jolnir skrifaði:Ég hef nú bara ávallt fengið lélega þjónustu hjá þeim [Símanum]
...
en ég var nú aðalega að gera þennan þráð til að sjá hvort þetta væri eithvað betra annarstaðar.
Það eru til horrorsögur um flest fyrirtæki, sem og sögur um afbragðsþjónustu.
Með stærri fyrirtæki (Símann/Vodafone) þá er auðveldara að finna fleiri sögur um hvorutveggja.
Ef þú ert óánægður með Símann þá geturu athugað Vodafone, og öfugt.
Eða jafnvel skoðað aðila eins og Hringdu/Símafélagið...
Benzmann skrifaði:mér finnst vodafone langbestir overall, bæði í samskiptum og þjónustu, vinn mikið við uppihald á netkerfum hjá ýmsum fyrirtækjum, og þegar það kemur að því að maður þurfi að glíma eitthvað við ISP, þá kemur vodafone best út að mínu mati,
síminn er með það glataða þjónustu að mínu mati, mér líður stundum þegar ég er að tala við fólkið hjá símanum að ég sé að tala við simpansa.
Það hafa allir sína sögu að segja.
Ég hef t.a.m. fengið mun betri þjónustu frá Símanum* en Vodafone, mestmegnis sökum þess að ég hef betri tengiliði hjá Símanum en Vodafone.
Vodafone var hinsvegar með afbragðs þjónustu á "stjórnborðinu" eftir skrifstofutíma hérna fyrir kreppu.
Eftir kreppu ákvað Voda hinsvegar að slaufa þessari þjónustu, þannig að nú eru Síminn og Vodafone eins hvað varðar fyrirtækjatengingar, öll þjónusta skal vera á skrifstofutíma, eða þá að fyrirtækið borgar útkall.
*Smáa letrið: Ég vinn hjá dótturfyrirtæki Símans.