Síða 1 af 1

Upphal og Síminn

Sent: Þri 04. Sep 2012 18:11
af machinehead
Ég er að fara að upload'a helling af gögnum (50GB) á Dropbox account'inn minn.

Vitið þið hvort þetta hefur áhrif á erlenda gagnamagnið mitt hjá Símanum, þetta
fer allt gegnum ADLS en ekki 3G.

Re: Upphal og Síminn

Sent: Þri 04. Sep 2012 18:13
af hfwf
machinehead skrifaði:Ég er að fara að upload'a helling af gögnum (50GB) á Dropbox account'inn minn.

Vitið þið hvort þetta hefur áhrif á erlenda gagnamagnið mitt hjá Símanum, þetta
fer allt gegnum ADLS en ekki 3G.


Upload er ekki tekið inn í gagnamagn. Ættir að vera fullkomlega öruggur um að færa gögnin.

Re: Upphal og Síminn

Sent: Þri 04. Sep 2012 18:13
af ponzer
machinehead skrifaði:Ég er að fara að upload'a helling af gögnum (50GB) á Dropbox account'inn minn.

Vitið þið hvort þetta hefur áhrif á erlenda gagnamagnið mitt hjá Símanum, þetta
fer allt gegnum ADLS en ekki 3G.


Nei uphal er ekki mælt né rukkað

Re: Upphal og Síminn

Sent: Þri 04. Sep 2012 18:14
af machinehead
Glæsilegt, takk fyrir skjót svör...

Re: Upphal og Síminn

Sent: Þri 04. Sep 2012 20:33
af Haxdal
Hinsvegar eru Ack pakkar mældir (TCP handshake), svo ef þú ert að uploada helling af gögnum (helst yfir torrent) þá verður alltaf einhver niðurhalstraffík talin. En fyrir 50gig á dropbox þá er það ekkert svo svakalegt þar sem það ættu ekki að vera mörg handshake í transferinu (nema þetta sé alveg shiiiitload af skrám) :)

Re: Upphal og Síminn

Sent: Mið 05. Sep 2012 19:33
af johnnyb
ekki trolla gaurinn svona

auðvitað er upphal talið með það er ekki bara reiknað niðurhal heldur gagnamagns umferð

Re: Upphal og Síminn

Sent: Mið 05. Sep 2012 20:55
af Jafar
Haxdal skrifaði:Hinsvegar eru Ack pakkar mældir (TCP handshake), svo ef þú ert að uploada helling af gögnum (helst yfir torrent) þá verður alltaf einhver niðurhalstraffík talin. En fyrir 50gig á dropbox þá er það ekkert svo svakalegt þar sem það ættu ekki að vera mörg handshake í transferinu (nema þetta sé alveg shiiiitload af skrám) :)


/facedesk.jpg

Re: Upphal og Síminn

Sent: Mið 05. Sep 2012 21:07
af AntiTrust
johnnyb skrifaði:ekki trolla gaurinn svona

auðvitað er upphal talið með það er ekki bara reiknað niðurhal heldur gagnamagns umferð


EDIT: Ég er bara alls ekki viss lengur - Tekið temporary út.

Re: Upphal og Síminn

Sent: Mið 05. Sep 2012 21:11
af halldorjonz
Bíddu þannig þegar ég downloada eitthverri skrá á thepiratebay (1gb) og svo gleymi ég að taka hana úr torrent og dreifi kannski 2gb yfir nóttina,
er þá bara tekið 1gb af erlenda niðurhalinu mínu, ekki 3gb eins og ég hef alltaf haldið? :lol:

Re: Upphal og Síminn

Sent: Mið 05. Sep 2012 22:18
af natti
AntiTrust skrifaði:
johnnyb skrifaði:ekki trolla gaurinn svona

auðvitað er upphal talið með það er ekki bara reiknað niðurhal heldur gagnamagns umferð


EDIT: Ég er bara alls ekki viss lengur - Tekið temporary út.

Ha? hvað sagðiru? hverju missti ég af.

Anyway, ef að Síminn væri að taka alla "gagnamagns umferð" þá væri það e-ð nýtt, því það hefur ekki verið þannig.

Þess heldur, þá getið þið borið saman skilmála 3G þjónustu annarsvegar, og skilmála internet þjónustu hinsvegar.
http://www.siminn.is/adstod/nanar/item135069/ skrifaði:Í áskriftarleiðum í netþjónustu um farsímanet Símans er allt gagnamagn mælt, hvort sem það stafar af niðurhali og/eða upphali á innlendum og/eða erlendum gögnum.


http://www.siminn.is/adstod/nanar/item104580/ skrifaði:Síminn áskilur sér rétt til þess að takmarka þjónustu til viðskiptavinar tímabundið fari erlent niðurhal umfram það gagnamagn sem innifalið er í áskriftarleið viðskiptavinar. Fari erlent niðurhal umfram innifalið gagnamagn áskilur Síminn sér rétt til þess að minnka bandvídd tengingar hans til útlanda.


Ef þeir ætluðu nú að fara að taka á "upphali" líka, væru ekki líkur á að þeir myndu amk aðlaga skilmálana sína fyrst?

Re: Upphal og Síminn

Sent: Mið 05. Sep 2012 22:28
af fallen
Hvaða rugl er í gangi hérna? Upphal telur ekki. Er búinn að senda frá mér fleiri, fleiri TB á ýmsa erlenda private trackera og það hefur aldrei talið. Það stendur skýrum stöfum að erlent gagnamagn á áskriftarleiðum snýr að niðurhali.

Re: Upphal og Síminn

Sent: Fim 06. Sep 2012 11:25
af johnnyb
já sæll

ég verð að taka allt til baka

en eftir að hafa haft samband við bæði símann og vodafone þá sögðu báðir tækni gæjarnir strax að það væri allt mælt bæði upphal og niðurhal, þá sagði ég ertu alveg viss og báðir fóru og ræddu við aðra tæknimenn og komust báðir að þvi að upphal er í raun ekki mælt.

en sem betur fer er ég með góðan disclamer í undirskriftinni

Re: Upphal og Síminn

Sent: Fim 06. Sep 2012 15:50
af depill
Ég er nottulega ekki hlutlaus í þessu máli, en get samt sagt staðreyndir þar sem ég hef lesið skilmála allra fjarskiptafyrirtækjanna sem eru með þá á netinu. Að þá hef ég bara rekist á hjá einu fyrirtæki varðandi "fixed-line" broadband skilmála og það er vegna þjónustu Vodafone. Annars held ég að þetta sé nokkurn vegin ótakmarkað ( en ábyrgist ekki að þetta sé komið inn annars staðar )

Hins vegar hvort þeir framfylgja þessu er annað mál.

Skilmálar ADSL og Ljósleiðara Vodafone skrifaði:Til þess að tryggja öryggi í gagnaflutningum áskilur Vodafone sér rétt til að takmarka eða synja áskrifanda um þjónustu um stundarsakir eða til frambúðar, verði upphal eða niðurhal það mikið að það hafi áhrif á gagnaflutning annarra viðskiptavina Vodafone. Vodafone áskilur sér einnig rétt til að takmarka sérstaklega erlent niðurhal eða upphal viðskiptavina tímabundið fari það yfir viðmiðunarmörkum Vodafone á nokkurra daga tímabil. Upplýsingar um viðmiðunarmörk á hverjum tíma er að finna á vodafone.is.


http://www.vodafone.is/hjalp/internet/ljosleidari skrifaði:Hver eru viðmiðunarmörk Vodafone vegna upphals og niðurhals á nettengingum?
Viðmiðunarmörk eru mismunandi hverju sinni og taka mið af getu og álagi á burðarlagi. Mætti segja að að viðmiðunarmörk fyrir allt upphal eða allt niðurhal væri tvöfalt það magn sem er innifalið í þjónustuleiðinni (Vodafone 140 væri þá með 280GB sem viðmiðunarmörk). Erlent niðurhal í þjónustuleiðum telja ekki til viðmiðunarmarka. Ef ein nettenging sendir frá sér meira en 280GB af gögnum innan tímabils, þá hefur Vodafone rétt að takmarka upphal út tímabilið. Ef ein nettenging sækir meira en 280GB innanlands af gögnum innan tímabils, þá hefur Vodafone rétt til að takmarka innlent niðurhal út tímabilið.

Burðarlag er bakendi á interneti Vodafone. Og ef álagið verður of mikið á því t.d. vegna bilunar getur það leitt til tímabundnar þjónustuskerðingar

Re: Upphal og Síminn

Sent: Fim 06. Sep 2012 16:07
af GrimurD
depill skrifaði:Ég er nottulega ekki hlutlaus í þessu máli, en get samt sagt staðreyndir þar sem ég hef lesið skilmála allra fjarskiptafyrirtækjanna sem eru með þá á netinu. Að þá hef ég bara rekist á hjá einu fyrirtæki varðandi "fixed-line" broadband skilmála og það er vegna þjónustu Vodafone. Annars held ég að þetta sé nokkurn vegin ótakmarkað ( en ábyrgist ekki að þetta sé komið inn annars staðar )

Hins vegar hvort þeir framfylgja þessu er annað mál.

Skilmálar ADSL og Ljósleiðara Vodafone skrifaði:Til þess að tryggja öryggi í gagnaflutningum áskilur Vodafone sér rétt til að takmarka eða synja áskrifanda um þjónustu um stundarsakir eða til frambúðar, verði upphal eða niðurhal það mikið að það hafi áhrif á gagnaflutning annarra viðskiptavina Vodafone. Vodafone áskilur sér einnig rétt til að takmarka sérstaklega erlent niðurhal eða upphal viðskiptavina tímabundið fari það yfir viðmiðunarmörkum Vodafone á nokkurra daga tímabil. Upplýsingar um viðmiðunarmörk á hverjum tíma er að finna á vodafone.is.


http://www.vodafone.is/hjalp/internet/ljosleidari skrifaði:Hver eru viðmiðunarmörk Vodafone vegna upphals og niðurhals á nettengingum?
Viðmiðunarmörk eru mismunandi hverju sinni og taka mið af getu og álagi á burðarlagi. Mætti segja að að viðmiðunarmörk fyrir allt upphal eða allt niðurhal væri tvöfalt það magn sem er innifalið í þjónustuleiðinni (Vodafone 140 væri þá með 280GB sem viðmiðunarmörk). Erlent niðurhal í þjónustuleiðum telja ekki til viðmiðunarmarka. Ef ein nettenging sendir frá sér meira en 280GB af gögnum innan tímabils, þá hefur Vodafone rétt að takmarka upphal út tímabilið. Ef ein nettenging sækir meira en 280GB innanlands af gögnum innan tímabils, þá hefur Vodafone rétt til að takmarka innlent niðurhal út tímabilið.

Burðarlag er bakendi á interneti Vodafone. Og ef álagið verður of mikið á því t.d. vegna bilunar getur það leitt til tímabundnar þjónustuskerðingar
Ég er búinn að vinna hér í bráðum ár og ég hef aldrei séð eða heyrt um að þetta hafi verið gert og ég hef séð fólk nota mun meira en 140gb gagnamagn. Held þetta sé bara þarna ef ske kynni, ætla samt ekki að láta eins og ég þekki þetta neitt.