Síða 1 af 1
stream pælingar...
Sent: Mið 08. Ágú 2012 03:02
af darkppl
Hérna er hægt að streama efni af xbmc í fartölvu tildæmis í skóla eða einhvað?
Ef ekki hver væri auðveldasta leiðin?
Re: stream pælingar...
Sent: Sun 12. Ágú 2012 01:44
af darkppl
Mér finnst svo þæginlegt að nota xbmc er hægt að streama úr xbmc yfir netið á aðra tölvu?
Re: stream pælingar...
Sent: Sun 12. Ágú 2012 01:58
af Oak
Plex Media Server er meira fyrir það sem þú ert að pæla...svo notarðu Plex Media Center sem er sambærilegt xbmc og getur líka notað xbmc til að komast inná plex serverinn.
Re: stream pælingar...
Sent: Sun 12. Ágú 2012 11:33
af AntiTrust
Sýnist svarið mitt hafa dottið út í uppfærsluveseninu.
XBMC streymir ekki frá sér nema með skítamixi. Plex er flott og transkóðar yfir í Android/iOS platform en ég veit ekki hvort það transkóðar yfir í PC, getur prufað að nota shared content. Hinsvegar er subsonic mjög flott, með http based login og getur kúplað transkóðunina/gæðin upp og niður eftir vild.