Síða 1 af 1

W7 + dual monitors

Sent: Mán 20. Ágú 2012 19:27
af Skari
Er í smá vandræðum, er með 2 skjái og er í augnablikinu að horfa á stream á secondary skjánum og ég vill geta gert fullscreen og það verði á secondary skjánum en það fer alltaf sjálfkrafa í fullscreen á primary skjáinn.
Er búinn að vera að google-a þetta án árangurs, orða þetta eflaust eitthvað vitlaust en ef einhver hefur ráð varðandi þessu þá væri hún vel þegin.

Og til að bæta við þetta þá er ég að nota sopcast og þar er engar stillingar varðandi monitors.

Re: W7 + dual monitors

Sent: Mán 20. Ágú 2012 19:30
af Gúrú
Búinn að leika þér að því að un-fullscreena og fullscreena aftur á skjánum sem þú vilt?

Þetta kemur einstaka sinnum fyrir mig á justin.tv og twitch en þessar hreyfingar laga þetta alltaf og þetta fer þangað sem ég vil að það fari.

Re: W7 + dual monitors

Sent: Mán 20. Ágú 2012 19:37
af Skari
Gúrú skrifaði:Búinn að leika þér að því að un-fullscreena og fullscreena aftur á skjánum sem þú vilt?

Þetta kemur einstaka sinnum fyrir mig á justin.tv og twitch en þessar hreyfingar laga þetta alltaf og þetta fer þangað sem ég vil að það fari.



Já búinn að prófa það, endaði bara á að skipta um primary monitor þá tímabundið meðan ég er að horfa á streamið.. ætti að geta lifað það ^^

Re: W7 + dual monitors

Sent: Mán 20. Ágú 2012 19:57
af Gúrú
Tja þetta á ekki að vera svona, hvaða stream síða er þetta?

Re: W7 + dual monitors

Sent: Mán 20. Ágú 2012 20:05
af Skari
Gúrú skrifaði:Tja þetta á ekki að vera svona, hvaða stream síða er þetta?


Er að nota sopcast, er að horfa á fótboltaleik og er þá ekkert að nota neitt browser, eingöngu forritið..
Oftast hefur það virkað fyrir mig að opna þetta í VLC og stækka það bara í secondary monitor en get það ekki núna þar sem streamið hökktar meira ef ég nota VLC

Re: W7 + dual monitors

Sent: Mán 20. Ágú 2012 20:18
af Graven
Ég var með svipað vandamál, þurfti alltaf að fara inní nvidia control panel og skipta um skjái, en fann svo Ultramon forritið og það bjargaði lífi mínu. Bý til profiles þar og svo bara quicklaunch-bar til að velja þá skjá-samsetningu sem hentar hverju sinni, er með 3 skjái btw.

Re: W7 + dual monitors

Sent: Mán 20. Ágú 2012 20:20
af Skari
Graven skrifaði:Ég var með svipað vandamál, þurfti alltaf að fara inní nvidia control panel og skipta um skjái, en fann svo Ultramon forritið og það bjargaði lífi mínu. Bý til profiles þar og svo bara quicklaunch-bar til að velja þá skjá-samsetningu sem hentar hverju sinni, er með 3 skjái btw.


Kíki á það, takk fyrir

Re: W7 + dual monitors

Sent: Mán 20. Ágú 2012 22:19
af Límband
Basically lausnin á þessu er að færa forritið sem þúy ert með í gangi fram og til baka (gerir það með því að vera með focus á t.d. Chrome og ýta á "Windows takkann + <" og svo "Windows takkann + >" og endar á að gera "Windows takkann + ^" (hugsanlega windows takki + ^ tvisvar sinnum fyrir full screen)

En eftir að þú ert búinn að þessu geturðu farið í það forrit sem þú varst að færa og ýtt á full-screen, þá fer það í full-screen á þeim skjá sem þú varst að færa.