Síða 1 af 1

Vefyfirlit (niðurhal) hjá Símanum að bila

Sent: Mán 30. Apr 2012 19:42
af kepler
Sælir. Er með nettengingu hjá Símanum. Hámark erlent niðurhal er 40 Gb. - þarf að greiða aukalega ef fer yfir og þeir láta ekki vita sbr. skilmálar.
Reyni að fylgjast með þessu náið og passa að fara ekki yfir. Þannig fór að bera á villumeldingum og misvísandi upplýsingum í gær yfir erlent niðurhal. Sjáið mynd, ýmist er sagt 0 GB í apríl eða annað.

Ákvað að hafa samband við þjónustuver í tölvupósti. Þeir svara samdægur, fæ tölvupóst frá 'tæknideild' yfir hvernig á að breyta úr GB í MB - svo sem rétt þar sem ég vissi ekki betur og hélt ég væri farinn yfir gagnamagn þar sem stóð í MB á einum stað í yfirliti og var kringum 40.xxx MB < 40 GB :sleezyjoe

Þeir endurtóku ennfremur það sem ég vissi nú þegar - að ef farið er umfram láta þeir ekki vita og gjaldtaka er sjálfvirk eins og maður fær að vita þegar áskrift er pöntuð - eða orðrétt úr tölvupósti:
Einnig látum við vv. ekki vita áður en hann er gjaldfærður fyrir 10GB aukalega, þetta er partur af ADSL þjónustu (og skilmálum hennar) sem viðskiptavinur samþykkti þegar hann kom í þjónustu til okkar.
En það var einmitt þess vegna sem maður hefur áhyggjur og ákveður frekar að spyrja þá að þessu öllu saman-og eru þeir þá HISSA!

En þeir létu samt alveg vera að svara öðrum spurningum-svo sem afhverju verið var að sýna '0' GB í niðurhal eða villumeldingar á öðrum stað. Er það viðskiptavina að giska á hvað er rétt og rangt á vefsíðum þeirra! Svaraði þessum tölvupósti frá tæknideild og bað um svör við hinum spurningum en veit ekkert hvort þau koma.

Þá væri líka gott að vita hvort maður fer yfir 40 GB i erlendu niðurhali og sjálfvirk gjaldtaka fer fram-svo sem í enda mánaðar-eða síðustu klukkutíma- þannig maður geti þá eftir allt nýtt sér ÖLL þessi aukalegu 10 GB-eða láta þeir vita einhvers staðar tímanlega af því? Veit það einhver? ](*,)

Mynd

Re: Vefyfirlit (niðurhal) hjá Símanum að bila

Sent: Mán 30. Apr 2012 20:23
af wicket
Skil ekki alveg allt í þessum pósti en...

Ég fæ tilkynningu þegar ég nálgast niðurhalsþakið og ég fæ tilkynningu þegar ég fer yfir þakið og sjálfvirka stækkunin kemur á. Hefur alltaf verið þannig og ég fer næstum yfir í hverjum mánuði.

Þeir senda þetta á @simnet.is netfangið sem ég reyndar skoða aldrei en læt það bara áframsendast á það email sem að ég nota.

Re: Vefyfirlit (niðurhal) hjá Símanum að bila

Sent: Mán 30. Apr 2012 20:39
af Domnix
Ef innifalið gagnamagn klárast, þá bætast 10 GB við samkvæmt gjaldskrá, sem endast til næstu mánaðamóta.


semsagt ef þú klárar magnið þitt, sama hversu stutt er í mánaðarmót, kaupir þú auka 10GB sem gilda til mánaðarmóta, þ.e ef þú klárar klukkutíma fyrir breytingu færðu auka 10GB í þann klukkutíma. Passaðu þig samt því ég hef lennt í því að breytingin gerist ekki alltaf kl 00:00 á mánaðarmótum ;)

Re: Vefyfirlit (niðurhal) hjá Símanum að bila

Sent: Mán 30. Apr 2012 20:43
af PepsiMaxIsti
Þetta kemur hjá mér ef að ég ýti á "sækja", þá uppfærist þetta rétt.

Re: Vefyfirlit (niðurhal) hjá Símanum að bila

Sent: Þri 01. Maí 2012 01:04
af kepler
Já, Domnix, mér skilst þetta þannig-það er einmitt það sem pirrar mig eilítið. Auka gjaldfærsla fyrir 10 GB- síðasta daginn, eða klukkutíma fyrir lok tímabils - sem dettur út strax í næsta mánuði. Þannig getur verið með rétt yfir 40 GB í niðurhal - einn mánuð en þurft að greiða fyrir 50 GB. Næsti dagatals mánuður byrjar aftur í 40 GB. Var að skoða þetta núna, og nýjustu tölur gegnum 'sækja' flipann eins og PepsiMaxIsti bendir voru frá því 22:00 í kvöld-(klukkan núna 24). Reikna kannski ekki með þeir geti ekki gefið nýjustu tölur á klukkustundafresti um niðurhal-það væri kannski of mikil bjartsýni [-o<
Nokkuð gott það er hægt að fylgjast með rafmagnsmælinum nánast eins og maður vill, hvenær sem er og gefur nýjustu upplýsingar-meira segja þegar jólaseríur eru uppi-sem betur fer birtist ekki allt í einu núll á honum eða fáránlega há tala upp úr þurru, en mælingar á netinu sökum eðlis þeirra eru erfiðari og myndu kosta of mikið að útfæra eða hægja á kerfinu...?
Ahm, auðvitað er það mitt að velja ef ég er ósáttur, en get ekki skipt við hitt fyrirtækið - hætti hjá þeim vegna einhvers reiknings sem poppaði allt í einu hálfi ári seinna út af tengingu á símalínu sem átti að vera ókeypis þar sem hún tók of langan tíma að tengja-þá dulbúinn sem 'vangoldinn reikningur' án mikilla nánari útskýringa. Ég vil ekki skipta við fyrirtæki sem mér finnst fara rangt að og gefa út reikninga eins og þruma úr heiðskýru lofti vegna hluta sem gerðust marga mánuði aftur í tímann. En jæja, ég trúi ekki öðru og vona þeir viti hvað og hvernig þurfi að bæta símaþjónustu-áður en þeir hækka aftur gjaldið um 500 kall -með nokkrum litlum auglýsingum á vefsíðu sem fyrirvara um hækkandi gjald-og bæta nokkrum sjónvarpstöðvum við sem ég á lítið eftir að horfa á! :svekktur

Nú finnst mér þetta skrítið, skoðaði niðurhalið frá því 22:00 í gær og var ekki kominn yfir þá-39,6 GB. Passaði mig á því að vera ekkert á netinu þessa 2 síðustu klukkutíma...skoða stöðuna í dag-bamm!...40,24 GB ...þetta er ekki eðlilegt,nú þegar ég skoða þetta nánar stendur ég hafi halað niður 540 MB á síðasta klukkutímanum frá 23-24! Þetta stenst engan veginn :thumbsd