Síða 1 af 1
Vírusvarnir
Sent: Mið 04. Júl 2012 20:33
af machinehead
Ég var að velta fyrir mér, ég er að keyra á Eset Smart Security 5 eins og er og hef alltaf verið með einhverja
fría útgáfu af AdAware. Ég var að pæla að uppfæra AdAware í paid version en fór að velta fyrir mér
hvort það væri í lagi að keyra þessi tvö samtímis?
http://lavasoft.com/products/ad_aware.p ... e=prospect
Re: Vírusvarnir
Sent: Mið 04. Júl 2012 20:38
af Pandemic
Það er aldrei í lagi að keyra tvær vírusvarnir saman.
Re: Vírusvarnir
Sent: Mið 04. Júl 2012 20:40
af machinehead
Pandemic skrifaði:Það er aldrei í lagi að keyra tvær vírusvarnir saman.
Nei, ég hélt nefnilega alltaf að AdAware væri ekki vírusvörn, svipað og Spybot.
Re: Vírusvarnir
Sent: Mið 04. Júl 2012 20:41
af AciD_RaiN
Þú ert þarna með allra bestu vírusvörn sem ég hef persónulega kynnst þannig ég sé ekki ástæðu fyrir að vera með einhverja aðra líka. Kannski eitthvað rangt hjá mér en ég var alltaf með ESET smart security en er búinn að skipta í MSE og finnst hún ekkert síðri samt...
Re: Vírusvarnir
Sent: Mið 04. Júl 2012 20:44
af Pandemic
machinehead skrifaði:Pandemic skrifaði:Það er aldrei í lagi að keyra tvær vírusvarnir saman.
Nei, ég hélt nefnilega alltaf að AdAware væri ekki vírusvörn, svipað og Spybot.
My bad hélt að hann væri að tala um Avast
Re: Vírusvarnir
Sent: Fim 05. Júl 2012 21:03
af machinehead
Any other comments?
Re: Vírusvarnir
Sent: Fim 05. Júl 2012 21:07
af agust1337
Svona "best paid" vírusvörn er BitDefender Internet Security 2012, imo.
Re: Vírusvarnir
Sent: Fim 05. Júl 2012 21:52
af KermitTheFrog
Get snarlega mælt með MacAfee vírusvörninni.
Snilldar alhliða vörn gegn vírusum og bara til að vernda heimilisnetið.
Með All Access útgáfunni færðu svo leyfi fyrir fimm notendur á ótakmarkað magn af tækjum.
Mæli sterklega með því að fólk kynni sér vöruna sem er á einstöku kynningarverði hjá Tölvutek.
http://www.tolvutek.is/vara/mcafee-inte ... r-3-tolvurhttp://www.tolvutek.is/vara/mcafee-all- ... 5-notendur
Re: Vírusvarnir
Sent: Fim 05. Júl 2012 22:05
af dandri
Bestu fríu vírusvarnirnar að mínu mati eru Avast! og Microsoft security Essentials
Re: Vírusvarnir
Sent: Fim 05. Júl 2012 23:11
af Moquai
Eru ekki vírusvarnir alveg ótrúlega overrated?
Ég kannski einu sinni verið með eitthverja vírusvörn, en allavega ekki í nokkur ár.
Hef aldrei verið í eitthverju veseni með "vírusa" eða eitthvað álíka.
Re: Vírusvarnir
Sent: Fim 05. Júl 2012 23:27
af dandri
Jú, það er bara til svo miklu meira af óværu heldur en bara vírusar og vírusvarnirnar hjálpa til við að halda því frá.
Re: Vírusvarnir
Sent: Fös 06. Júl 2012 00:07
af CurlyWurly
Leit á þetta hjá þér og tók eftir að ég sé engar upplýsingar um hvað þetta dugir lengi. Kaupiru bara pakkann á 10 þúsund og þú átt vírusvörn sem dugar gjaldlaust að eilífu eða er þetta 1 árs skráning sem þú þarft að endurnýja eða eitthvað?
Re: Vírusvarnir
Sent: Fös 06. Júl 2012 11:19
af beggi90
http://www.av-test.org/en/tests/home-user/marapr-2012/Mæli með frírri útgáfu af AVG.
Eina sem ég hata við þá er að þeir reyna að troða á mann toolbar.
Re: Vírusvarnir
Sent: Fös 06. Júl 2012 11:26
af Hargo
MSE og almenn skynsemi er allt sem þú þarft að mínu mati.
Gott að skanna af og til með Malwarebytes líka.
Re: Vírusvarnir
Sent: Fös 06. Júl 2012 12:03
af mundivalur
Þeir sem eru á porn,crack,sumar torrent síður og fleiri góðar sem segja click here
þeir þurfa góða vírus og spyware vörn
Re: Vírusvarnir
Sent: Fös 06. Júl 2012 12:59
af Skari
Hef verið að nota Kaspersky Internet Security í langan tíma og hefur hentað mér vel hingað til.
Re: Vírusvarnir
Sent: Fös 06. Júl 2012 14:55
af Frantic
Hargo skrifaði:MSE og almenn skynsemi er allt sem þú þarft að mínu mati.
Gott að skanna af og til með Malwarebytes líka.
+1
Re: Vírusvarnir
Sent: Fös 06. Júl 2012 16:59
af GuðjónR
Það er víst fátt verra en að fá vírus ... nema kannski vírusvörn.