Síða 1 af 1

Nýja Microsoft merkið

Sent: Fim 23. Ágú 2012 18:47
af Orri
Jæja, eftir 25 ár ákvað Microsoft að núna væri rétt tíminn til að gera nýtt logo.
Microsoft Blog
Frétt um málið á Engadget

Mynd
Hvernig lýst mönnum á þetta?
Mér persónulega finnst þetta flott :)

Re: Nýja Microsoft merkið

Sent: Fim 23. Ágú 2012 18:50
af agust1337
Hvað ætli gaurinn hafi fengið mikið fyrir að nota sego font og búa til 4 kassa O.o?

Re: Nýja Microsoft merkið

Sent: Fim 23. Ágú 2012 19:03
af halldorjonz
agust1337 skrifaði:Hvað ætli gaurinn hafi fengið mikið fyrir að nota sego font og búa til 4 kassa O.o?


Haha satt, síðan er þetta alveg eins og gamla merkið nema bara meira stílhreint eins og er inn í dag er það ekki :japsmile

Re: Nýja Microsoft merkið

Sent: Fim 23. Ágú 2012 19:10
af bAZik
Flott og stílhreint, fíla'ða.

Re: Nýja Microsoft merkið

Sent: Fim 23. Ágú 2012 19:18
af upg8
Ég er ekki að fíla að það sé búið að klína Windows merkinu fyrir fyrir framan í nákvæmlega sömu mynd og það var í auglýsingunum fyrir Windows 95.... en heildarmyndin er fín.
Mynd

Re: Nýja Microsoft merkið

Sent: Fim 23. Ágú 2012 19:34
af appel
Þetta er svo neutral logo að það er varla hægt að mislíka það. Mér finnst það að hafa windows iconið alveg ásættanlegt, enda fyrirtækið mest þekkt fyrir það, þannig að ef þeir ættu að velja sér eitthvað icon þá er rökrétt að nota það. Hinsvegar finnst mér typefacið ekki nægilega gott. Það er of standard, einhver "sego font", of lítil áhersla í því. Ég hefði viljað sjá þetta meira í stíl við gamla fontinn.

Mér fannst gamla ágætt, búið að venjast og orðið auðþekkjanlegt, feitletrað og skáletrað Microsoft með svo brotið úr "o" á undan "soft".
Mynd

Re: Nýja Microsoft merkið

Sent: Fim 23. Ágú 2012 19:43
af appel
Svona hefði ég haft það:
ms.png
ms.png (5.51 KiB) Skoðað 2741 sinnum

Re: Nýja Microsoft merkið

Sent: Fim 23. Ágú 2012 20:32
af hagur
Stílhreint, clean og einfalt. I like it!

Re: Nýja Microsoft merkið

Sent: Fim 23. Ágú 2012 20:33
af Revenant
Bíddu bíddu, er Apple ekki með einkaleyfi á rúnuðum hornum? :troll

Re: Nýja Microsoft merkið

Sent: Fim 23. Ágú 2012 20:44
af appel
Revenant skrifaði:Bíddu bíddu, er Apple ekki með einkaleyfi á rúnuðum hornum? :troll

Og kössum.

Re: Nýja Microsoft merkið

Sent: Fim 23. Ágú 2012 20:47
af appel
Dreg það til baka, mér finnst nýja logoið bara fínt.

Re: Nýja Microsoft merkið

Sent: Fim 23. Ágú 2012 23:09
af upg8
Þetta hérna var lang flottasta merkið!
Áður en þeir bættu við þessum kössum sem eru bara ruglandi þar sem flestir tengja þá við Windows.

http://asia.cnet.com/is-microsoft-chang ... 218209.htm

Re: Nýja Microsoft merkið

Sent: Fös 24. Ágú 2012 01:09
af Orri
Þeir nota Segoe fontið þar sem þeir bjuggu það til og nota það í flest öllum vörum sínum :)
Þar sem nýja Windows merkið er ekki lengur með Windows litunum þá finnst mér flott hjá Microsoft að halda þeim lifandi í sínu merki..

Re: Nýja Microsoft merkið

Sent: Fös 24. Ágú 2012 01:34
af intenz
Metro stíll, I like it!

Re: Nýja Microsoft merkið

Sent: Fös 24. Ágú 2012 01:46
af rango
Mér finnst þetta frábært!

Fyrst þeir skjóta sig svona fallega í fótinn þá þarf linux ekki að "díla" við þennan skít :guy


Friður og amen :drekka