Síða 1 af 1

Vandræði við að mounta flakkara í linux

Sent: Sun 09. Sep 2012 03:10
af Talmir
Daginn

Þannig er mál með vexti að ég er að reyna að mounta usb flakkara í linux, en er í smá basli með það.
Þegar ég keyri bara "mount /dev/sdb1 /run/mount" þá mountast drifið, nema hvað allir íslenskir stafir eru ?? ásamt því að þegar aðrir notendur en rót reynir að breyta einhverju þá fá þeir ekki permission. Svo ég reyndi allavega að fá permission til að breyta með "chgrp wheel mount" (Allir notendur eru í grúppuni "wheel") en þá fæ ég boðin "chgrp: changing group of 'mount':Operation not permitted".

Skrambinn hugsa ég þá og ákveð að grenslast aðeins meira fyrir í þessu svo ég athuga hvort drifið geti mögulega verið ntfs með skipunini "mount -t ntfs /dev/sdb1 /run/mount" en fæ þá eftirfarandi:

NTFS signature is missing.
Failed to mount '/dev/sdb': Invalid argument
The device '/dev/sdb' doesn't seem to have a valid NTFS.
Maybe the wrong device is used? Or the whole disk instead of a
partition (e.g. /dev/sda, not /dev/sda1)? Or the other way around?

Ég fæ sömu boð ef ég nota sdb í stað sdb1.

Það sem angrar mig svakalega er að ég veit að þetta á að vera hægt þar sem ég notaði einhvern innbygðann sjálfkrafa fítus í gnome 3 window managernum til að gera þetta og það virkaði allt fínt. Hinsvegar þá hef ég aftengt skjáinn og tölvan er núna bara hauslaus server svo ég er að reyna að gera þetta í command line.

Lumar einhver á geðveikri lausn fyrir mig? :)

Re: Vandræði við að mounta flakkara í linux

Sent: Sun 09. Sep 2012 03:28
af kubbur
Verður flakkarinn permanently mountaður þarna?

Re: Vandræði við að mounta flakkara í linux

Sent: Sun 09. Sep 2012 03:29
af Talmir
Nei, hann mun fara smá á flakk endrum og sinnum, en alltaf þegar hann mun vera tengdur við tölvuna þá er planið að hafa hann þar

Re: Vandræði við að mounta flakkara í linux

Sent: Sun 09. Sep 2012 05:34
af SteiniP
Byrjaðu að finna út hvaða skráarkerfi þetta er.

Kóði: Velja allt

fdisk -l | grep sdb1


og ekki mounta í /run/mount, það eru forrit sem nota þessa möppu.
ǵerðu nýja möppu í /media eða einhversstaðar þar sem þú þarft ekki root

Re: Vandræði við að mounta flakkara í linux

Sent: Sun 09. Sep 2012 13:05
af Talmir
Ég prufaði að mounta í /media/usb_drive en það endaði á sama hátt og áður. Engir íslenskir stafir og ekki hægt að breyta group né öðru.

Ég gerði fdisk-l |grep sdb1 og hér er útkoman
[root@Stormwind media]# fdisk -l | grep sdb1
/dev/sdb1 63 1953520064 976760001 c W95 FAT32 (LBA)

Re: Vandræði við að mounta flakkara í linux

Sent: Sun 09. Sep 2012 13:15
af gardar
Prófaðu að velja iso-8859-1 charset þegar þú mountar og notaðu umask til þess að frá read/write permissions.

Kóði: Velja allt

mount -t vfat -o iocharset=iso-8859-1,umask=000 /dev/sdb1 /mnt/flakkari

Re: Vandræði við að mounta flakkara í linux

Sent: Sun 09. Sep 2012 14:12
af Talmir
Ég fæ eftirfarandi þegar ég keyri þá skipun:

Kóði: Velja allt

[kristinnk@Stormwind mnt]$ sudo mount -t vfat -o iocharset=iso-8859-1,umask=000 /dev/sdb1 /mnt/usb_drive_1/
mount: wrong fs type, bad option, bad superblock on /dev/sdb1,
       missing codepage or helper program, or other error
       In some cases useful info is found in syslog - try
       dmesg | tail or so


Þegar ég geri "dmesg | tail" þá kemur eftirfarandi:

Kóði: Velja allt

[kristinnk@Stormwind mnt]$ dmesg | tail
[   13.776911] RPC: Registered tcp NFSv4.1 backchannel transport module.
[   14.940259] r8169 0000:04:00.0: p20p1: link up
[   14.940707] IPv6: ADDRCONF(NETDEV_CHANGE): p20p1: link becomes ready
[  120.764167] fuse init (API version 7.19)
[  120.896196] SELinux: initialized (dev fuse, type fuse), uses genfs_contexts
[ 2219.615939] FAT-fs (sdb1): IO charset iso-8859-1 not found
[ 2235.004888] FAT-fs (sdb1): IO charset iso-8859-1 not found
[ 2288.236655] SELinux: initialized (dev fuse, type fuse), uses genfs_contexts
[ 2338.014745] FAT-fs (sdb1): IO charset iso-8859-1 not found
[ 2385.246570] FAT-fs (sdb1): IO charset iso-8859-1 not found

Re: Vandræði við að mounta flakkara í linux

Sent: Sun 09. Sep 2012 14:18
af SteiniP
Það er iso8859-1 (sleppa fyrra bandstrikinu).
Held að þetta stafasett sé samt default, prófaðu utf8

Annars, afhverju ertu að nota fat32?

Re: Vandræði við að mounta flakkara í linux

Sent: Sun 09. Sep 2012 14:38
af Talmir
Það var eitthvað vesen með ntfs hér fyrir nokkru þar sem ein tölvan á heimilinu (mac) gat ekki notað diskinn ef hann var á ntfs svo ég fór yfir í fat 32..

En hinsvegar þá næ ég að mounta, og hann virkar fullkomlega fyrir utan að allir íslenskir stafir eru horfnir (komið _ í staðin fyrir þá svo "þættir" er "nú __ttir")