Síða 1 af 1

Read it to me forrit

Sent: Mán 03. Sep 2012 23:17
af vesi
Sælir vaktarar, er að lesa bók, og gengur vægast sagt illa með það. þar sem ég hef ekki fundið hana á audio formi er ég í smá veseni.
Mér var sagt af Read it to me forriti og þyrfti þá að "opna" bókina sem ég á líka á pdf formi og copy/paste hana yfir í word og láta lesa hana fyrir mig þaðan, hafið þið einhverja reinslu af þessu, hef heyrt bæði gott og slæmt þ,e. raddgervl-arnir kjánalegir. Vitið þið um eithvað betra en þessa lausn.
bestu kv.
Vesi

Re: Read it to me forrit

Sent: Þri 04. Sep 2012 09:51
af lifeformes
Hefurðu athugað hjá blindrafèlaginu, blind.is , þar eru til alveg endalaust að hljóðsnældum.

Re: Read it to me forrit

Sent: Þri 04. Sep 2012 10:25
af fannar82
lifeformes skrifaði:Hefurðu athugað hjá blindrafèlaginu, blind.is , þar eru til alveg endalaust að hljóðsnældum.


Eða prufa að senda þeim fyrirspurn, þeir eru líklegast með töluverða reynslu á svona forritum líka.

Mátt endilega pósta svarinu hér ef þú talar við þá

Re: Read it to me forrit

Sent: Þri 04. Sep 2012 12:51
af capteinninn
Það er til netútgáfa sem heitir Hlusta.is sem er með helling af bókum til að kaupa

Svo var líka til eitthvað forrit sem las texta upp fyrir mann af vefsíðum en ég man bara ekki hvað það hét