Síða 1 af 1

Keyboard vandamál á Mandrake 10.0

Sent: Þri 13. Júl 2004 10:35
af djjason
Ég var að setja upp Mandrake 10.0 á lappanum mínum en ég lendi í því í hvert sinn þegar ég er búinn að vera smá stund í kerfinu að lyklaborðið hættir að virka. Það er bara eins og það detti alveg úr sambandi, engir stafir virka og engin ljós kvikna þótt ég ýti á td caps lock.

Kannast einhver við málið? Ég er búinn að vera að reyna að googla málið og það hefur ekki skilað mér tilætluðum hingaðtil.

Sent: Þri 13. Júl 2004 15:39
af tms
Ég hef aldrei heyrt annað eins, hvernig tengi notar lyklaborðið? USB eða góða gamla PS/2?

Sent: Þri 13. Júl 2004 16:46
af Wagoneer
Hann sagði að þetta væri lappi... þannig að lyklaborðið er innbyggt.

Sent: Þri 13. Júl 2004 18:01
af djjason
Eftir að hafa aðeins spjallað við þá sem eru klárari en ég á Linux þá hitti ég á einn sem á sama lappa og ég og hann kannaðist alveg við vandamálið.

Þetta á að lagast með uppfærslu á BIOS og update á driver fyrir touchpad-ið....en ég á eftir að prófa það. Pósta kanski hingað árangrinum af því þannig að aðrir sem hugsanlega eiga sömu/svipaða týpu af vél lendi ekki í því sama.