Síða 1 af 1

Vantar excel sérfræðing

Sent: Þri 17. Júl 2012 14:07
af capteinninn
Er að reyna að setja upp tímaskjal fyrir excel en er í smá bobba.

Vill setja inn tíma sem ég byrjaði að vinna og tíma þegar ég kláraði, heildarfjölda tíma og líka dagvinnutíma og yfirvinnutíma.

Ekkert mál að sjá um fyrstu þrjá liðina en þegar kemur að því að skipta upp dagvinnutímanum og yfirvinnutímanum fatta ég ekki hvaða formúlu ég get notað. Nota t.d. [=INT((C3-B3)*24)] til að reikna út heildarfjölda vinnutíma en hvernig get ég skipt þessu upp í dagvinnu og yfirvinnu?

Einnig er ég að skoða hvernig ég get látið excel reikna út að ef prósenta fer yfir einhverja tölu (t.d. 15%) þá fæ ég einhverja tölu (t.d. 1) og ef prósentan fer svo yfir aðra tölu (t.d. 30%) þá fæ ég aðra tölu (t.d. 2).

Þakka alla hjálp

Re: Vantar excel sérfræðing

Sent: Þri 17. Júl 2012 14:12
af Tbot
Ef þú veist heildar tímafjöldann, þá getur þú dregið dagvinnuna frá, hjá flestum eru það 8 tímar á dag, og þar með veistu fjölda yfirvinnustunda

Síðan er það spurning hvernig þú heldur utan um ef það er komið of seint til vinnu en síðan er unnin yfirvinna. Flestir atvinnurekendur samþykkja ekki að þú vinnir bara 4 tíma í dagvinnu en síðan rest í yfirvinnu.

Re: Vantar excel sérfræðing

Sent: Þri 17. Júl 2012 14:20
af capteinninn
Já en hjá mér er það bara yfirvinna þegar klukkan er orðin meira en 18 minnir mig

Re: Vantar excel sérfræðing

Sent: Þri 17. Júl 2012 14:26
af ManiO
Það hlýtur að vera hægt að hafa það þannig að þú setur inn klukkan hvað þú byrjar að vinna og svo hvenær þú hættir. Setja svo einhverja skilyrðissetningu sem að tekur þessar tvær tímasetningar og gefur þér útkomuna.

Re: Vantar excel sérfræðing

Sent: Þri 17. Júl 2012 14:34
af rapport
hannesstef skrifaði:Er að reyna að setja upp tímaskjal fyrir excel en er í smá bobba.

Vill setja inn tíma sem ég byrjaði að vinna og tíma þegar ég kláraði, heildarfjölda tíma og líka dagvinnutíma og yfirvinnutíma.

Ekkert mál að sjá um fyrstu þrjá liðina en þegar kemur að því að skipta upp dagvinnutímanum og yfirvinnutímanum fatta ég ekki hvaða formúlu ég get notað. Nota t.d. [=INT((C3-B3)*24)] til að reikna út heildarfjölda vinnutíma en hvernig get ég skipt þessu upp í dagvinnu og yfirvinnu?

Einnig er ég að skoða hvernig ég get látið excel reikna út að ef prósenta fer yfir einhverja tölu (t.d. 15%) þá fæ ég einhverja tölu (t.d. 1) og ef prósentan fer svo yfir aðra tölu (t.d. 30%) þá fæ ég aðra tölu (t.d. 2).

Þakka alla hjálp



Dagvinna 8 -18, max 8 klst.
Álag/yfirvinna allt yfir 8 klst eða eftir kl. 18

Dæmi, er með leikjalyklaborð, vantar nokkra takka get ekki gert formúlurnar og ert ekki með excel á tölvunni til að fikta þetta til...

Dálkar
A = mæting
B = brottför
C = dagvinna = min(b-a;18:00-a)
D = Yfirvinna = ef b-a er meira en 8, þá = max (b-a) eða (b-18:00)

kannski er ég að klikka á einhverjum forsendum...

Re: Vantar excel sérfræðing

Sent: Þri 17. Júl 2012 15:49
af capteinninn
rapport skrifaði:Dagvinna 8 -18, max 8 klst.
Álag/yfirvinna allt yfir 8 klst eða eftir kl. 18

Dæmi, er með leikjalyklaborð, vantar nokkra takka get ekki gert formúlurnar og ert ekki með excel á tölvunni til að fikta þetta til...

Dálkar
A = mæting
B = brottför
C = dagvinna = min(b-a;18:00-a)
D = Yfirvinna = ef b-a er meira en 8, þá = max (b-a) eða (b-18:00)

kannski er ég að klikka á einhverjum forsendum...


Þetta virkar allavega ekki hjá mér, skil ekki nákvæmlega hvaða formúlur þú ert að nota í C og B

Re: Vantar excel sérfræðing

Sent: Þri 17. Júl 2012 16:48
af tdog

Kóði: Velja allt

Inn                Út                 DV                 YV                 YV Hefst 
A                  B                  C                  D                  E
08:00              20:000             E2-A2              E2-B2              16:00


Þetta virkar hjá mér.

Re: Vantar excel sérfræðing

Sent: Þri 17. Júl 2012 20:24
af stjani11
Tbot skrifaði:Ef þú veist heildar tímafjöldann, þá getur þú dregið dagvinnuna frá, hjá flestum eru það 8 tímar á dag, og þar með veistu fjölda yfirvinnustunda

Síðan er það spurning hvernig þú heldur utan um ef það er komið of seint til vinnu en síðan er unnin yfirvinna. Flestir atvinnurekendur samþykkja ekki að þú vinnir bara 4 tíma í dagvinnu en síðan rest í yfirvinnu.



Þarf maður ekki að hafa unnið í 8 tíma til að byrja að fá yfirvinnu?

Re: Vantar excel sérfræðing

Sent: Þri 17. Júl 2012 20:33
af Halli13
hannesstef skrifaði:Einnig er ég að skoða hvernig ég get látið excel reikna út að ef prósenta fer yfir einhverja tölu (t.d. 15%) þá fæ ég einhverja tölu (t.d. 1) og ef prósentan fer svo yfir aðra tölu (t.d. 30%) þá fæ ég aðra tölu (t.d. 2).


Getur allavegna notað conditional formatting í þetta.

En þarftu að taka mið af matartíma, eða á hann að vera launaður? og tekuru líka eftirvinnu inní eða fer allt umfram dagvinnu beint í yfirvinnu?

Re: Vantar excel sérfræðing

Sent: Þri 17. Júl 2012 21:35
af tdog
stjani11 skrifaði:
Tbot skrifaði:Ef þú veist heildar tímafjöldann, þá getur þú dregið dagvinnuna frá, hjá flestum eru það 8 tímar á dag, og þar með veistu fjölda yfirvinnustunda

Síðan er það spurning hvernig þú heldur utan um ef það er komið of seint til vinnu en síðan er unnin yfirvinna. Flestir atvinnurekendur samþykkja ekki að þú vinnir bara 4 tíma í dagvinnu en síðan rest í yfirvinnu.



Þarf maður ekki að hafa unnið í 8 tíma til að byrja að fá yfirvinnu?


Nei, dagvinnutímabil er skilgreint í kjarasamningum. Ef þú byrjar að vinna kl 15:00 og vinnur til 22:00, þá færðu 2 tíma í dagvinnu og restina í yfirvinnu.

Re: Vantar excel sérfræðing

Sent: Þri 17. Júl 2012 21:38
af krat
tdog skrifaði:
stjani11 skrifaði:
Tbot skrifaði:Ef þú veist heildar tímafjöldann, þá getur þú dregið dagvinnuna frá, hjá flestum eru það 8 tímar á dag, og þar með veistu fjölda yfirvinnustunda

Síðan er það spurning hvernig þú heldur utan um ef það er komið of seint til vinnu en síðan er unnin yfirvinna. Flestir atvinnurekendur samþykkja ekki að þú vinnir bara 4 tíma í dagvinnu en síðan rest í yfirvinnu.



Þarf maður ekki að hafa unnið í 8 tíma til að byrja að fá yfirvinnu?


Nei, dagvinnutímabil er skilgreint í kjarasamningum. Ef þú byrjar að vinna kl 15:00 og vinnur til 22:00, þá færðu 2 tíma í dagvinnu og restina í yfirvinnu.


misjafnt eftir stéttar félagi og samningum við hvern og einn en já annars er það almennt svoleiðs

Re: Vantar excel sérfræðing

Sent: Þri 17. Júl 2012 22:17
af stjani11
tdog skrifaði:
stjani11 skrifaði:
Tbot skrifaði:Ef þú veist heildar tímafjöldann, þá getur þú dregið dagvinnuna frá, hjá flestum eru það 8 tímar á dag, og þar með veistu fjölda yfirvinnustunda

Síðan er það spurning hvernig þú heldur utan um ef það er komið of seint til vinnu en síðan er unnin yfirvinna. Flestir atvinnurekendur samþykkja ekki að þú vinnir bara 4 tíma í dagvinnu en síðan rest í yfirvinnu.



Þarf maður ekki að hafa unnið í 8 tíma til að byrja að fá yfirvinnu?


Nei, dagvinnutímabil er skilgreint í kjarasamningum. Ef þú byrjar að vinna kl 15:00 og vinnur til 22:00, þá færðu 2 tíma í dagvinnu og restina í yfirvinnu.



heitir það ekki eftirvinna? eða er það það sama

Re: Vantar excel sérfræðing

Sent: Þri 17. Júl 2012 22:45
af tdog
Það fer bara eftir kjarasamningum