Síða 1 af 1

Html - ráðleggingar

Sent: Þri 02. Okt 2012 14:50
af Garri
Sælir

Þarf að útbúa smá html skjal sem á í raun að líta út eins og prent-skjal, er nokkuð klár á hvernig ég formata texta með CSS, en, vantar smá ráðgjöf á hvernig ég næ eftirfarandi fram:

1) Blaðið eða html-síðan þarf að vera í ákveðinni upplausn. 800x1280 (800 víddin, 1280 hæðin)

2) Blaðið þarf að skiptast í tvo helminga, efri og neðri.

3) Þarf að vera hægt að skrolla í hvorum helmingi fyrir sig, upp og niður.

Hafði hugsað mér að búa til master html skjal og nota þar framset þannig að masterinn load-i hvorri frame-síðunni fyrir sig í hvorn helminginn. Hugsa að ég klári mig af því en gott væri að vita hvort önnur leið sé eðlilegri.

Re: Html - ráðleggingar

Sent: Þri 02. Okt 2012 15:11
af hagur
Þú þarft ekki frameset til að gera þetta, getur skilgreint bara tvö DIV, hvort um sig með fasta breidd og hæð og overflow:auto; til að fá scrollbars á þau ef contentið er stærra en þau sjálf.

Henti upp smá dæmi hér:

http://jsfiddle.net/eSJVN/

Re: Html - ráðleggingar

Sent: Þri 02. Okt 2012 16:08
af Garri
Já.. takk fyrir þetta!

Edit: Virkar flott!!!

Re: Html - ráðleggingar

Sent: Þri 02. Okt 2012 17:44
af hagur
Minnsta mál ;-)