Síða 1 af 1
Tal : Skipti
Sent: Fim 09. Ágú 2012 23:19
af BjarniTS
Ég ákvað að skipta um símafyrirtæki.
Tal - Takk fyrir mig.
500k á mánuði fyrir 10Gb á stærsta 3G kerfi landsins.
Djöfull er ég sáttur , hélt ég færi aldrei frá Nova en nú spara ég ótal peninga og fæ betra 3G samband.
Hvernig eru menn að meta svona Tal?
Re: Tal : Skipti
Sent: Fös 10. Ágú 2012 03:11
af J1nX
er ekki fullgróft að rukka 500þúsund fyrir 10gígabæt?
Re: Tal : Skipti
Sent: Fös 10. Ágú 2012 04:34
af paze
Mér finnst TAL viðbjóðslegt fyrirtæki og mun seint skipta yfir í TAL, sama hvaða gimmick markaðsbrellur þeir nota.
Re: Tal : Skipti
Sent: Fös 10. Ágú 2012 04:38
af intenz
paze skrifaði:Mér finnst TAL viðbjóðslegt fyrirtæki og mun seint skipta yfir í TAL, sama hvaða gimmick markaðsbrellur þeir nota.
+1
Sent from my Nexus 7 using Tapatalk 2
Re: Tal : Skipti
Sent: Fös 10. Ágú 2012 14:37
af wicket
Ef þetta er satt getur Tal hoppað uppí rassgatið á sér.
http://twitter.com/birgisson/status/225377698879516672
Re: Tal : Skipti
Sent: Fös 10. Ágú 2012 14:59
af AntiTrust
Hvernig gætu þeir tæknilega framkvæmt þetta? Ein MAC/Device per SIM?
Re: Tal : Skipti
Sent: Fös 10. Ágú 2012 15:00
af tlord
bannað að virkja 'teathering' ?? varla
gæði nets er svosem spurning. etv eru Tal kúnnar í verri QoS flokki en Síminn kúnnar
(hver er þessi gaur annars)
Re: Tal : Skipti
Sent: Fös 10. Ágú 2012 15:00
af intenz
AntiTrust skrifaði:Hvernig gætu þeir tæknilega framkvæmt þetta? Ein MAC/Device per SIM?
Skv. iPhone manual:
Personal Hotspot requires a supporting hotspot tethering plan from your carrier.Sent from my Nexus 7 using Tapatalk 2
Re: Tal : Skipti
Sent: Fös 10. Ágú 2012 15:30
af Oak
Ef að þeir leyfa það ekki þá er þetta náttúrulega vita gagnslaust...
Re: Tal : Skipti
Sent: Fös 10. Ágú 2012 15:53
af gunni91
Tal er med verstu þjónustu sem finnst á þessu jarðríki! Ég er buinn ad lenda illa í þeim og nokkrir vinir mínir líka...
Re: Tal : Skipti
Sent: Fös 10. Ágú 2012 16:05
af Some0ne
þetta er samt ljúft tilboð sama hvað, meina hversu mikið service þarf maður að hafa við þetta.
Re: Tal : Skipti
Sent: Fös 10. Ágú 2012 19:19
af razrosk
skil ekki þetta með personal hotspot, ég náði bara í app og gat breytt iphone í hotspot.. no prob, það var meira segja starfsmaður tals sem að sagði þetta við mig: "...svo geturu breytt iphone í hotspot og notað þessi 10gig..."
Re: Tal : Skipti
Sent: Sun 12. Ágú 2012 12:39
af BjarniTS
Menn ættu að kynna sér þjónustuna og spara stóru orðin.
Virkar bara fínt ,
Internet.tal.is skal fara í APN undir Internet Tethering (ios tæki)
Tal lokar ekki á personal hotspot á neinn máta.
Ég er rosa sáttur með hvað þeir senda út sterkt merki.
Menn verða líka að gera sér grein fyrir því að 2G (símtöl o.fl) verður leyst af bráðlega með háhraðaneti.
Menn tala meira og meira yfir gagntengingu(wifi,3g) í dag (viber , skype , voxer)
Re: Tal : Skipti
Sent: Sun 12. Ágú 2012 14:43
af bAZik
BjarniTS skrifaði:Ég er rosa sáttur með hvað þeir senda út sterkt merki.
Speedtest?
Re: Tal : Skipti
Sent: Sun 12. Ágú 2012 18:21
af intenz
Hvernig er TAL svo að fúnkera hjá ykkur sem eruð þar?
Renna þessi 10 GB út eftir mánuð?
Sent from my Nexus 7 using Tapatalk 2
Re: Tal : Skipti
Sent: Sun 12. Ágú 2012 21:31
af BjarniTS
intenz skrifaði:Hvernig er TAL svo að fúnkera hjá ykkur sem eruð þar?
Renna þessi 10 GB út eftir mánuð?
Sent from my Nexus 7 using Tapatalk 2
Ég geng út frá því að þau renni út eftir mánuð. Sjálfur var ég að selja snjallsímann minn og er á milli símakaupa.
Hraðinn sem ég er að frá 2-4 mb. Mesti hraði sem ég hef séð mældan hjá TAL var 7mb.
Það sem ég finn fyrir hjá TAL er að ég næ sambanndi á stærra svæði , lenti oft í því hjá NOVA að 3G sambandið var að detta út og inn. Þetta sé ég ekki hjá TAL.
NOVA er frábært fyrirtæki sem er rekið af góðum hópi af þrælduglegu fólki með þjónustulund sem sprengir öll met , mín reynsla er sú. En nú er svo komið að TAL hentar veskinu mínu betur og ég er tilbúinn að sætta mig við hugasnlega minni þjónustu (færri útibú o.s.f) ef að ég fæ að borga minna.
Hvað varðar fyrirtæki sem selja þjónustuOGáskriftarleiðir Þá borgar sig frekar að reyna að fylgjast með og velja það besta sem er í boði í stað þess að velja sér eitt símafyrirtæki og ætla að halda sig við það óháð því hvað aðrir bjóða. Slík hegðun er samkeppnisheftandi.