Síða 1 af 1
Hvaða þráðlausa netkort?
Sent: Sun 23. Sep 2012 17:52
af CurlyWurly
Sælir.
Þannig er mál með vexti að núna vantar mig þráðlaust netkort í borðtölvuna til þess að geta tengst við netið. Það er of langt í routerinn hérna og mér finnst það einfaldlega of dýrt að kaupa einhver af þessum veggtengjum sem að leiða þetta í gegnum rafmagn.
Vil helst ekki eyða of miklum pening í þetta en ef það er mikill gæðamunur gæti ég sannfærst um að taka eitthvað aðeins dýrara.
Væri líka vel þegið að fá að vita muninn á því hvort netkortið noti Legacy PCI slot eða PCI-Express x1
Er til dæmis að horfa á muninn á
þessu og
þessu netkorti.
TL;DR: Vantar ódýrt þráðlaust netkort, hverju mæliði með?
Re: Hvaða þráðlausa netkort?
Sent: Mán 24. Sep 2012 21:33
af CurlyWurly
Bump
Re: Hvaða þráðlausa netkort?
Sent: Mán 24. Sep 2012 21:39
af Yawnk
Get selt þér USB netkort ef þú vilt
Re: Hvaða þráðlausa netkort?
Sent: Mán 24. Sep 2012 21:44
af CurlyWurly
Yawnk skrifaði:Get selt þér USB netkort ef þú vilt
Nenni eiginlega ekki að vera í einhverju USB veseni, held það sé þægilegra/hentugra að vera með þetta inni í vélinni.
Sjáum samt til hvað fólkið hérna segir, kannski er ég alveg til í USB kort.
Re: Hvaða þráðlausa netkort?
Sent: Mán 24. Sep 2012 21:49
af AciD_RaiN
Ef mér leyfist að koma með mína persónulegu skoðun þá myndi ég mikið frekar fá mér USB Wireless n kost þá aðallega upp á að minnka sjónmengun inni í turninum.
Re: Hvaða þráðlausa netkort?
Sent: Mán 24. Sep 2012 21:51
af CurlyWurly
AciD_RaiN skrifaði:Ef mér leyfist að koma með mína persónulegu skoðun þá myndi ég mikið frekar fá mér USB Wireless n kost þá aðallega upp á að minnka sjónmengun inni í turninum.
Er því miður ekki með gluggahlið á turninum og það er hvort eð er enginn í krinum mig sem að hefur einhvern áhuga á þessu þannig að innvortis útilt er ekki 100% efst á lista.
Er bara svo hræddur um að sendigetan á USB netkorti sé talsvert verri heldur en á internal korti.
Re: Hvaða þráðlausa netkort?
Sent: Mán 24. Sep 2012 21:53
af AciD_RaiN
Mín reynsla er sú að þessu USB kort eru alveg að gera sig og mikið minna vesen...
Re: Hvaða þráðlausa netkort?
Sent: Mán 24. Sep 2012 22:20
af Yawnk
AciD_RaiN skrifaði:Mín reynsla er sú að þessu USB kort eru alveg að gera sig og mikið minna vesen...
Ég er sammála þér í þessu.
Ég notaði USB netkort í 1 ár +- og reyndist alltaf vel
Re: Hvaða þráðlausa netkort?
Sent: Mán 24. Sep 2012 23:04
af littli-Jake
AciD_RaiN skrifaði:Mín reynsla er sú að þessu USB kort eru alveg að gera sig og mikið minna vesen...
Þú seigir þetta bara af því að þú getur ekki vatnskælt netkort
Re: Hvaða þráðlausa netkort?
Sent: Mán 24. Sep 2012 23:35
af CurlyWurly
littli-Jake skrifaði:AciD_RaiN skrifaði:Mín reynsla er sú að þessu USB kort eru alveg að gera sig og mikið minna vesen...
Þú seigir þetta bara af því að þú getur ekki vatnskælt netkort
Hef á tilfinningunni að hann myndi samt einhvernveginn ná að gera það...
Re: Hvaða þráðlausa netkort?
Sent: Þri 25. Sep 2012 10:51
af methylman
CurlyWurly skrifaði:littli-Jake skrifaði:AciD_RaiN skrifaði:Mín reynsla er sú að þessu USB kort eru alveg að gera sig og mikið minna vesen...
Þú seigir þetta bara af því að þú getur ekki vatnskælt netkort
Hef á tilfinningunni að hann myndi samt einhvernveginn ná að gera það...
Hann myndi reyna mikið til þess allavega
Re: Hvaða þráðlausa netkort?
Sent: Þri 25. Sep 2012 10:59
af AciD_RaiN
Það er alveg hægt en það væri bara mikil vinna og peningar sem færu í að smíða einhverja koparblokk og að ná að mounta hana einhvernvegin á þetta. Opnaði einmitt xbox tölvu um daginn til að fixa RROD og fyrsta sem ég hugsaði "Það er ekkert mál að vatnskæla þetta"
Re: Hvaða þráðlausa netkort?
Sent: Mið 26. Sep 2012 19:39
af CurlyWurly
Bump