Síða 1 af 1

Vandræði með net

Sent: Mið 19. Mar 2003 22:43
af Tesli
Málið er það að í húsinu mínu er ein vinnutölva og í öðru herbergi er mín tölva og það er ADSL 256 í vinnutölvunni og það er kveikt á henni allann sólahringinn , Þær eru svo tengdar saman (netkort í netkort) og internetinu deilt á þær, báðar tölvur með Xp-professional.

Ég er að verða brjálaður á því að geta ekki notað WINMX,skrá mig á síður og spila leiki á netinu (aðeins hægt í vinnutölvunni)
Hvað er best að nota til að laga þetta , það var einhver lélegur tölvugaur sem setti eitthvað ömurlegt forrit sem virkaði í klukkutíma og búið.

Er einhver af ykkur sem er í sömu vitleisu og hefur náð að díla við þetta leiðinlega vandamál :?

Sent: Mið 19. Mar 2003 22:57
af Voffinn
man...
give us some more detail...hvernig módem erut með? ertu með firewall ? hvað kemur þegar þú reynir að fara í netleiki?

Sent: Mið 19. Mar 2003 23:56
af MezzUp
Hvað meinarru með "skrá mig á síður"?
Annars hljómar þetta einsog firewall vandamál.....

Sent: Fim 20. Mar 2003 07:24
af Tesli
Ég bara veit ekki allveg með þetta firewall. Það er allavega router hér og bara ADSL módem ,veit ekki meira en það.

Þegar ég reyni að skrá (notendanafn) mig á síður eins og þessa eða kvartmilan.is og hugi.is fleiri þannig síður.

Á þetta að virka allveg venjulega?
Er þá eitthvað armennilegt forrit til að bjarga þessu?

Sent: Fim 20. Mar 2003 07:26
af Tesli
Og ég er ekki með módem, bara LAN netkort sem tengist í vinnutölvuna.

Sent: Fim 20. Mar 2003 10:25
af Jakob
Athugaðu hvort ADSL tengingin sé nokkuð "firewalled" ... Þe. með þessum innbygða XP eldvegg. Checkaðu líka netkortin.

Sent: Fim 20. Mar 2003 11:57
af Tesli
Er þetta allveg fullkomið hjá ykkur á secondary tölvuna ykkar, getið þið farið á winmx og allt svoleiðis....

Sent: Fim 20. Mar 2003 13:26
af Jakob
Ég er með sér ADSL router... Ef þú færð þér svoleiðis þá væru
öll þín vandamál leyst.
Ég mæli með Draytek Vigor og Linksys routerum.

Sent: Sun 23. Mar 2003 01:11
af gumol
Ertu að nota eitthvað sérstagt forrit til að share tengingunni eða bara það sem fylgdi með Windows'inu?
Firewalinn sem fylgjir með Win XP á að slökkva á sér sjálfkrafa þegar þú notar ICS.

Sent: Sun 23. Mar 2003 11:00
af Voffinn
svo ef þú ert með svona ics og þarf að forwarda portum.... farðu á analogx.com mynnir mig...þar sem svona port mapper

Sent: Fim 03. Apr 2003 13:20
af glas
ég er með svipað vandamál en munurinn er sá að ég get eingöngu ekki farið á dc++ og spilað q3 online. Þetta er sherað með ics

Sent: Fim 03. Apr 2003 14:23
af MezzUp
Ertu búinn að prufa port mapper einsog Voffinn benti á? Annars ætti DC++ að virka í passive mode.

Sent: Fim 03. Apr 2003 14:45
af Voffinn
ef þú notar þennan port mapper, þá forwardarðu 411 og 412 tcp/udp og lætur síðan ip þína í þar til gerðan kassa í dc forritið og portið 411 þar við hliðina á.

Sent: Fim 03. Apr 2003 18:16
af MezzUp
ha?
Ég valdi mér(hvað sem þú vilt fyrir ofan 1024) bara eitt port og forwardaði því og sló síðan portið inní boxið fyrir aftan IP töluna í settings í DC++

Sent: Fim 03. Apr 2003 18:36
af Voffinn
:shock: , Þetta virkar alveg hjá mér, svona. :)
Minnir að ég hafi lesið þetta einhver staðar.

Sent: Fim 03. Apr 2003 19:36
af MezzUp
Þetta virkar auðvitað, en þú þarft ekki að nota port 411(þú mátt velja hvað sem er) og síðan er óþarfi að vera með port 412 opið ef að þú notar það ekki...... :)