Síða 1 af 1

Framlenging á ethernet snúru

Sent: Mið 10. Okt 2012 00:40
af capteinninn
Var að flytja í nýtt hús og Gagnaveita Reykjavíkur setti upp Ljósleiðarabox en tókst að missa af fullkomnum stað þar sem gamli routerinn hefur verið og þar sem eru nokkrir netkaplar sem leiða um íbúðina.

Er að spá hvort það sé til einhverskonar framlengingasnúra fyrir ethernet snúrur þannig að ég geti bara leitt úr gagnaveituboxinu og yfir í staðinn þar sem snúrurnar eru allar svo ég geti bara notað þær sem er búið að þræða um húsið?

Þyrfti tvær því Xboxið mitt virðist ekki pikka upp þráðlausa merkið frá routernum heldur.

Er þá að hugsa um einhverskonar male-female kapal eða eitthvað álíka

Re: Framlenging á ethernet snúru

Sent: Mið 10. Okt 2012 00:46
af AciD_RaiN
Ertu þá að tala um bara ethernet switch (ethernet fjöltengi)

Ég er með svona linksys switch og hef alveg verið með 4 tölvur tengdar við hann í einu http://pcweenie.com/hni/lan/lan4.shtml

Re: Framlenging á ethernet snúru

Sent: Mið 10. Okt 2012 00:51
af fallen
Ertu ekki að leitast eftir svona samtengi eða svona splitter?
Nb, ég hef enga reynslu af þessu og veit því ekki hversu vel þetta virkar.

Re: Framlenging á ethernet snúru

Sent: Mið 10. Okt 2012 00:52
af AciD_RaiN
fallen skrifaði:Ertu ekki að leitast eftir svona samtengi eða svona splitter?
Nb, ég hef enga reynslu af þessu og veit því ekkert hversu vel þetta virkar.

Ég hef greinilega verið að misskylja :face

Re: Framlenging á ethernet snúru

Sent: Mið 10. Okt 2012 00:54
af capteinninn
Ja var frekar að hugsa um bara snúru en ekkert millistykki þar á milli.

Á einn svona ethernet switch sem ég get notað þarna á milli en ég nenni ekki að kaupa annan ef ég get losnað við það.

Er sumsé með router í stofunni, ethernet snúra drífur ekki að ethernet tengi sem fer í dós og liggur í öll herbergin. Er að leitast eftir að geta bara tengt úr routernum yfir í ethernet switch sem ég tengi svo allar ethernet snúrurnar sem fara í dósir yfir íbúðina. Væri til í snúru sem er með female (tengi ethernet snúru í einn endann) og svo male á hinum endanum, basically eins og framlengingasnúra (ekki fjöltengi) fyrir rafmagn virkar

Re: Framlenging á ethernet snúru

Sent: Mið 10. Okt 2012 01:35
af Bjosep
Ég veit ekki til þess að það séu til male-female ethernet kaplar í búðum á íslandi.

Lausnin í þínu tilfelli er að fá þér bara svona RJ-45 samtengi eins og fallen bendir á. Það er nákvæmlega það sem þú ert að leita að, þú bara áttar þig ekki á því held ég.

Setur hana bara á einhvern kapal og þú ert kominn með male - female og þeir eru nánast alveg eins og male - female kaplarnir sem þú finnur á ebay ;)

Re: Framlenging á ethernet snúru

Sent: Mið 10. Okt 2012 02:20
af zedro
Eða einfaldlega verslar þér nýjan kapall. Ekki vera að einhverju fúski með hugsanlegum pakka missi :crazy
Cat6 kaplar eru ekki það dýrir :catgotmyballs

Re: Framlenging á ethernet snúru

Sent: Mið 10. Okt 2012 02:31
af ASUStek
rúllar einfaldega t.d í kísildal og færð þér gæða netsnúrur!

Re: Framlenging á ethernet snúru

Sent: Mið 10. Okt 2012 10:27
af capteinninn
Já ég myndi kaupa nýjar netsnúrur ef ég þyrfti ekki að þræða aftur allt draslið í gegn ef ég gerði það sem er of mikil vinna miðað við að ég verð hugsanlega ekki lengur í íbúðinni en út Janúar.

Ég þarf í raun bara eina langa snúru til að tengja frá routernum og í ethernet switchinn til að hafa þar sem allar snúrurnar eru og svo framlengingu til að tengja frá kaplinum í herberginu mínu og yfir í xbox eða mac mini sem er í herberginu mínu.

Ég prófa hugsanlega þetta RJ45 samtengi og sé hvernig það gengur, ég gæti líka svosum keypt fleiri svona net yfir rafmagn græjur en þær eru bara svo dýrar að ég tými því varla.

Re: Framlenging á ethernet snúru

Sent: Mið 10. Okt 2012 12:23
af KermitTheFrog
hannesstef skrifaði:Já ég myndi kaupa nýjar netsnúrur ef ég þyrfti ekki að þræða aftur allt draslið í gegn ef ég gerði það sem er of mikil vinna miðað við að ég verð hugsanlega ekki lengur í íbúðinni en út Janúar.

Ég þarf í raun bara eina langa snúru til að tengja frá routernum og í ethernet switchinn til að hafa þar sem allar snúrurnar eru og svo framlengingu til að tengja frá kaplinum í herberginu mínu og yfir í xbox eða mac mini sem er í herberginu mínu.

Ég prófa hugsanlega þetta RJ45 samtengi og sé hvernig það gengur, ég gæti líka svosum keypt fleiri svona net yfir rafmagn græjur en þær eru bara svo dýrar að ég tými því varla.


Eins og ég skil þig þá ertu með of stutta snúru úr tengli eða router. Afhverju kaupirðu ekki bara lengri snúru og skiptir henni út í staðinn fyri að fara að mausa eitthvað með svona samtengi og aðra snúru?

Þyrtir ekkert að þræða upp á nýtt.

Re: Framlenging á ethernet snúru

Sent: Mið 10. Okt 2012 17:40
af capteinninn
Okei.

Ég lagaði þetta á ákveðinn hátt, notaði net yfir rafmagn adapter sem ég átti og tengdi úr ljósleiðara routernum yfir í ethernet hub sem ég átti til og ég setti hann þar sem gamli adsl routerinn hafði verið og allar snúrurnar sem leiddu yfir í hin herbergin. Náði þannig að setja upp tengingu við öll herbergin.

Í einu herberginu var snúran of stutt og dreif ekki að Xbox-inu mínu og ég ætlaði að fá einhverskonar millistykki þannig að ég gæti tengt saman tvo venjulega ethernet kapla (male-male). Keypti í Tölvutek RJ45-RJ45 samtengi og setti þarna á milli en Xboxið tók ekki eftir neinni tengingu. Veit ekki hvort að gamla snúran sem var í húsinu sé orðin biluð eða eitthvað eða þá að RJ45 samtengið hafi ekki virkað. Allavega náði ég að tengja Xboxið þráðlaust sem virkaði ekki í gær og ég held að ég skítmixi þetta bara með því þangað til að eitthvað breytist.


Ég þakka alla aðstoðina frá ykkur