Síða 1 af 1
Windows xp og edimax router
Sent: Fim 20. Sep 2012 10:26
af jardel
Er með ibm think pad vél og edimax router frá hringdu.
Vandamálið er það að ég dett alltaf út af netinu á 10 mín fresti.
Ég er með eina aðra vél með windows 7 og það er ekkert vesen með hana.
Það er búið að breyta öllum styllingum rétt í routernum, þannig að routerinn styður eldri netkort.
Ég prufaði að tengja tölvuna wireless á öðrum router i öðru húsi sem er hjá vodafone og það virkar fínt, dett ekkert út á honum.
Hvað er málið með það að ég dett alltaf út á 10 mín fresti á edimax routernum???
Re: Windows xp og edimax router
Sent: Fim 20. Sep 2012 11:20
af AntiTrust
Búinn að ná að stilla routerinn á G-staðal og WEP encryption?
Prufaðu að breyta um rás/tíðni á þráðlausa netinu, stillt á routernum.
Re: Windows xp og edimax router
Sent: Fim 20. Sep 2012 11:31
af jardel
Já er búinn að því og er búinn að prufa allar týðninar.
Mig grunar að þetta sé eitthvað ip tölu vesen. Þeir hjá hringdu geta ekki ráðið fram úr þessu.
Re: Windows xp og edimax router
Sent: Fim 20. Sep 2012 11:41
af kizi86
í router stillingunum, hvað ertu með stillt í channel width? (general setup -> Wireless ->Advanced Settings) Auto? eða bara 20mhz?
og hvað ertu með stillt í preamble type?
Re: Windows xp og edimax router
Sent: Fim 20. Sep 2012 11:47
af jardel
Er þetta ekki eitthvað annað er routerstyllingar kisi?
skal skoða það hvernig ég er með þetta styllt
Re: Windows xp og edimax router
Sent: Fim 20. Sep 2012 11:54
af playman
Er þetta ekki spurning um "lease time"?
Re: Windows xp og edimax router
Sent: Fim 20. Sep 2012 12:05
af jardel
lease time?
Re: Windows xp og edimax router
Sent: Fim 20. Sep 2012 12:15
af playman
Lease time, er hve leingi þú notar áhveðna IP tölu.
Áhvað bara að skjóta þessu fram.
Re: Windows xp og edimax router
Sent: Fim 20. Sep 2012 13:28
af kizi86
jardel skrifaði:Er þetta ekki eitthvað annað er routerstyllingar kisi?
skal skoða það hvernig ég er með þetta styllt
veit allaveganna þegar ég var með winxp með ekkert svo nýju þráðlausu netkorti, þá þurfti ég að setja á 20mhz channel width og stilla á long preamble...