boxið mitt fer svo í þróun á "home automation" dóti. Á meðan Xbian boxið er ekki alveg 100% stable m.v. Apple TV.

Re: Eru fleiri að nota Raspberry Pi í XBMC?

Sent: Mið 10. Okt 2012 12:20
af Gislinn
Ég prufaði Xbian á mínu RPi og það virkaði mjög smooth, virkar betur en Debian með XBMC.

Ég nota núna Raspbian en ég hef ekki testað XBMC á því.

Re: Eru fleiri að nota Raspberry Pi í XBMC?

Sent: Mið 10. Okt 2012 13:40
af C2H5OH
ég er með openelec á mínu og það virkar ágætlega hjá mér, fyrir utan að það getur ekki spilað HD myndir mikið hökt og stopp, ekki einusinni 720p nema bara ákveðnar myndir, veit ekki hvort það hefur með það gera hvernig hún var rippuð, en get t.d. ekki spilað myndir eftir ákveðna rippara.

Ég er ekki búinn að yfirklukka neitt, væri kannski spurning um að gera það á næstuni

Annars virkar allt annað flott, væri flott ef einhver veit einhver ráð við HD vandamálinu:)

Re: Eru fleiri að nota Raspberry Pi í XBMC?

Sent: Mið 10. Okt 2012 13:43
af ManiO
Er með RaspBMC og það er ansi hægt í valmyndunum, en spilar 720p myndir án vandkvæða.

Re: Eru fleiri að nota Raspberry Pi í XBMC?

Sent: Mið 10. Okt 2012 15:59
af Snorrmund
C2H5OH skrifaði:ég er með openelec á mínu og það virkar ágætlega hjá mér, fyrir utan að það getur ekki spilað HD myndir mikið hökt og stopp, ekki einusinni 720p nema bara ákveðnar myndir, veit ekki hvort það hefur með það gera hvernig hún var rippuð, en get t.d. ekki spilað myndir eftir ákveðna rippara.

Ég er ekki búinn að yfirklukka neitt, væri kannski spurning um að gera það á næstuni

Annars virkar allt annað flott, væri flott ef einhver veit einhver ráð við HD vandamálinu:)


Þetta lagaðist aðeins eftir að ég lét openelec uppfæra media libraryið aftur, veit ekki alveg hvernig það tengist vandamálinu en valmyndin er strax orðin mannsæmandi og ég prufaði einmitt að spila tvær HD myndir í gær. Önnur þeirra var 720p og hún virkaði ekki held reyndar að það hafi verið einhver gallaður fæll því að myndin spilaðist en það kom bara eitthvað litarugl en myndin virkar samt í vlc hjá mér.. Síðan prufaði ég aðra mynd sem var 1080p og hún virkaði bara ágætlega, ekkert högt né neitt þannig að ég er alveg að verða sáttur :)

Reyndar finnur fartölvan mín(Win 7) ekki SMB shareið hjá XBMC þarf alltaf að tengjast með því að fara inná \\192.168.1.100 Ekki er einhver sem veit hvað gæti verið að trufla þar ? var búinn að skoða þetta http://wiki.openelec.tv/index.php?title ... MBA_Shares en það hafði engin áhrif á þetta.

Re: Eru fleiri að nota Raspberry Pi í XBMC?

Sent: Mið 10. Okt 2012 16:44
af viddi
Er að nota OpenELEC, virkar mjög smooth sérstaklega eftir að í overclockaði í 800Mhz þá sér maður allveg stórmun á performance í menu :)

Re: Eru fleiri að nota Raspberry Pi í XBMC?

Sent: Mið 10. Okt 2012 17:51
af Snorrmund
Hvernig er það með yfirklukkun á þessu dóti, er einhver leið að sjá hitan á örgjörvanum eða ? Hún gefur mér ekkert hitastig ef ég fer í system info hjá mér, er ekki alveg að þora að yfirklukka þetta mikið..

Re: Eru fleiri að nota Raspberry Pi í XBMC?

Sent: Mið 10. Okt 2012 17:56
af Gislinn
Snorrmund skrifaði:Hvernig er það með yfirklukkun á þessu dóti, er einhver leið að sjá hitan á örgjörvanum eða ? Hún gefur mér ekkert hitastig ef ég fer í system info hjá mér, er ekki alveg að þora að yfirklukka þetta mikið..


prufaðu (ef þú ert að nota raspbian allavega)

Kóði: Velja allt

cat /sys/class/thermal/thermal_zone0/temp


Þú getur overclockað borðið uppí 1 GHz án þess að ógilda ábyrgðina á borðinu skv. þessum link

Re: Eru fleiri að nota Raspberry Pi í XBMC?

Sent: Mið 10. Okt 2012 19:48
af C2H5OH
Snorrmund skrifaði:Hvernig er það með yfirklukkun á þessu dóti, er einhver leið að sjá hitan á örgjörvanum eða ? Hún gefur mér ekkert hitastig ef ég fer í system info hjá mér, er ekki alveg að þora að yfirklukka þetta mikið..


það er einhverstaðar í xbmc sem hann sýnir hitastigið á CPU

Re: Eru fleiri að nota Raspberry Pi í XBMC?

Sent: Mán 15. Okt 2012 18:27
af bixer
Televisionary skrifaði:Ég er að nota Xbian uppsetningu á einu boxi þetta virkar ljómandi vel hjá mér. Ég er einnig að keyra annað eintak bara með Debian uppsetningu og engu GUI. Ég var í einhverjum vandræðum með uppsetningu á innrauðum móttakara en leysti það tímabundið með því að nota "app" í iPhone.

Þriðja boxið mitt fer svo í þróun á "home automation" dóti. Á meðan Xbian boxið er ekki alveg 100% stable m.v. Apple TV.


Mig langar einmitt að fara út í home automation og xbmc en sé rosalega takmarkað sem ég get notað pi-ið í ef þið eruð með hugmyndir megið þið endilega kommenta. ætla allavega að stjórna ljósunum, láta skynja hvenær ég kem heim og minna mig á hvað ég þarf að gera þann daginn þegar ég "logga mig út"

er aðeins byrjaður að forrita þetta en er ekki kominn langt, geri örugglega þráð um þetta þegar ég flyt

Re: Eru fleiri að nota Raspberry Pi í XBMC?

Sent: Mán 15. Okt 2012 19:08
af pattzi
Hvar kaupiði þetta ??

Re: Eru fleiri að nota Raspberry Pi í XBMC?

Sent: Mán 15. Okt 2012 19:28
af hagur
Miðbæjarradíó var amk með slatta af þessu til sölu. Annars bara á official síðunni og/eða e-bay.

Re: Eru fleiri að nota Raspberry Pi í XBMC?

Sent: Mán 15. Okt 2012 19:32
af N0N4M3
Þetta er uppselt hjá Miðbæjarradíó heyrði ég. Veit að þeir hafa fengið a.m.k. tvær sendingar með 100stk í hverri. Þeir hljóta að fá aðra í bráð, prísinn var um 7.000 kr fyrir tölvuna.
www.mbr.is

Re: Eru fleiri að nota Raspberry Pi í XBMC?

Sent: Mán 15. Okt 2012 19:33
af capteinninn
Er að gefast upp á að setja upp Mac Mini tölvu hérna til að sjá um að stream-a úr heimilistölvunni og yfir í það

Get ég bara keypt þetta Raspberry Pi og sett upp Xbian á auðveldan hátt og stream-að myndirnar í góðum gæðum yfir ethernet?

Re: Eru fleiri að nota Raspberry Pi í XBMC?

Sent: Mán 15. Okt 2012 19:37
af hagur
Stutta svarið er já ... En skv minni reynslu þá myndi ég aldrei nenna að nota þetta sem primary HTPC. Þetta laggar einfaldlega alltof mikið fyrir minn smekk. Vídeóafspilunin sleppur þó að flestu leyti en XBMC-ið sjálft er mjög sluggish. Ég er reyndar vanur frekar high end sjónvarpstölvu þannig að það er kannski ekki mikið að marka mig.

Re: Eru fleiri að nota Raspberry Pi í XBMC?

Sent: Mán 15. Okt 2012 19:41
af ManiO
Það verður forvitnilegt að sjá hvort að eitthvað betra forrit komi heldur en XBMC, eða að XBMC verði gert meira streamlined fyrir hindberið.

Re: Eru fleiri að nota Raspberry Pi í XBMC?

Sent: Mán 15. Okt 2012 19:46
af hagur
Spurning hvort OpenElec sé eitthvað betra, hef ekki prófað það. Er náttúrulega bara XBMC í rauninni en á að vera eitthvað meira streamlined.

Re: Eru fleiri að nota Raspberry Pi í XBMC?

Sent: Mán 22. Okt 2012 01:23
af capteinninn
Ræður þetta alveg við t.d. 1080p myndir af flakkara?

Er þá að tala um útgáfuna með 512mb minninu?

Er búinn að setja upp streaming úr PC yfir í Xboxið en það er alveg óþolandi að geta ekki spólað fram og til baka því tengingin er of hægt og ég er að meta að kaupa frekar Raspberry til að setja í stofuna og nota svo bara nexus-inn eða símann eða eitthvað til að stjórna græjunni.

Er líka að spá hvort fólk sé að panta þetta frá Bandaríkjunum eða kaupa þetta einfaldlega í Miðbæjarradíó?
Er alveg til í að styrkja fyrirtækið (kaupi flesta af mínum köplum hjá þeim) en er alveg til í að borga eitthvað minna en tvöfalt verð, eru skattarnir háir á græjunni eða eitthvað álíka ?

Re: Eru fleiri að nota Raspberry Pi í XBMC?

Sent: Mán 22. Okt 2012 02:24
af rango
hannesstef skrifaði:Ræður þetta alveg við t.d. 1080p myndir af flakkara?

Er þá að tala um útgáfuna með 512mb minninu?

Er búinn að setja upp streaming úr PC yfir í Xboxið en það er alveg óþolandi að geta ekki spólað fram og til baka því tengingin er of hægt og ég er að meta að kaupa frekar Raspberry til að setja í stofuna og nota svo bara nexus-inn eða símann eða eitthvað til að stjórna græjunni.

Er líka að spá hvort fólk sé að panta þetta frá Bandaríkjunum eða kaupa þetta einfaldlega í Miðbæjarradíó?
Er alveg til í að styrkja fyrirtækið (kaupi flesta af mínum köplum hjá þeim) en er alveg til í að borga eitthvað minna en tvöfalt verð, eru skattarnir háir á græjunni eða eitthvað álíka ?


Ef tækið er nýlegt lcd þá styður það mögulega hdmi-cec eða einhvað álíka

hjá mér heitir þetta viera link og ég stjórna xbmc bara með fjarstýringuni

muna að stilla turbo mode í allavega 900

Openelec með turbo mode er smooth as butter á 256mb


Og hagur nenniru að athuga afkverju sarpurinn virkar ekki á Rpi?

kanski útaf arm vs x86?

Re: Eru fleiri að nota Raspberry Pi í XBMC?

Sent: Mán 22. Okt 2012 02:33
af Kosmor
rango skrifaði:Ef tækið er nýlegt lcd þá styður það mögulega hdmi-cec eða einhvað álíka

hjá mér heitir þetta viera link og ég stjórna xbmc bara með fjarstýringuni


Ó þakka þér svo innilega. með þessu commenti hvarf 3 metra framlengingin á usb músina mína!

Re: Eru fleiri að nota Raspberry Pi í XBMC?

Sent: Mán 22. Okt 2012 12:44
af capteinninn
rango skrifaði:
hannesstef skrifaði:Ræður þetta alveg við t.d. 1080p myndir af flakkara?

Er þá að tala um útgáfuna með 512mb minninu?

Er búinn að setja upp streaming úr PC yfir í Xboxið en það er alveg óþolandi að geta ekki spólað fram og til baka því tengingin er of hægt og ég er að meta að kaupa frekar Raspberry til að setja í stofuna og nota svo bara nexus-inn eða símann eða eitthvað til að stjórna græjunni.

Er líka að spá hvort fólk sé að panta þetta frá Bandaríkjunum eða kaupa þetta einfaldlega í Miðbæjarradíó?
Er alveg til í að styrkja fyrirtækið (kaupi flesta af mínum köplum hjá þeim) en er alveg til í að borga eitthvað minna en tvöfalt verð, eru skattarnir háir á græjunni eða eitthvað álíka ?


Ef tækið er nýlegt lcd þá styður það mögulega hdmi-cec eða einhvað álíka

hjá mér heitir þetta viera link og ég stjórna xbmc bara með fjarstýringuni

muna að stilla turbo mode í allavega 900

Openelec með turbo mode er smooth as butter á 256mb


Og hagur nenniru að athuga afkverju sarpurinn virkar ekki á Rpi?

kanski útaf arm vs x86?


Þakka kærlega svörin, ég verð með þetta annaðhvort tengt við lg lcd sjónvarp sem er ekki með neinum svoleiðis fítusum en ég nota bara xbmc remote á þetta eða þá að ég tengi þetta við myndvarpa og þá skiptir svosum ekki máli hvort hún geti sýnt full quality bara að þetta hökti ekki.

Re: Eru fleiri að nota Raspberry Pi í XBMC?

Sent: Mán 17. Des 2012 13:34
af viddi
Smá tip fyrir þá sem eru að keyra XBMC á RPi, hægt er að ná mjög góðu speedup í menu með því að færa library databaseinn á MySQL server sem keyrir á annari vél á local netinu :happy

Var að gera þetta hjá mér og finn fyrir mjög miklum mun hraða, ekkert hökt þegar ég er að fletta í gegnum movies/tv shows :D

Re: Eru fleiri að nota Raspberry Pi í XBMC?

Sent: Fim 27. Des 2012 01:28
af capteinninn
viddi skrifaði:Smá tip fyrir þá sem eru að keyra XBMC á RPi, hægt er að ná mjög góðu speedup í menu með því að færa library databaseinn á MySQL server sem keyrir á annari vél á local netinu :happy

Var að gera þetta hjá mér og finn fyrir mjög miklum mun hraða, ekkert hökt þegar ég er að fletta í gegnum movies/tv shows :D


Hvernig gerirðu þetta nákvæmlega?

Var að fá stóran disk til að setja allt efnið mitt á einn stað og er að klára að fara í gengum það með Ember til að passa að XBMC scrape-i almennilega. Einn helsti vankosturinn við XBMC á RPi er hvað það er lengi að loada í menu-inu, væri frábært að geta aukið hraðann með þessari aðferð sem þú talar um

Re: Eru fleiri að nota Raspberry Pi í XBMC?

Sent: Fim 27. Des 2012 04:22
af viddi
hannesstef skrifaði:Hvernig gerirðu þetta nákvæmlega?

Var að fá stóran disk til að setja allt efnið mitt á einn stað og er að klára að fara í gengum það með Ember til að passa að XBMC scrape-i almennilega. Einn helsti vankosturinn við XBMC á RPi er hvað það er lengi að loada í menu-inu, væri frábært að geta aukið hraðann með þessari aðferð sem þú talar um


Hér eru góðar leiðbeiningar hvernig þetta er gert.