Síða 1 af 1

Ljósnet routerar Zyxel P-870 vs Technicolor/Thomson?

Sent: Mán 30. Apr 2012 00:45
af Some0ne
Sælir,

Var að reyna skoða gamla þræði um ljósnetsrouterana og álit á þeim en gat ekki fengið definite svar, þið sem eruð með ljósnet hjá Símanum, hvaða router eruði með og hvernig eruði að fýla hann?

Ég er með zyxel P-870 sem ég fékk hjá þeim, og hann er alveg nokkuð solid, fyrir utan að koxa svona á ca. 48-72 stunda fresti útaf vægri torrent traffík, sama og ég hef lent í með aðra routera svosem. Er með global maximum connections í 300 sem er bara hóflegt myndi ég segja.

Að öðru leiti er hann frekar ljúfur, wifi-ið keyrir fínt og port opnast auðveldlega og automatic nat rennur líka í gegn.

Þið sem eruð með aðra routera, hvernig eru þeir að virka hjá ykkur, þá helst technicolor/thomsonarnir?

Re: Ljósnet routerar Zyxel P-870 vs Technicolor/Thomson?

Sent: Mán 30. Apr 2012 01:11
af Tiger
Ég er með Technicolor og hef ekki þurft að endurræsa hann síðan ég fékk hann (rúmur mánuður minnir mig), töluverð torrent traffic og mikið uplaod. Reyndar með wi-fi óvirkt á honum og læt AirPort Extreame sjá um það hjá mér það sem það virkar lang best fyrir alla 4 iPhone síma heimilisins.

Hef ekki undan neinu að kvarta með Technicolor routernum allavegana.

Re: Ljósnet routerar Zyxel P-870 vs Technicolor/Thomson?

Sent: Mán 30. Apr 2012 09:04
af wicket
Er með Zyxel sjálfur og er að elska hann. Besti router sem ég fengið frá ISPa á Íslandi.

Get fiktað í öllu í GUIinu og hann er að höndla blússandi torrent/usenet traffík niður og fullt af uploadi án þess að kvarta.

Re: Ljósnet routerar Zyxel P-870 vs Technicolor/Thomson?

Sent: Mán 30. Apr 2012 09:16
af Some0ne
wicket skrifaði:Er með Zyxel sjálfur og er að elska hann. Besti router sem ég fengið frá ISPa á Íslandi.

Get fiktað í öllu í GUIinu og hann er að höndla blússandi torrent/usenet traffík niður og fullt af uploadi án þess að kvarta.


Ertu með nákvæmlega sama router? Ég er með total svona 300 connections í uTorrent, og portið er opið, en svo kannski eftir 3 daga þá koxar hann, kemst ekki inná webUI á honum og hann lokar portum/byrjar að haga sér ílla.

Re: Ljósnet routerar Zyxel P-870 vs Technicolor/Thomson?

Sent: Mán 30. Apr 2012 11:22
af wicket
Nákvæmlega sama router.

Er með opið á fullt af portum td. fyrir FTP, nokkrar vefþjónustur svo að ég geti tengst utan úr bæ, Remote Desktop, Xbox Live.

Er svo að torrenta og nota Usenet og það gengur virkilega vel fyrir sig.

Aldrei lent í neinu veseni og gæti bara ekki verið sáttari.

Re: Ljósnet routerar Zyxel P-870 vs Technicolor/Thomson?

Sent: Mán 30. Apr 2012 12:46
af Some0ne
wicket skrifaði:Nákvæmlega sama router.

Er með opið á fullt af portum td. fyrir FTP, nokkrar vefþjónustur svo að ég geti tengst utan úr bæ, Remote Desktop, Xbox Live.

Er svo að torrenta og nota Usenet og það gengur virkilega vel fyrir sig.

Aldrei lent í neinu veseni og gæti bara ekki verið sáttari.



Hvernig eru connections stillingar hjá þér í torrent clientinu? og hvaða client ertu með? Og hvaða port t.d notaru í torrentinu?