Síða 1 af 1

Hjálp, Get ekki tengst netinu þráðlaust!

Sent: Þri 14. Ágú 2012 23:50
af hrafn123
Ég get ekki lengur tengst þráðlausa netinu heima hjá mér, tölvan mín er sú eina sem getur það ekki þannig þetta er ekki routerinn. Ég get þó tengst í gegnum Ethernet

Þetta vandamál byrjaði í dag, ég var að fikta eitthvað í gær í Task Manager þannig kannski gerði ég eitthvað þar?

Þegar ég troubleshoota þessu þá kemur upp "Wireless capability is turned off", og fyrir aftan það "Not fixed"
Fyrr í dag troubleshootaði ég og það stóð eitthvað um Wireless Network Driverinn, en man ekki akkúrat hvað stóð.

Niðri í horninu er svona rautt X yfir internetmerkið,

Mynd

Mynd


Ég er með Qualcomm Atheros AR9285 netkort (held ég)

Mynd

Hvernig get ég lagað þetta? ég er að fara með tölvuna í viðgerð að skipta um body á henni þannig ég gæti látið þá laga þetta en hún fer ekki í viðgerð fyrr en eftir viku þannig mig langar að laga þetta sjálfur. :)

Mig grunar að ég þurfi að downloada einhverjum driver en ég veit ekki alveg hvaða, Vonandi getið þið hjálpað mér.

Kv. Hrafn.

Re: Get ekki tengst netinu þráðlaust!

Sent: Þri 14. Ágú 2012 23:55
af Gúrú
Það er mjög tæpt að þú hafir uninstallað driver og þurfir að sækja hann aftur. Það er erfitt að gera það óvart án þess að gera sér grein fyrir því.

Það er oftast vegna hotkeya á lyklaborðum fartölvna sem að fólk lendir í þessu veseni og fær þá nákvæmlega þetta "Wireless capability is turned off" sem þú fékkst.

Taktu endilega screenshot af Control Panel -> Device manager með "Network adapters" sýnt.

Farðu því næst í Network and Sharing Center -> Change Adapter Settings -> Hægri klikka á þráðlausa netkortið (varst þar í einni myndinni)
og farðu í Properties -> Configure -> og gáðu hvort það standi "Enable Device" í "General" og ef svo er smelltu á það.

Re: Get ekki tengst netinu þráðlaust!

Sent: Mið 15. Ágú 2012 00:06
af hrafn123
Gúrú skrifaði:Það er mjög tæpt að þú hafir uninstallað driver og þurfir að sækja hann aftur. Það er erfitt að gera það óvart án þess að gera sér grein fyrir því.

Það er oftast vegna hotkeya á lyklaborðum fartölvna sem að fólk lendir í þessu veseni og fær þá nákvæmlega þetta "Wireless capability is turned off" sem þú fékkst.

Taktu endilega screenshot af Control Panel -> Device manager með "Network adapters" sýnt.

Farðu því næst í Network and Sharing Center -> Change Adapter Settings -> Hægri klikka á þráðlausa netkortið (varst þar í einni myndinni)
og farðu í Properties -> Configure -> og gáðu hvort það standi "Enable Device" í "General" og ef svo er smelltu á það.


Tók skjáskot af bæði sem þú sagðir

Mynd

Re: Get ekki tengst netinu þráðlaust!

Sent: Mið 15. Ágú 2012 06:16
af Minuz1
Lestu leiðbeiningarnar fyrir fartölvuna þína, athugaðu hvort þú finnir þar takka sem slekkur/kveikir á þráðlausu netsambandi (airplane mode)

Re: Get ekki tengst netinu þráðlaust!

Sent: Mið 15. Ágú 2012 12:14
af hrafn123
Minuz1 skrifaði:Lestu leiðbeiningarnar fyrir fartölvuna þína, athugaðu hvort þú finnir þar takka sem slekkur/kveikir á þráðlausu netsambandi (airplane mode)



Nei ertu ekki að tala um takka á hliðinni á tölvunni? hef reynt það :)

Re: Hjálp, Get ekki tengst netinu þráðlaust!

Sent: Mið 15. Ágú 2012 14:49
af hrafn123
Er búinn að leysa þetta, ég ruglaðist á On og Off á takkanum á hliðinni. :face :face :face

og takk fyrir Minuz1