Síða 1 af 1

Lost

Sent: Mið 14. Júl 2004 20:37
af Sveinn
Sorry en ég þarf bara að spyrja, en málið er að harði diskurinn minn krassaði(Linkur af sama vandamáli nema bara hjá öðrum vaktara), og það var að koma tölvumaður hingað og náði að recovera öll lögin og eiginlega bara allt, en vandamálið er MJÖG PIRRANDI, öll lögin t.d, 2000 lög eða eitthvað(veit ekki einusinni hvort þetta voru öll lögin mín, þótt ég held ekki), þau heita öll FILE01, FILE02, FILE03... þannig ég þarf að rename-a þau öll, en það stendur á mörgum þeirra, ef ég stilli á details, nafnið á laginu og með hvaða hljómsveit, þannig ég þarf allavega ekki að finna út hvað lagið heitir á öllum lögunum, en á sumum þarf ég þess, but anyway. Er til eitthvað forrit sem þú veist "deep scannar" lagið eða eitthvað sull og finnur út hvað það heitir?

Sorry ég veit að þetta hljómar asnalega, en ég þurfti bara að spyrja, er ekki alveg að nenna þessu!

Sent: Mið 14. Júl 2004 20:54
af MezzUp
"ID3 tag editor" - svo finnurru út rest

Sent: Fim 15. Júl 2004 09:10
af Stutturdreki
Að minnsta kosti í Windows Media Player geturðu leyft forritinu að breyta nafninu á skránni um leið og það sækir upplýsingar um mp3 skránna af netinu.. hlýtur að vera svipað í Winamp eða öðrum media playerum..

Windows Media Player -> Tools -> Options -> Media Library

Og haka við:
    Update my music files..
    Find media information for music..
    Rename and rearrange music..

Sent: Fim 15. Júl 2004 19:39
af ICM
[Eytt af virðingu við MezzUp]

Sent: Fim 15. Júl 2004 19:46
af Snorrmund
wtf? icave hvern fjandann veist þú og þykist vita ? hver veit nema gaurinn hafi ekki vitað af þessum möguleika..

Sent: Fim 15. Júl 2004 19:55
af MezzUp
IceCaveman skrifaði:dreki þessir gaurar eru svo paranoid að þeir vilja ekki að Microsoft og aðrir aðilar geti séð hvað þeir eru að hlusta á....

:roll: :roll: :roll:

Sent: Fös 16. Júl 2004 09:01
af Stutturdreki
MezzUp skrifaði:
IceCaveman skrifaði:dreki þessir gaurar eru svo paranoid að þeir vilja ekki að Microsoft og aðrir aðilar geti séð hvað þeir eru að hlusta á....

:roll: :roll: :roll:


Heh.. well.. ef fólki finnst gaman að renama +2000 skrár handvirkt..

Sent: Fös 16. Júl 2004 12:29
af Pandemic
Itunes gerir þetta held ég líka :roll:
Samt myndi ég skjóta mig frekar en að nota þann djöfull þetta er memory drainer dauðans