Síða 1 af 1

Vantar ráð um ubuntu/debian based system fyrir slakar vélar

Sent: Fim 30. Ágú 2012 21:35
af Eiiki
Sælir vaktarar

Nú erum við nemendur í rafmagns- og tölvuverkfræðinni við HÍ að fara að setja upp nýtt stýrikerfi á vélarnar í tölvuverinu okkar. Flestar þessar vélar eru frekar crappy og eru ekki að fara að ráða við nýleg ubuntu stýrikerfi. Nú þegar er á þeim ubuntu 9.10. Ég komst ekki að neinum vélbúnaðarupplýsingum í dag þegar ég var í þeim en ég geri ráð fyrir að minnið í þeim sé 512mb, alls ekki meira en 1gb allavega.

Núna á að formata þeim og setja upp nýtt stýrikerfi. Nú vantar mig góð ráð um hvaða stýrikerfi myndi henta best. Ég hafði hugsað mér að setja upp lubuntu 12.10 en það er samt full ljótt stýrikerfi.
Einu kröfurnar sem eru settar eru þær að hægt sé að keyra matlab, latex og komast á netið í þeim.
Hvaða stýrikerfi mynduð þið telja að hentaði best svo hægt sé að kreista það besta úr vélbúnaðinum. Það væri góður bónus að hafa jú ágætlega fallegt stýrikerfi í þokkabót :)

Með fyrirfram þökkum um góð ráð
Eiiki

Re: Vantar ráð um ubuntu/debian based system fyrir slakar vé

Sent: Fim 30. Ágú 2012 21:45
af CendenZ

Re: Vantar ráð um ubuntu/debian based system fyrir slakar vé

Sent: Fim 30. Ágú 2012 21:57
af Eiiki
CendenZ skrifaði:http://xubuntu.org

Takk fyrir. Hver er samt nákvæmlega munurinn á lubuntu og xubuntu?

Re: Vantar ráð um ubuntu/debian based system fyrir slakar vé

Sent: Fim 30. Ágú 2012 23:05
af Carc

Re: Vantar ráð um ubuntu/debian based system fyrir slakar vé

Sent: Fim 30. Ágú 2012 23:28
af SteiniP
Myndi bara setja upp debian sjálft á svona vélar. Þá Wheezy og jafnvel uppfæra í sid.
Getur svo bara valið þér grafískt viðmót. Er að nota mate ( http://mate-desktop.org/ ) núna, sem er í rauninni bara gnome2. Svo eru lxde og xfce og fleiri mjög létt í keyrslu.

Re: Vantar ráð um ubuntu/debian based system fyrir slakar vé

Sent: Mán 10. Sep 2012 23:55
af bjarkih
smá eftirá svar http://lubuntu.net/

Re: Vantar ráð um ubuntu/debian based system fyrir slakar vé

Sent: Þri 11. Sep 2012 14:41
af Eiiki
Þakka góð svör. Crunchbang mun koma til með að verða uppsett á vélarnar :)

Re: Vantar ráð um ubuntu/debian based system fyrir slakar vé

Sent: Þri 11. Sep 2012 14:54
af agust1337
Solaris(unix) :P