Síða 1 af 1

Vantar góðan bulk renamer fyrir sjónvarpsþætti.

Sent: Þri 09. Okt 2012 19:19
af Snorrmund
Er búinn að prufa theRenamer en hann virðist ekki virka hjá mér. Ég notaði Ember media manager fyrir bíómyndirnar og hann var að svínvirka en hann styður ekki bulk renaming á sjónvarpsþáttum. Það hlýtur einhver hérna að luma á góðri lausn :)

Re: Vantar góðan bulk renamer fyrir sjónvarpsþætti.

Sent: Þri 09. Okt 2012 19:38
af fallen
Ég hef notast við TVRename síðustu mánuði og allt gengið mjög vel. http://tvrename.com/

Re: Vantar góðan bulk renamer fyrir sjónvarpsþætti.

Sent: Þri 09. Okt 2012 19:46
af hagur
SickBeard sér um þetta hjá mér.

Re: Vantar góðan bulk renamer fyrir sjónvarpsþætti.

Sent: Þri 09. Okt 2012 19:52
af Snorrmund
Er meira að hugsa þetta fyrir safnið af þáttum sem ég á fyrir. Get ég látið SickBeard breyta nöfnunum á þáttunum þannig að þeir séu með svipuð nöfn og tjékka hvort að einhverja þætti vanti ?

Re: Vantar góðan bulk renamer fyrir sjónvarpsþætti.

Sent: Þri 09. Okt 2012 20:40
af Oak
TV rename er snilld...en sickbeard er meiri snilld en er kannski ekki gott fyrir alla. Hitt er meira svona imba proof.

Re: Vantar góðan bulk renamer fyrir sjónvarpsþætti.

Sent: Þri 09. Okt 2012 20:55
af hagur
Snorrmund skrifaði:Er meira að hugsa þetta fyrir safnið af þáttum sem ég á fyrir. Get ég látið SickBeard breyta nöfnunum á þáttunum þannig að þeir séu með svipuð nöfn og tjékka hvort að einhverja þætti vanti ?


Já, þú getur addað inn TV-seríu sem þú er þegar með á vélinni þinni og getur þá látið SickBeard sækja missing þætti ef einhverjir eru. Ég held að hann geti organizað og rename-að líka það sem þú ert þegar með.

Re: Vantar góðan bulk renamer fyrir sjónvarpsþætti.

Sent: Þri 09. Okt 2012 22:21
af svensven
Ég nota TVrename, hefur verið að gera góða hluti hjá mér. Bæði með það sem ég átti fyrir og eins sér það um að monitora nýja stöffið og rename-a það og færa á réttan stað.

Re: Vantar góðan bulk renamer fyrir sjónvarpsþætti.

Sent: Þri 09. Okt 2012 22:34
af Orri
Ég nota SickBeard.. tók smá stund að setja upp en þegar það virkar er það algjör snilld.

Smá off-topic:
Er einhver hérna að nota SickBeard með torrent og er að lenda í því að SickBeard finni ekki lengur þætti?

Re: Vantar góðan bulk renamer fyrir sjónvarpsþætti.

Sent: Mið 10. Okt 2012 09:48
af Vaski
Ég nota filebot til að endurskýra massa af þættum í einu: http://www.filebot.sourceforge.net
Ég hef að vísu aldrei notast við gui, heldur bara command-line dótið, það hefur virkað í 90% tilvika, lenti í helvítis vandræðum með að endurskýra Shamless uk seríuna, fór allt til fjandans
Þetta er línan sem ég nota:
filebot -rename [--action test] --format "{n.space('.')}.s{s.pad(2)}e{e.pad(2)}.{t.space('.')}" Þættir/Þáttarnafn//Season\ 1/* -non-strict
[hægt að hafa þetta til að sjá hvernig þetta kemur út áður en maður keyrir þetta í gegn, þá fyrir utan hornklofan, hefði átt að notast við þetta áður en ég nendunefndi alla shamless uk :( ]
og fá fæ ég út t.d. Red.Dwarf.s01e01.avi, en mér hefur fundist þetta format virka best með Boxee Boxinu mínu.

Re: Vantar góðan bulk renamer fyrir sjónvarpsþætti.

Sent: Mið 10. Okt 2012 16:16
af Snorrmund
Held að þetta TV Rename dót sé ekki að virka rétt hjá mér. Þegar ég fer í folder monitor á ég þá ekki að velja bara möppuna sem er með öllum þáttunum í ? t.d. X:\Þættir\ ? Ef ég geri það og vel check þá virðist hún ekkert finna neitt. Þarf ég kannski að adda hverri einustu möppu hjá öllum þáttunum ?

Re: Vantar góðan bulk renamer fyrir sjónvarpsþætti.

Sent: Mið 10. Okt 2012 16:21
af AntiTrust
Er í alvörunni enginn að nota MediaCenterMaster? Sorglegt.

Sér um allt hjá mér. Downloadar þáttum og myndum automatískt í gegnum torrent og Usenet, flokkar í réttar möppur og endurskýrir, eyðir finished/seeding skrám úr uTorrent, eyðir óþarfa skrám úr library-inu hjá mér, unrarar nýjar skrár og eyðir .rar skrám eftirá, skefur eftir metadata, sækir þætti aftur í tímann based á dags. eða season ef ég vil, eyðir út replicates, sækir texta, sækir trailera eða setur inn url f. trailera í metadataskrá sem XBMC getur m.a. lesið. - Og ég er örugglega að gleyma nokkrum hlutum.

9.5/10 hjá mér, borga 20USD á ári fyrir premium license, 50USD fyrir lifetime leyfi. Hef aldrei borgað með jafn glöðu geði fyrir hugbúnað.

Re: Vantar góðan bulk renamer fyrir sjónvarpsþætti.

Sent: Mið 10. Okt 2012 16:26
af bAZik
^ Myndi ekki henta mér, nota private síður og þarf að seeda og get þessvegna ekki verið að rename'a skrár og eyða úr µTorrent.

Annars er FileBot mjög góður renamer.

Re: Vantar góðan bulk renamer fyrir sjónvarpsþætti.

Sent: Mið 10. Okt 2012 16:31
af AntiTrust
bAZik skrifaði:^ Myndi ekki henta mér, nota private síður og þarf að seeda og get þessvegna ekki verið að rename'a skrár og eyða úr µTorrent.

Annars er FileBot mjög góður renamer.


Hver einn og einasti fítus er stillanlegur eftir hentisemi. Getur bara disabled þá fítusa sem þú vilt ekki hafa virka. Ég nota aldrei innlent torrent og fjarlægði því allt samstundis úr finished hjá mér. Þú getur líka ráðið því í MCM hversu lengi skráin fær að hanga inni að seedast.