Síða 1 af 1
Ljósleiðari Hringdu, að komast á netið?
Sent: Mán 24. Sep 2012 20:44
af audiophile
Sæl verið þið.
Nú er ég kominn með ljósleiðaraboxið frá Hringdu og sótti Edimax dót frá Hringdu og er að reyna að komast á netið. Link ljósið á boxinu hefur logað síða boxið var sett upp. Ég tengdi routerinn í fyrsta port á boxinu og tölvuna í port 4 á router. Ég kemst inn á router og get stillt hann á alla vegu. Ég kemst inn á vef gagnaveitunnar front01.4v.is og get loggað mig inn þar og valið einhverjar leiðir.
Ég hinsvegar kemst ekkert lengra. Er þjónustan bara ekki orðin virk eða er eitthvað augljóst að fara framhjá mér?
Ég er búinn að endurræsa ljósleiðaraboxið, sem er btw eitthvað glænýtt box. Einni hef ég endurræst router og tölvu.
Re: Ljósleiðari Hringdu, að komast á netið?
Sent: Mán 24. Sep 2012 20:46
af BugsyB
ertu með telsy boxið í wan tengi á router og tölvuna í porti 1 er ekki port 4 TV port eða hvað - ég þekki ekki þessa routera nægilega vel
Re: Ljósleiðari Hringdu, að komast á netið?
Sent: Mán 24. Sep 2012 21:02
af Starman
Þú þarft að skrá mac addressu á router og tölvu til að fá úthlutað ip addressu.
Það er undir "My Data Terminals/Devices" efst á síðunni hægra megin eftir að þú skráir þig inn.
Re: Ljósleiðari Hringdu, að komast á netið?
Sent: Mán 24. Sep 2012 21:51
af audiophile
Já boxið er tengt í WAN á router og ég setti í tengi 4 því þá virkað allt í einu að komast á síðu gagnaveitunnar. Ég fæ semsagt ekki IP adressu til að komast á netið.
En, ég á eftir að prófa það sem Starman sagði og vonandi virkar það.
Re: Ljósleiðari Hringdu, að komast á netið?
Sent: Mán 24. Sep 2012 21:59
af PepsiMaxIsti
Endurræstu router og telsey boxið, það ætti að endurræsa sig 2-3 þrisvar sinnum eftir að þú ert búinn að skrá þig inná gagnaveitu síðuna í gegnum routerinn
Re: Ljósleiðari Hringdu, að komast á netið?
Sent: Þri 25. Sep 2012 00:24
af kizi86
oft þarf líka að eyða út history í browsernum, þe fyrir daginn og daginn á undan, í örfáum tilfellum gæti þurft að þurrka út allt history í browsernum..
Re: Ljósleiðari Hringdu, að komast á netið?
Sent: Þri 25. Sep 2012 07:15
af audiophile
Jæja ég er búinn að bæta við báðum MAC adressum á Gagnaveitusíðuna, endurræsa boxið, routerinn og tölvuna. Ég fæ samt ekkert samband útávið. Kemur alltaf popup á network merkinu sem segir "Addiotional login may required...." eða eitthvað álíka. Ég kemst samt alltaf inná router og gagnaveituna.
Ég er víst með eitthvað nýtt ljósleiðarabox sem var verið að taka í notkun, heitir eitthvað Genexis.
Hvað á routerinn að vera stilltur á? Dynamic IP, Static, PPPoE?
Re: Ljósleiðari Hringdu, að komast á netið?
Sent: Þri 25. Sep 2012 08:27
af Starman
Dynamic IP
Re: Ljósleiðari Hringdu, að komast á netið?
Sent: Þri 25. Sep 2012 09:04
af einarth
Þú þarft ekki að skrá mac address á tölvunni - bara því tæki sem tengist í netaðgangstækið (sem er væntanlega bara routerinn).
Byrjaðu á að staðfesta að routerinn sé með alvöru ip tölu á wan interface (46.22.x.x eða 89.17.x.x) - ef hann er með 10.x.x.x tölu þá er eitthvað að klikka skráninginn á mac addressu routersins.
Kv, Einar.