Síða 1 af 1

Vandræði með SABnzbd og Sickbeard/Couchpotato

Sent: Mið 22. Ágú 2012 20:46
af Kristján Gerhard
Sælir trommuheilar!

Er með Ubuntu server jálk sem keyrir fyrir mig ýmsar þjónustur. Þar á meðal er uTorrent server/Couchpotato/Sickbeard/Headphones uppsetning, sem og Plex Media Server.

Gerði um daginn tilraun til að skipta yfir í SABnzbd. Setti það upp og configuraði CP og SB til að nota nzb indexa til að leita og SABnzbd til að downloada.

Þetta virkar nokkurnveginn. Sickbeard finnur frekar takmarkað, en ég á enn eftir að kaupa VIP á nsbmatrix svo það gæti útskýrt það. Það sem verra er að mér er fyrimunað að fá post processing til að virka hjá mér, hvorki fyrir CP né SB.

Er einhver með slíka uppsetningu sem virkar?

KG

Re: Vandræði með SABnzbd og Sickbeard/Couchpotato

Sent: Mið 22. Ágú 2012 20:56
af OliA
Hvaða error ertu að fá i loginu í sb og cp ?

Re: Vandræði með SABnzbd og Sickbeard/Couchpotato

Sent: Mið 22. Ágú 2012 21:11
af Kristján Gerhard
OliA skrifaði:Hvaða error ertu að fá i loginu í sb og cp ?


Það er nefninlega málið, ég fæ enga errora. Sem segir mér að ég hljóti að vera með þetta eitthvað vitlaust configgað. En hvað er vitlaust... það er spurningin.

Re: Vandræði með SABnzbd og Sickbeard/Couchpotato

Sent: Mið 22. Ágú 2012 21:19
af OliA
Í SB ertu með hakað í "Scan and Process" ?
Ef svo er, þá ertu með rétt dir í "TV Download Dir"

Og ertu með CP2 ?

Re: Vandræði með SABnzbd og Sickbeard/Couchpotato

Sent: Mið 22. Ágú 2012 21:33
af Kristján Gerhard
OliA skrifaði:Í SB ertu með hakað í "Scan and Process" ?
Ef svo er, þá ertu með rétt dir í "TV Download Dir"

Til að byrja með var ég með hakað í "Scan and Process". Þá var "TV Download Dir" rétt. Það virkaði ekki. Þá náði ég í sabToSickbeard.py scriptuna og setti í skriptufolder sem ég tilgreindi í SABnzbd, tók hakið úr "Scan and Process" og fjarlægði möppuvísunina.
Og ertu með CP2 ?



Re: Vandræði með SABnzbd og Sickbeard/Couchpotato

Sent: Mið 22. Ágú 2012 23:09
af Oak
http://totalhtpc.com/TheCompleteUsenetGuide.pdf

Spurning hvort að þetta hjálpi þér eitthvað.