Síða 1 af 1
ljósleiðari og vdsl saman?
Sent: Mán 09. Júl 2012 13:24
af gardar
Góðan daginn.
Þekkir það einhver hér hvort það sé hægt að vera með tvennskonar internet áskrift í sömu íbúð, þar að segja bæði vdsl og ljósleiðara?
Re: ljósleiðari og vdsl saman?
Sent: Mán 09. Júl 2012 13:45
af hfwf
Kemur ekki vdsl í gegnum símalínurnar i.e. xDSL? og ef svo sé ég ekki problemið.
Re: ljósleiðari og vdsl saman?
Sent: Mán 09. Júl 2012 13:52
af gardar
ég sé einmitt ekki vandamálið sjálfur, var bara að spá hvort mér væri að yfirsjást eitthvað
Re: ljósleiðari og vdsl saman?
Sent: Mán 09. Júl 2012 16:47
af mind
Nýtist reyndar í mjög fáa hluti en jú þetta er ekkert mál, VDSL keyrir á koparlínum síðustu metrana inní húsin.
Re: ljósleiðari og vdsl saman?
Sent: Mán 09. Júl 2012 16:49
af AntiTrust
Ég er með ADSL frá Símanum og Ljós frá GR/Voda í sama hús, alveg aðskildar lagnir svo þetta er ekkert mál.
Re: ljósleiðari og vdsl saman?
Sent: Mán 09. Júl 2012 17:05
af fannar82
AntiTrust skrifaði:Ég er með ADSL frá Símanum og Ljós frá GR/Voda í sama hús, alveg aðskildar lagnir svo þetta er ekkert mál.
Ma eg spurja tilhvers?
Re: ljósleiðari og vdsl saman?
Sent: Mán 09. Júl 2012 17:31
af AntiTrust
fannar82 skrifaði:AntiTrust skrifaði:Ég er með ADSL frá Símanum og Ljós frá GR/Voda í sama hús, alveg aðskildar lagnir svo þetta er ekkert mál.
Ma eg spurja tilhvers?
Nota ljósið fyrir mig, DSLið fyrir atvinnu heima við. Aðskil aðgang inn á innranet auðveldlega, kem í veg fyrir hættu á vírussmitunum frá vélum viðskiptavina inn á eigin vélar, get breytt WPA/WEP stillingum eftir þörfum þegar ég er með eldri tæki í viðgerð og þarf ekki að vera að nýta persónulegt erlent gagnamagn í Windows uppfærslur, rekla og annað slíkt, það telur fljótt.
Re: ljósleiðari og vdsl saman?
Sent: Mán 09. Júl 2012 17:38
af wicket
Ekkert vesen og virkar fínt.
Er sjálfur með ljósleiðara fyrir mig og Ljósnetið fyrir vinnuna. Vinnan gerir kröfur um ákveðna hluti sem þurfa að vera lokaðir og kröfur á ákveðið öryggi sem að heimilisnotkunin myndi aldrei sætta sig við, því frábært að geta haft þetta aðskilið og báðar tengingar hafa virkað frábærlega.
Ljósnetið hefur þó verið með betri uppitíma sem mér finnst fyndið.
Re: ljósleiðari og vdsl saman?
Sent: Mán 09. Júl 2012 18:52
af gardar
Ég er akkúrat í þessum hugleiðingum varðandi stöðugleika að gera. Síminn er með lang stöðugustu tenginguna og besta route-ið úr landi en því miður ekki hægt að fá ljósleiðara tengingar á gagnaveituljós frá þeim.
Planið er því vdsl frá símanum sem almenna nettengingu og svo ljósleiðari sem skráarþjónn og afritunarþjónn verða tengdir við.
Re: ljósleiðari og vdsl saman?
Sent: Mið 18. Júl 2012 17:19
af tdog
gardar skrifaði:Góðan daginn.
Þekkir það einhver hér hvort það sé hægt að vera með tvennskonar internet áskrift í sömu íbúð, þar að segja bæði vdsl og ljósleiðara?
Það er ekkert mál. Pantar bara ljósleiðara hjá öðrum þjónustuaðila. Síðan færðu þér dual wan router
Re: ljósleiðari og vdsl saman?
Sent: Fim 19. Júl 2012 15:29
af tlord
tdog skrifaði:gardar skrifaði:Góðan daginn.
Þekkir það einhver hér hvort það sé hægt að vera með tvennskonar internet áskrift í sömu íbúð, þar að segja bæði vdsl og ljósleiðara?
Það er ekkert mál. Pantar bara ljósleiðara hjá öðrum þjónustuaðila. Síðan færðu þér dual wan router
er maður þá ekki með 2 ip tölur? geta þær virkað saman í einu dánlódi?
Re: ljósleiðari og vdsl saman?
Sent: Fim 19. Júl 2012 15:59
af mind
Jú og já.
Re: ljósleiðari og vdsl saman?
Sent: Fim 19. Júl 2012 16:29
af emmi
Hvar fær maður svona dual wan router?
Re: ljósleiðari og vdsl saman?
Sent: Fim 19. Júl 2012 17:00
af tdog
Ég hef verið að leita mér af dual wan router sem styður redundancy og balancing, held að
http://www.draytek.us/user/PdInfoDetail.php?Id=31# þessi verði fyrir valinu,
Re: ljósleiðari og vdsl saman?
Sent: Fim 19. Júl 2012 17:17
af tlord